Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Nokkrir þættir koma við sögu þegar timburmenn koma í heimsókn. Má þar fyrst nefna að flestir áfengir drykkir innihalda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni. Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna. Almennt gildir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af aukaefnum í honum.

En þótt drukkinn sé alveg hreinn spíri losnar maður ekki við timburmenn. Ástæðan er sú að lifrin byrjar að brjóta niður alkóhólið með því að breyta því í asetaldehýð sem er eiturefni og veldur timburmönnum.

Ofþornun sem stafar af þvagræsandi áhrifum alkóhóls er önnur orsök timburmanna. Að lokum má nefna bein ertandi áhrif alkóhóls á magaslímu og taugakerfi sem leiða til ógleði, pirrings og handskjálfta.

Besta ráðið til að koma í veg fyrir timburmenn er að drekka í hófi. Að drekka mikið vatn áður en lagst er til hvílu hjálpar til við að hindra ofþornun. Magnýltöflur koma ef til vill í veg fyrir höfuðverk morguninn eftir en gætu aukið á ertingu í maga.

Versta ráðið er að fá sér annan drykk. Það er fyrsta skrefið í átt að áfengissýki.



Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

6.5.2002

Spyrjandi

Kristinn Evertsson, fæddur 1984

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2002, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2361.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 6. maí). Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2361

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2002. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2361>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?
Nokkrir þættir koma við sögu þegar timburmenn koma í heimsókn. Má þar fyrst nefna að flestir áfengir drykkir innihalda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni. Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna. Almennt gildir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af aukaefnum í honum.

En þótt drukkinn sé alveg hreinn spíri losnar maður ekki við timburmenn. Ástæðan er sú að lifrin byrjar að brjóta niður alkóhólið með því að breyta því í asetaldehýð sem er eiturefni og veldur timburmönnum.

Ofþornun sem stafar af þvagræsandi áhrifum alkóhóls er önnur orsök timburmanna. Að lokum má nefna bein ertandi áhrif alkóhóls á magaslímu og taugakerfi sem leiða til ógleði, pirrings og handskjálfta.

Besta ráðið til að koma í veg fyrir timburmenn er að drekka í hófi. Að drekka mikið vatn áður en lagst er til hvílu hjálpar til við að hindra ofþornun. Magnýltöflur koma ef til vill í veg fyrir höfuðverk morguninn eftir en gætu aukið á ertingu í maga.

Versta ráðið er að fá sér annan drykk. Það er fyrsta skrefið í átt að áfengissýki.



Mynd: HB

...