Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hver er ég?

Ólafur Páll Jónsson

Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær.

Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þetta svar er rétt, og það eru allir sammála um að það sé rétt, en samt getur menn greint á um hvað sé til og svarið hjálpar ekki upp á þann ágreining. Sumir halda til dæmis fram tilvist drauga eða sértækra hluta eins og talna og þríhyrninga, á meðan aðrir neita tilvist slíkra hluta.

Við höfum líka dæmi um hversdagslegar spurningar og svör af þessu tagi. Eitt sinn voru tveir bræður á ferð vestur á Ströndum. Þeir lentu í þoku og villtust. Þá spurði annar: „Heyrðu bróðir, hvar erum við eiginlega staddir?“ Bróðirinn svaraði: „Ég held við séum hérna megin Skeljavíkur.“ Þetta svar var örugglega rétt, en ekki að sama skapi upplýsandi.

Hvenær telst svar við spurningunni „Hver er ég?“ vera fullnægjandi? Við getum ímyndað okkur kringumstæður þar sem augljóst er hvað þurfi til að svara spurningunni á fullnægjandi hátt. Ef spyrjandinn hefur legið í dái í langan tíma og man ekkert úr fortíð sinni gæti fullnægjandi svar við spurningunni „Hver er ég?“ verið samsafn setninga eins og
 • Þú ert sonur Jóns og Gunnu
 • Þú ert maðurinn sem var Íslandsmeistari í töfrabrögðum
 • Þú ert faðir stúlkunnar sem les fréttirnar í sjónvarpinu.
Svona setningar eru kallaðar samsemdarsetningar. Einföldustu samsemdarsetningarnar sem við þekkjum eru setningar úr stærðfræði, til dæmis
2 + 2 = 4
Hér höfum við tvö nöfn á sömu tölunni, annars vegar nafnið ‘2+2’ og hins vegar nafnið ‘4’. Setningin segir svo að það sem nafnið ‘2+2’ vísar til sé sami hluturinn og sá sem nafnið ‘4’ vísar til. En við höfum líka dæmi um samsemdarsetningar þar sem fyrir koma mannanöfn, til dæmis
Steinn Steinarr = Aðalsteinn Kristmundsson

Halldór Kiljan Laxness = Halldór Guðjónsson frá Laxnesi
Við getum líka haft svona setningar þar sem við höfum nafn öðru megin samsemdarmerkisins og lýsingu hinum megin, til dæmis
Halldór Laxness = rithöfundurinn sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955
Hvernig sem við svörum spurningunni „Hver er ég?“ þá erum við yfirleitt sannfærð um að til sé rétt svar við henni sem sé annað en „Þú ert þú“. En ef við sleppum ímyndunaraflinu lausu er eins víst að við lendum í ógöngum.

Hugsum okkur tvo menn, A og B. Nú kemur til sögunnar vísindamaður sem gerir það af skömmum sínum að víxla hugsunum og tilfinningum A og B (við gefum okkur að það sé fræðilegur möguleiki). Þegar sá sem hefur líkama A vaknar eftir víxlin verður hann hissa. Hann hefur nefnilega hugmyndirnar sem sá sem hafði líkama B fyrir víxlin hafði. Hann verður því hissa á að sjá sig í þeim líkama sem hann er í. Og kannski fer hann í ofboði til næsta manns og spyr „Hver er ég?“ Hann hefur líkamann sem A hafði en hugmyndirnar sem B hafði. Og hvort ræður líkaminn eða hugurinn samsemd einstaklinga?

Þegar maðurinn sem hefur líkamann frá A og hugmyndirnar frá B spyr „Hver er ég?“ er vissulega rétt að segja „Þú ert þú?“, en hins vegar er engin hjálp í því svari. Hver svo sem þessi einstaklingur er þá er hann vissulega sá sem hann er. En kannski er ekki til neitt annað svar sem er örugglega rétt.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum
 • Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?
 • Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?
 • Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?
 • Og svar Erlendar Jónssonar við spurningunni Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?

  og svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hver er skilgreiningin á því "að vera"?

  Frekara lesefni

  Þorsteinn Gylfason, “Er andinn ódauðlegur?”, Tilraun um heiminn, Heimskringla 1992.

  Atli Harðarson, Afarkostir, Háskólaútgáfan 1995.  Mynd: Úr bókinni Who Are You? 101 Ways to Seeing Yourself

  Höfundur

  Ólafur Páll Jónsson

  prófessor í heimspeki við HÍ

  Útgáfudagur

  6.5.2002

  Spyrjandi

  Jóhanna Bogadóttir, Karítas Nína,
  Hávarður Örn Matthíasson

  Tilvísun

  Ólafur Páll Jónsson. „Hver er ég?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2002. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2357.

  Ólafur Páll Jónsson. (2002, 6. maí). Hver er ég? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2357

  Ólafur Páll Jónsson. „Hver er ég?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2002. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2357>.

  Chicago | APA | MLA

  Spyrja

  Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

  Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

  Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

  Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

  Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

  Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

  =

  Senda grein til vinar

  =

  Hver er ég?
  Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær.

  Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þetta svar er rétt, og það eru allir sammála um að það sé rétt, en samt getur menn greint á um hvað sé til og svarið hjálpar ekki upp á þann ágreining. Sumir halda til dæmis fram tilvist drauga eða sértækra hluta eins og talna og þríhyrninga, á meðan aðrir neita tilvist slíkra hluta.

  Við höfum líka dæmi um hversdagslegar spurningar og svör af þessu tagi. Eitt sinn voru tveir bræður á ferð vestur á Ströndum. Þeir lentu í þoku og villtust. Þá spurði annar: „Heyrðu bróðir, hvar erum við eiginlega staddir?“ Bróðirinn svaraði: „Ég held við séum hérna megin Skeljavíkur.“ Þetta svar var örugglega rétt, en ekki að sama skapi upplýsandi.

  Hvenær telst svar við spurningunni „Hver er ég?“ vera fullnægjandi? Við getum ímyndað okkur kringumstæður þar sem augljóst er hvað þurfi til að svara spurningunni á fullnægjandi hátt. Ef spyrjandinn hefur legið í dái í langan tíma og man ekkert úr fortíð sinni gæti fullnægjandi svar við spurningunni „Hver er ég?“ verið samsafn setninga eins og
  • Þú ert sonur Jóns og Gunnu
  • Þú ert maðurinn sem var Íslandsmeistari í töfrabrögðum
  • Þú ert faðir stúlkunnar sem les fréttirnar í sjónvarpinu.
  Svona setningar eru kallaðar samsemdarsetningar. Einföldustu samsemdarsetningarnar sem við þekkjum eru setningar úr stærðfræði, til dæmis
  2 + 2 = 4
  Hér höfum við tvö nöfn á sömu tölunni, annars vegar nafnið ‘2+2’ og hins vegar nafnið ‘4’. Setningin segir svo að það sem nafnið ‘2+2’ vísar til sé sami hluturinn og sá sem nafnið ‘4’ vísar til. En við höfum líka dæmi um samsemdarsetningar þar sem fyrir koma mannanöfn, til dæmis
  Steinn Steinarr = Aðalsteinn Kristmundsson

  Halldór Kiljan Laxness = Halldór Guðjónsson frá Laxnesi
  Við getum líka haft svona setningar þar sem við höfum nafn öðru megin samsemdarmerkisins og lýsingu hinum megin, til dæmis
  Halldór Laxness = rithöfundurinn sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955
  Hvernig sem við svörum spurningunni „Hver er ég?“ þá erum við yfirleitt sannfærð um að til sé rétt svar við henni sem sé annað en „Þú ert þú“. En ef við sleppum ímyndunaraflinu lausu er eins víst að við lendum í ógöngum.

  Hugsum okkur tvo menn, A og B. Nú kemur til sögunnar vísindamaður sem gerir það af skömmum sínum að víxla hugsunum og tilfinningum A og B (við gefum okkur að það sé fræðilegur möguleiki). Þegar sá sem hefur líkama A vaknar eftir víxlin verður hann hissa. Hann hefur nefnilega hugmyndirnar sem sá sem hafði líkama B fyrir víxlin hafði. Hann verður því hissa á að sjá sig í þeim líkama sem hann er í. Og kannski fer hann í ofboði til næsta manns og spyr „Hver er ég?“ Hann hefur líkamann sem A hafði en hugmyndirnar sem B hafði. Og hvort ræður líkaminn eða hugurinn samsemd einstaklinga?

  Þegar maðurinn sem hefur líkamann frá A og hugmyndirnar frá B spyr „Hver er ég?“ er vissulega rétt að segja „Þú ert þú?“, en hins vegar er engin hjálp í því svari. Hver svo sem þessi einstaklingur er þá er hann vissulega sá sem hann er. En kannski er ekki til neitt annað svar sem er örugglega rétt.

  Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum
 • Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?
 • Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?
 • Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?
 • Og svar Erlendar Jónssonar við spurningunni Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?

  og svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hver er skilgreiningin á því "að vera"?

  Frekara lesefni

  Þorsteinn Gylfason, “Er andinn ódauðlegur?”, Tilraun um heiminn, Heimskringla 1992.

  Atli Harðarson, Afarkostir, Háskólaútgáfan 1995.  Mynd: Úr bókinni Who Are You? 101 Ways to Seeing Yourself...