Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr?

Jón Már Halldórsson

Fjölmargar spendýrategundir hafa veiðihár, til dæmis velflestar tegundir af ættinni Carnivora (rándýr) eins og selir, hundar, kattardýr svo og öll smærri rándýr eins og þvottabirnir, minkar og víslur. Spendýr af ættinni Rodentia (nagdýr) eru einnig með veiðihár.

Segja má að veiðihár spendýranna gegni nokkurn veginn sama hlutverki og fálmarar skordýra og krabbadýra. Veiðihárin auka nefnilega næmni þeirra gagnvart umhverfinu við aðstæður þar sem er takmarkað útsýni eins og í skógi, kjarrlendi eða sjó. Þau gera dýrunum kleift að læðast og fara hljóðlega um til dæmis þegar þau eru að nálgast bráð. Veiðihárin eru staðsett á nokkrum stöðum á andliti þessara dýra eins og fyrir ofan munnvik, á kinnum og fyrir ofan augu, meðal annars á köttum.

Nýlegar rannsóknir sem gerðar voru á landselum (lat. Phoca vitulina) hafa sýnt fram á að veiðihár sela eru næm fyrir straumum sem fiskar gefa frá sér þegar þeir hreyfa sig í vatninu, en þeir eru helsta fæða selanna. Selir nota veiðihárin því á svipaðan hátt og höfrungar nota hljóðsjá (sónar) þegar þeir veiða sér til matar.

Skyldar rannsóknir sem gerðar hafa verið á útselum (l. Halichoerus grypus) við Bretlandseyjar sýna að veiðihárin eru mikilvægari við fæðuöflunina en sjónin. Í sjónum er oft lítil birta og því erfitt fyrir selina að styðjast eingöngu við sjón þegar þeir leita sér ætis.

Dýr þróa með sér alls konar aðferðir við veiðar. Mörg önnur skynfæri gegna mikilvægu hlutverki í þessari lífsbaráttu. Veiðihár hafa ekki þróast meðal prímata eða annarra apa vegna þess að þeir hafa afar vel þróaða sjón og mikila greind sem hefur gegnt lykilhlutverki í fæðuöflun þeirra. Þessi eiginleikar hafa verið meginstoðin í allri hinni miklu velgengni sem apar hafa notið á undanförnum 30 miljónum ára.



Landselur (Phoca vitulina) með löng og voldug veiðihár.

Myndin var á vefsetri www.seaworld.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.4.2002

Spyrjandi

Karl Jónsson fæddur 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2317.

Jón Már Halldórsson. (2002, 18. apríl). Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2317

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2317>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr?
Fjölmargar spendýrategundir hafa veiðihár, til dæmis velflestar tegundir af ættinni Carnivora (rándýr) eins og selir, hundar, kattardýr svo og öll smærri rándýr eins og þvottabirnir, minkar og víslur. Spendýr af ættinni Rodentia (nagdýr) eru einnig með veiðihár.

Segja má að veiðihár spendýranna gegni nokkurn veginn sama hlutverki og fálmarar skordýra og krabbadýra. Veiðihárin auka nefnilega næmni þeirra gagnvart umhverfinu við aðstæður þar sem er takmarkað útsýni eins og í skógi, kjarrlendi eða sjó. Þau gera dýrunum kleift að læðast og fara hljóðlega um til dæmis þegar þau eru að nálgast bráð. Veiðihárin eru staðsett á nokkrum stöðum á andliti þessara dýra eins og fyrir ofan munnvik, á kinnum og fyrir ofan augu, meðal annars á köttum.

Nýlegar rannsóknir sem gerðar voru á landselum (lat. Phoca vitulina) hafa sýnt fram á að veiðihár sela eru næm fyrir straumum sem fiskar gefa frá sér þegar þeir hreyfa sig í vatninu, en þeir eru helsta fæða selanna. Selir nota veiðihárin því á svipaðan hátt og höfrungar nota hljóðsjá (sónar) þegar þeir veiða sér til matar.

Skyldar rannsóknir sem gerðar hafa verið á útselum (l. Halichoerus grypus) við Bretlandseyjar sýna að veiðihárin eru mikilvægari við fæðuöflunina en sjónin. Í sjónum er oft lítil birta og því erfitt fyrir selina að styðjast eingöngu við sjón þegar þeir leita sér ætis.

Dýr þróa með sér alls konar aðferðir við veiðar. Mörg önnur skynfæri gegna mikilvægu hlutverki í þessari lífsbaráttu. Veiðihár hafa ekki þróast meðal prímata eða annarra apa vegna þess að þeir hafa afar vel þróaða sjón og mikila greind sem hefur gegnt lykilhlutverki í fæðuöflun þeirra. Þessi eiginleikar hafa verið meginstoðin í allri hinni miklu velgengni sem apar hafa notið á undanförnum 30 miljónum ára.



Landselur (Phoca vitulina) með löng og voldug veiðihár.

Myndin var á vefsetri www.seaworld.org...