Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?

Ulrika Andersson

Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð vegna þess að taldar eru meiri líkur á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni (HIV) en gagnkynheigðir karlar eða konur yfirleitt, hvort sem þær eru samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir karlar eru því í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim sem hafa smitast af malaríu eða lifrarbólgu, þeir sem stunda vændi, þeir sem hafa gert göt á líkamann sinn, til dæmis í eyrnasneplana, svo og þeir sem bera húðflúr.

Á Íslandi er ríflega helmingur þeirra sem smitast hafa af HIV-veirunni samkynhneigðir eða 52%. Um 31% smitaðra hafa smitast við gagnkynhneigð mök. Aðrir sem hafa smitast af veirunni eru blóðþegar sem hafa þegið smitað blóð, börn sem hafa smitast af mæðrum sínum eða fíkniefnaneytendur sem hafa smitast af sýktri sprautunál. Ákvörðunin um að leyfa ekki samkynhneigðum körlum að gefa blóð er byggð á þessum tölum samkvæmt upplýsingum frá Blóðbankanum.

Nýjar tölur um smitaða benda þó til þess að mynstrið sé að breytast, það er að segja að gagnkynhneigðir séu í meira mæli að smitast af alnæmi en áður. Á sama tíma fer þeim fækkandi sem smitast og eru samkynhneigðir. Síðustu fjögur árin smituðust til dæmis 25 einstaklingar við gagnkynhneigð mök en aðeins 10 við samkynhneigð mök.

Um 80% af þeim sem smitast af HIV-sýkingum í dag hafa smitast við kynmök eins og sjá má af því sem áður var sagt. Ef skoðaðar eru tölur um smitaða einstaklinga í öllum heiminum kemur í ljós að 70% þeirra sem bera í sér veiruna hafa smitast vegna gagnkynhneigðar en aðeins 10% vegna samkynhneigðar. Í ljósi þessara talna þykir kannski skrýtið að banna samkynhneigðum körlum að gefa blóð en hafa verður í huga að mjög er misjafnt eftir löndum í hvaða hópi flest smitin eru. Í Afríku sunnan Sahara er til dæmis alnæmi langalgengast meðal gagnkynhneigðra en á Vesturlöndum er HIV-smit algengast meðal samkynhneigðra.

Alnæmi greindist í fyrsta skipti í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 1981. Skömmu eftir það fundust fleiri tilfelli af sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur að alnæmi sé orðinn skæðasti sjúkdómur mannkynssögunnar en talið að meira en 60 milljónir manna hafi smitast af HIV-veirunni frá því að hún greindist fyrst fyrir ríflega tuttugu árum. Alnæmi á lokastigi nefnist eyðni og er aðaldánarorsökin í Afríku sunnan Sahara en fjórða algengasta dánarorsökin ef litið er til alls heimsins.

Talið er að í árslok 2001 hafi um 40 milljónir manna verið smitaðir með HIV-veirunni. Um 1/3 þeirra er fólk á aldrinum 15 til 24 ára og mörg þeirra vita ekki að þau eru smituð. Margar milljónir manna vita lítið sem ekkert um alnæmi eða hvernig hægt er að verjast því.

Heimildir

Grein eftir Önnu S Þórisdóttur, sérfræðing í almennum lyflækningum og smitsjúkdómum á www.doktor.is

UNAIDS

Blóðbankinn

Hér má nálgast spurningalista þann sem lagður er fyrir blóðgjafa.



Mynd: HB

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

26.4.2002

Spyrjandi

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, f. 1984

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2002. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2337.

Ulrika Andersson. (2002, 26. apríl). Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2337

Ulrika Andersson. „Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2002. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2337>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?
Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð vegna þess að taldar eru meiri líkur á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni (HIV) en gagnkynheigðir karlar eða konur yfirleitt, hvort sem þær eru samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir karlar eru því í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim sem hafa smitast af malaríu eða lifrarbólgu, þeir sem stunda vændi, þeir sem hafa gert göt á líkamann sinn, til dæmis í eyrnasneplana, svo og þeir sem bera húðflúr.

Á Íslandi er ríflega helmingur þeirra sem smitast hafa af HIV-veirunni samkynhneigðir eða 52%. Um 31% smitaðra hafa smitast við gagnkynhneigð mök. Aðrir sem hafa smitast af veirunni eru blóðþegar sem hafa þegið smitað blóð, börn sem hafa smitast af mæðrum sínum eða fíkniefnaneytendur sem hafa smitast af sýktri sprautunál. Ákvörðunin um að leyfa ekki samkynhneigðum körlum að gefa blóð er byggð á þessum tölum samkvæmt upplýsingum frá Blóðbankanum.

Nýjar tölur um smitaða benda þó til þess að mynstrið sé að breytast, það er að segja að gagnkynhneigðir séu í meira mæli að smitast af alnæmi en áður. Á sama tíma fer þeim fækkandi sem smitast og eru samkynhneigðir. Síðustu fjögur árin smituðust til dæmis 25 einstaklingar við gagnkynhneigð mök en aðeins 10 við samkynhneigð mök.

Um 80% af þeim sem smitast af HIV-sýkingum í dag hafa smitast við kynmök eins og sjá má af því sem áður var sagt. Ef skoðaðar eru tölur um smitaða einstaklinga í öllum heiminum kemur í ljós að 70% þeirra sem bera í sér veiruna hafa smitast vegna gagnkynhneigðar en aðeins 10% vegna samkynhneigðar. Í ljósi þessara talna þykir kannski skrýtið að banna samkynhneigðum körlum að gefa blóð en hafa verður í huga að mjög er misjafnt eftir löndum í hvaða hópi flest smitin eru. Í Afríku sunnan Sahara er til dæmis alnæmi langalgengast meðal gagnkynhneigðra en á Vesturlöndum er HIV-smit algengast meðal samkynhneigðra.

Alnæmi greindist í fyrsta skipti í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 1981. Skömmu eftir það fundust fleiri tilfelli af sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur að alnæmi sé orðinn skæðasti sjúkdómur mannkynssögunnar en talið að meira en 60 milljónir manna hafi smitast af HIV-veirunni frá því að hún greindist fyrst fyrir ríflega tuttugu árum. Alnæmi á lokastigi nefnist eyðni og er aðaldánarorsökin í Afríku sunnan Sahara en fjórða algengasta dánarorsökin ef litið er til alls heimsins.

Talið er að í árslok 2001 hafi um 40 milljónir manna verið smitaðir með HIV-veirunni. Um 1/3 þeirra er fólk á aldrinum 15 til 24 ára og mörg þeirra vita ekki að þau eru smituð. Margar milljónir manna vita lítið sem ekkert um alnæmi eða hvernig hægt er að verjast því.

Heimildir

Grein eftir Önnu S Þórisdóttur, sérfræðing í almennum lyflækningum og smitsjúkdómum á www.doktor.is

UNAIDS

Blóðbankinn

Hér má nálgast spurningalista þann sem lagður er fyrir blóðgjafa.



Mynd: HB...