Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?

Jón Axel Harðarson

Etrúska er tungumál sem var í eina tíð talað á Ítalíu, en er nú útdautt. Þekking okkar á þessu máli er allgloppótt. Að vísu höfum við um 9000 texta frá tímabilinu 700 fyrir Krist til 10 eftir Krist og auk þess um 40 glósur í latneskum og grískum heimildum. En flestir þessara texta eru mjög stuttir. Að undanskildum helgisiðatexta, sem ritaður var á línrollu og varðveist hafa leifar af (um 1300 orð) á bindum egypskrar múmíu, er hér um áletranir að ræða: graf-, eignar-, blætis-, gjafar- og höfundaráletranir eða myndáritanir.

Styttri textana hefur yfirleitt tekist að ráða, en hina lengri, sem reyndar eru fáir, aðeins að hluta. Þrátt fyrir þetta hafa fræðimenn áttað sig nokkuð vel á málfræði etrúsku en hins vegar er orðaforði málsins lítt þekktur, bæði sökum eðlis varðveittra texta og vegna þess að enn er mikill hluti þeirra óráðinn. Allir sagnfræði- og bókmenntatextar Etrúra hafa glatast. Gott yfirlit yfir etrúska málfræði er í ritgerð Rix frá 1985, sjá heimildaskrá.

Fullvíst er að etrúska er náskyld lemnísku og retísku, en aðeins leifar þessara tungumála hafa varðveist. Lemnískar málleifar eru 2 áletranir (með samanlagt 32 orðum) á bautasteini auk 9 texta eða textabrota á drykkjarílátum. Þessir textar fundust á Lemnos í norðausturhluta Eyjahafs og eru eldri en stofnun attískrar (það er grískrar) nýlendu á eynni um 500 fyrir Krist (sbr. Der neue Pauly, 7. bindi, dlk. 40, með tilvísunum).

Retísku textarnir eru um 100 stuttar áletranir, aðallega á smáhlutum úr horni eða bronsi. Þessir hlutir hafa fundist á svæðinu milli Verona á Ítalíu og Innsbruck í Austurríki og eru frá forrómverskum tíma. Enda þótt því hafi verið haldið fram allt frá fornöld að retíska og etrúska séu skyld mál (sbr. Livius 5, 33, 11), eru aðeins nokkur ár síðan málfræðingnum Helmut Rix tókst að sanna þennan skyldleika (Rix 1998).

Tungumálin etrúska, lemníska og retíska eru komin af máli sem kallað hefur verið frumtyrsenska (eða frumtyrrenska). Nafnið er dregið af orðinu Tyrsenoi (eða Tyrrhenoi), sem notað er um Etrúra í grískum heimildum. Sennilega samsvarar það sæþjóðarheitinu Tur(u)ša, sem kemur fyrir í egypskri heimild frá því um 1230 fyrir Krist. Líklegt má telja að frumtyrsenska hafi verið töluð fram undir 1000 fyrir Krist, er hún greindist í áðurnefnd þrjú mál (sbr. Rix 1998: 60). Hinn sögulegi bakgrunnur Frumtyrsena er raunar óljós, en lemníska bendir í austurátt. Það er því hugsanlegt að heimkynni þeirra hafi verið við vesturströnd Litlu-Asíu.

Meira er ekki hægt að segja með neinni vissu um skyldleikatengsl etrúsku við önnur mál. Þó er rétt að geta þess að nokkrir þættir etrúsku, bæði einstök orð og málfræðileg atriði, hafa verið tengdir við undirlag (substratum) vestur- og suðuranatólísku málanna lýdísku og lúvísku (þessi mál, sem eru indóevrópsk og náskyld hettitísku, voru töluð í Anatólíu eða Litlu-Asíu, þar sem Tyrkland er nú). Vel má vera að hér sé um vissar samsvaranir að ræða. Ef svo er styrkja þær vitnisburð lemnísku um heimkynni Frumtyrsena við norðaustanvert Miðjarðarhaf.

Fræðimenn hafa vissulega reynt að tengja etrúsku við ýmis önnur mál eða málaættir, þar á meðal við indóevrópsk mál. Þessar tilraunir hafa mistekist. Það sem mælir gegn skyldleika etrúsku við indóevrópsk mál er í fyrsta lagi að mikilvægir þættir í málkerfi etrúsku eru í ósamræmi við indóevrópska málgerð; í öðru lagi skortir etrúsku ýmsa þætti sem búast mætti við ef um indóevrópskt mál væri að ræða. Um aðrar skyldleikakenningar er það að segja, að sökum þess, hve lítið er vitað um etrúsku og/eða þau mál sem hún er borin saman við, er ekki hægt að undirbyggja þær með neinum (traustum) vísindalegum rökum.

Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Etrúska er tyrsenskt mál og náskylt lemnísku og retísku; það á sér að öllum líkindum engan ættinga í nútímanum.

(Um Etrúra og etrúsku er mikinn fróðleik að finna í ritunum Die Etrusker og Der neue Pauly, 4. bindi, dlk. 167-197; ýmsar kenningar um uppruna etrúsku eru nefndar hjá Beekes 1993).

Heimildir sem vitnað er til:

  • Beekes, Robert S. P. 1993. The Position of Etruscan. Í: Indogermanica et Italica. Festschrift für Helmut Rix zum 65. Geburtstag (útg. Gerhard Meiser), bls. 46-60. Innsbrucker Beiträge zur Sprachwissenschaft, Band 72. Innsbruck.
  • Die Etrusker. Belser Verlag, Stuttgart 1985.
  • Der neue Pauly. Enzyklopädie der Antike. Altertum (útg. Hubert Cancik og Helmuth Schneider). Verlag J. B. Metzler, Stuttgart 1996-.
  • Rix, Helmut. 1985. Schrift und Sprache. Í: Die Etrusker, bls. 210-238.
  • Rix, Helmut. 1998. Rätisch und Etruskisch. Innsbrucker Beiträge zur Sprachwissenschaft, Vorträge und Kleinere Schriften 68. Innsbruck.Myndir af list Etrúra: Musei Vaticani: Museo Gregoriano Etrusco 1 og Musei Vaticani: Museo Gregoriano Etrusco 2

Höfundur

dósent í íslenskri málfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.4.2002

Spyrjandi

Ingibjörg Ingadóttir

Tilvísun

Jón Axel Harðarson. „Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni? “ Vísindavefurinn, 26. apríl 2002. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2339.

Jón Axel Harðarson. (2002, 26. apríl). Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2339

Jón Axel Harðarson. „Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni? “ Vísindavefurinn. 26. apr. 2002. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2339>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?
Etrúska er tungumál sem var í eina tíð talað á Ítalíu, en er nú útdautt. Þekking okkar á þessu máli er allgloppótt. Að vísu höfum við um 9000 texta frá tímabilinu 700 fyrir Krist til 10 eftir Krist og auk þess um 40 glósur í latneskum og grískum heimildum. En flestir þessara texta eru mjög stuttir. Að undanskildum helgisiðatexta, sem ritaður var á línrollu og varðveist hafa leifar af (um 1300 orð) á bindum egypskrar múmíu, er hér um áletranir að ræða: graf-, eignar-, blætis-, gjafar- og höfundaráletranir eða myndáritanir.

Styttri textana hefur yfirleitt tekist að ráða, en hina lengri, sem reyndar eru fáir, aðeins að hluta. Þrátt fyrir þetta hafa fræðimenn áttað sig nokkuð vel á málfræði etrúsku en hins vegar er orðaforði málsins lítt þekktur, bæði sökum eðlis varðveittra texta og vegna þess að enn er mikill hluti þeirra óráðinn. Allir sagnfræði- og bókmenntatextar Etrúra hafa glatast. Gott yfirlit yfir etrúska málfræði er í ritgerð Rix frá 1985, sjá heimildaskrá.

Fullvíst er að etrúska er náskyld lemnísku og retísku, en aðeins leifar þessara tungumála hafa varðveist. Lemnískar málleifar eru 2 áletranir (með samanlagt 32 orðum) á bautasteini auk 9 texta eða textabrota á drykkjarílátum. Þessir textar fundust á Lemnos í norðausturhluta Eyjahafs og eru eldri en stofnun attískrar (það er grískrar) nýlendu á eynni um 500 fyrir Krist (sbr. Der neue Pauly, 7. bindi, dlk. 40, með tilvísunum).

Retísku textarnir eru um 100 stuttar áletranir, aðallega á smáhlutum úr horni eða bronsi. Þessir hlutir hafa fundist á svæðinu milli Verona á Ítalíu og Innsbruck í Austurríki og eru frá forrómverskum tíma. Enda þótt því hafi verið haldið fram allt frá fornöld að retíska og etrúska séu skyld mál (sbr. Livius 5, 33, 11), eru aðeins nokkur ár síðan málfræðingnum Helmut Rix tókst að sanna þennan skyldleika (Rix 1998).

Tungumálin etrúska, lemníska og retíska eru komin af máli sem kallað hefur verið frumtyrsenska (eða frumtyrrenska). Nafnið er dregið af orðinu Tyrsenoi (eða Tyrrhenoi), sem notað er um Etrúra í grískum heimildum. Sennilega samsvarar það sæþjóðarheitinu Tur(u)ša, sem kemur fyrir í egypskri heimild frá því um 1230 fyrir Krist. Líklegt má telja að frumtyrsenska hafi verið töluð fram undir 1000 fyrir Krist, er hún greindist í áðurnefnd þrjú mál (sbr. Rix 1998: 60). Hinn sögulegi bakgrunnur Frumtyrsena er raunar óljós, en lemníska bendir í austurátt. Það er því hugsanlegt að heimkynni þeirra hafi verið við vesturströnd Litlu-Asíu.

Meira er ekki hægt að segja með neinni vissu um skyldleikatengsl etrúsku við önnur mál. Þó er rétt að geta þess að nokkrir þættir etrúsku, bæði einstök orð og málfræðileg atriði, hafa verið tengdir við undirlag (substratum) vestur- og suðuranatólísku málanna lýdísku og lúvísku (þessi mál, sem eru indóevrópsk og náskyld hettitísku, voru töluð í Anatólíu eða Litlu-Asíu, þar sem Tyrkland er nú). Vel má vera að hér sé um vissar samsvaranir að ræða. Ef svo er styrkja þær vitnisburð lemnísku um heimkynni Frumtyrsena við norðaustanvert Miðjarðarhaf.

Fræðimenn hafa vissulega reynt að tengja etrúsku við ýmis önnur mál eða málaættir, þar á meðal við indóevrópsk mál. Þessar tilraunir hafa mistekist. Það sem mælir gegn skyldleika etrúsku við indóevrópsk mál er í fyrsta lagi að mikilvægir þættir í málkerfi etrúsku eru í ósamræmi við indóevrópska málgerð; í öðru lagi skortir etrúsku ýmsa þætti sem búast mætti við ef um indóevrópskt mál væri að ræða. Um aðrar skyldleikakenningar er það að segja, að sökum þess, hve lítið er vitað um etrúsku og/eða þau mál sem hún er borin saman við, er ekki hægt að undirbyggja þær með neinum (traustum) vísindalegum rökum.

Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Etrúska er tyrsenskt mál og náskylt lemnísku og retísku; það á sér að öllum líkindum engan ættinga í nútímanum.

(Um Etrúra og etrúsku er mikinn fróðleik að finna í ritunum Die Etrusker og Der neue Pauly, 4. bindi, dlk. 167-197; ýmsar kenningar um uppruna etrúsku eru nefndar hjá Beekes 1993).

Heimildir sem vitnað er til:

  • Beekes, Robert S. P. 1993. The Position of Etruscan. Í: Indogermanica et Italica. Festschrift für Helmut Rix zum 65. Geburtstag (útg. Gerhard Meiser), bls. 46-60. Innsbrucker Beiträge zur Sprachwissenschaft, Band 72. Innsbruck.
  • Die Etrusker. Belser Verlag, Stuttgart 1985.
  • Der neue Pauly. Enzyklopädie der Antike. Altertum (útg. Hubert Cancik og Helmuth Schneider). Verlag J. B. Metzler, Stuttgart 1996-.
  • Rix, Helmut. 1985. Schrift und Sprache. Í: Die Etrusker, bls. 210-238.
  • Rix, Helmut. 1998. Rätisch und Etruskisch. Innsbrucker Beiträge zur Sprachwissenschaft, Vorträge und Kleinere Schriften 68. Innsbruck.Myndir af list Etrúra: Musei Vaticani: Museo Gregoriano Etrusco 1 og Musei Vaticani: Museo Gregoriano Etrusco 2...