Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum.

Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“.

Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefnaskrá Krakavalla hjá Örnefnastofnun Íslands segir: „Neðsti hluti Nátthaga hét áður Krakanes. Yfir það getur áin flætt í vöxtum ... Rétt ofan við miðjan Nátthaga var holt, nefnt Krakaholt“.

Með vísan í merkingu sagnarinnar að kraka og þess að talað er um að áin geti flætt við Krakanes er vel hugsanlegt að örnefnið Krakavellir sé eitthvað tengt vatni. Því til stuðnings má benda á að ýmis fleiri Kraka-örnefni eru til annars staðar á landinu og kemur vatn þar oft við sögu, til dæmis Kraka-fljót, -gil, -lækur, -tjörn.

Það gildir þó ekki um Krakatind, norðaustur af Heklu í Rangárvallasýslu og verður að leita annarra skýringa þar. Hugsanlega er þar um að ræða sagnorðið kraki sem getur þýtt „lítill og grannvaxinn maður“ eða lýsingarorðið kraklegur í merkingunni „grannur, veiklulegur“, skylt orðinu krakki.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

6.5.2002

Spyrjandi

Gylfi Guðmundsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2002, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2359.

Svavar Sigmundsson. (2002, 6. maí). Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2359

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2002. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2359>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum.

Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“.

Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefnaskrá Krakavalla hjá Örnefnastofnun Íslands segir: „Neðsti hluti Nátthaga hét áður Krakanes. Yfir það getur áin flætt í vöxtum ... Rétt ofan við miðjan Nátthaga var holt, nefnt Krakaholt“.

Með vísan í merkingu sagnarinnar að kraka og þess að talað er um að áin geti flætt við Krakanes er vel hugsanlegt að örnefnið Krakavellir sé eitthvað tengt vatni. Því til stuðnings má benda á að ýmis fleiri Kraka-örnefni eru til annars staðar á landinu og kemur vatn þar oft við sögu, til dæmis Kraka-fljót, -gil, -lækur, -tjörn.

Það gildir þó ekki um Krakatind, norðaustur af Heklu í Rangárvallasýslu og verður að leita annarra skýringa þar. Hugsanlega er þar um að ræða sagnorðið kraki sem getur þýtt „lítill og grannvaxinn maður“ eða lýsingarorðið kraklegur í merkingunni „grannur, veiklulegur“, skylt orðinu krakki....