Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum?

Jón Már Halldórsson

Skeldýr hafa í raun engin not fyrir perlurnar sem myndast þegar aðskotahlutur eins og sandkorn eða sníkjudýr festist innan í samloku lindýrsins, nánar tiltekið í möttlinum.

Þegar það gerist seyta frumur í ysta lagi möttulsins efni utan um aðskotahlutinn og hjúpa hann. Efnið samanstendur aðallega af aragoníti (CaCO3) og einnig af lífræna efnasambandinu albuminoid, en það finnst einnig í háu hlutfalli í ysta lagi í skel lindýranna.

Efnasambandið sem myndast umhverfis aðskotahlutinn nefnist í daglegu tali perla. Perlumyndunarferli lindýranna er varnarviðbragð gegn aðskotahlutum.

Í náttúrunni tekur perlumyndun mörg ár en mikil framleiðsla á perlum er nú stunduð víða um heim. Perlur sem myndast við náttúrulegar aðstæður geta verið mjög margbreytilegar í lögun, en eru þó sjaldnast kúlulaga. Perlur finnast í ýmsum litaafbrigðum, allt frá skjannahvítum yfir í kolsvartar, og helgast það meðal annars af tegundum og ýmsum umhverfisaðstæðum.



Myndin af perlu í skel ostrunnar var á vefsetrinu www.wedfavors.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.4.2002

Spyrjandi

Gunnar Bergmann

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2002. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2332.

Jón Már Halldórsson. (2002, 24. apríl). Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2332

Jón Már Halldórsson. „Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2002. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2332>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum?
Skeldýr hafa í raun engin not fyrir perlurnar sem myndast þegar aðskotahlutur eins og sandkorn eða sníkjudýr festist innan í samloku lindýrsins, nánar tiltekið í möttlinum.

Þegar það gerist seyta frumur í ysta lagi möttulsins efni utan um aðskotahlutinn og hjúpa hann. Efnið samanstendur aðallega af aragoníti (CaCO3) og einnig af lífræna efnasambandinu albuminoid, en það finnst einnig í háu hlutfalli í ysta lagi í skel lindýranna.

Efnasambandið sem myndast umhverfis aðskotahlutinn nefnist í daglegu tali perla. Perlumyndunarferli lindýranna er varnarviðbragð gegn aðskotahlutum.

Í náttúrunni tekur perlumyndun mörg ár en mikil framleiðsla á perlum er nú stunduð víða um heim. Perlur sem myndast við náttúrulegar aðstæður geta verið mjög margbreytilegar í lögun, en eru þó sjaldnast kúlulaga. Perlur finnast í ýmsum litaafbrigðum, allt frá skjannahvítum yfir í kolsvartar, og helgast það meðal annars af tegundum og ýmsum umhverfisaðstæðum.



Myndin af perlu í skel ostrunnar var á vefsetrinu www.wedfavors.com

...