Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?

Stefán Jónsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra o" en omíkron þýðir "litla o".

Ómega kemur oft fyrir í kirkjulist og stendur þá með gríska stafnum alfa (A eða a) sem í grísku táknaði ýmist stutt eða langt a-hljóð, og samsvarar nánast algerlega A í stafrófum nútímans. Saman vísa þessir bókstafir til Guðs eða Krists og tákna að hann sé alger og alltumlykjandi, upphaf og endir allra hluta. Táknið kemur fyrst fyrir í Opinberun Jóhannesar þar sem segir:
  • Ég er Alfa og Ómega, segir Drottinn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi. (Opinberun Jóhannesar 1:8)
  • Og hann sagði við mig: ,,Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns." (Opinberun Jóhannesar 21:6)
  • Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn. (Opinberun Jóhannesar 22:13)
Þessi líking guðs við bókstafi byggist á því að í gríska stafrófinu er alfa fyrsti stafurinn en ómega sá síðasti. Sennilega á hún rætur í margvíslegum ummælum um guð í Gamla testamentinu. Þar segir meðal annars:
  • Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: "Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég." (Jesaja 44:6)
  • Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. (Sálmarnir 90:2)
Auk þess á þetta tákn sér samsvörun í bókmenntahefð Gyðinga. Hebreska orðið "emet", sem þýðir sannleikur, er að hyggju Gyðinga "innsigli drottins". Það er saman sett úr fyrsta og síðasta bókstaf hebreska stafrófsins. Að þessu leyti er það hliðstætt við táknið alfa og ómega og auk þess skírskotar það til líkra hluta.

Ýmsir stafir í gríska stafrófinu eru frábrugðnir latneskum stöfum. Margir þessara grísku stafa eru notaðir í ýmsu samhengi í vísindum, til dæmis í stærðfræði og eðlisfræði. Lítið ómega, w, er þannig meðal annars haft um hornhraða og föst hefð er fyrir því að tákna einingu metrakerfisins um viðnám gegn rafstraumi, óm eða ohm, með stóru ómega, W.

Heimildir:



Mynd: HB

Höfundar

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.5.2002

Spyrjandi

Ingólfur Kjartansson

Tilvísun

Stefán Jónsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2002, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2365.

Stefán Jónsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 7. maí). Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2365

Stefán Jónsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2002. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2365>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?
Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra o" en omíkron þýðir "litla o".

Ómega kemur oft fyrir í kirkjulist og stendur þá með gríska stafnum alfa (A eða a) sem í grísku táknaði ýmist stutt eða langt a-hljóð, og samsvarar nánast algerlega A í stafrófum nútímans. Saman vísa þessir bókstafir til Guðs eða Krists og tákna að hann sé alger og alltumlykjandi, upphaf og endir allra hluta. Táknið kemur fyrst fyrir í Opinberun Jóhannesar þar sem segir:
  • Ég er Alfa og Ómega, segir Drottinn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi. (Opinberun Jóhannesar 1:8)
  • Og hann sagði við mig: ,,Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns." (Opinberun Jóhannesar 21:6)
  • Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn. (Opinberun Jóhannesar 22:13)
Þessi líking guðs við bókstafi byggist á því að í gríska stafrófinu er alfa fyrsti stafurinn en ómega sá síðasti. Sennilega á hún rætur í margvíslegum ummælum um guð í Gamla testamentinu. Þar segir meðal annars:
  • Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: "Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég." (Jesaja 44:6)
  • Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. (Sálmarnir 90:2)
Auk þess á þetta tákn sér samsvörun í bókmenntahefð Gyðinga. Hebreska orðið "emet", sem þýðir sannleikur, er að hyggju Gyðinga "innsigli drottins". Það er saman sett úr fyrsta og síðasta bókstaf hebreska stafrófsins. Að þessu leyti er það hliðstætt við táknið alfa og ómega og auk þess skírskotar það til líkra hluta.

Ýmsir stafir í gríska stafrófinu eru frábrugðnir latneskum stöfum. Margir þessara grísku stafa eru notaðir í ýmsu samhengi í vísindum, til dæmis í stærðfræði og eðlisfræði. Lítið ómega, w, er þannig meðal annars haft um hornhraða og föst hefð er fyrir því að tákna einingu metrakerfisins um viðnám gegn rafstraumi, óm eða ohm, með stóru ómega, W.

Heimildir:



Mynd: HB

...