Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?

Jóhannes Kári KristinssonBaugar undir augum eru algengt fyrirbæri sem á sér nokkrar orsakir.

Húðin undir augunum er sérstaklega þunn, og með aldrinum þynnist hún enn meir. Við það koma í ljós smáar blóðæðar undir og í húðinni sem gefa henni dökkan blæ. Þegar fólk þreytist geta æðarnar tútnað út og baugarnir verða meira áberandi. Meðganga og ofnæmi geta líka gert baugana sýnilegri.

Önnur orsök fyrir baugum er aukið litarefni í húðinni, sem kallast melanín. Sumar fjölskyldur, sérstaklega þær sem eiga rætur að rekja til landanna við Miðjarðarhaf, hafa meira áberandi bauga í kringum augun.

Þriðja mögulega orsökin fyrir baugum eru pokar undir augum, sem geta myndast með aldri, í veikindum, svo sem hjartabilun, og stundum við það eitt að liggja út af. Þessir pokar geta varpað skugga undir augun, þannig að það sýnast vera baugar undir augunum.

Jafnframt má geta þess að sum augu liggja djúpt, þannig að augabrúnir varpa skugga kringum augun.

Blint fólk getur haft bauga undir augum líkt og aðrir. Ef um augnsjúkdóma er að ræða sem lýsa sér í innföllnum augum eða auknu blóðflæði í kringum augun getur það aukið á baugana.

Lítið er vitað um meðferð við þessu fyrirbæri, þar sem þetta er venjulega ekki talið sjúklegt. Reyna má þó kalda bakstra til að freista þess að draga saman æðarnar. Einnig hefur í völdum tilvikum verið greint frá góðum árangri með leysiaðgerðum. Framleiðendur ýmissa húðkrema hafa einnig haldið fram gildi þeirra við að minnka "augnbaugana" en það er þó ósannað.

Höfundur

Jóhannes Kári Kristinsson

sérfræðingur í augnlækningum

Útgáfudagur

14.3.2000

Spyrjandi

Arnar Pálsson

Efnisorð

Tilvísun

Jóhannes Kári Kristinsson. „Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2000, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=237.

Jóhannes Kári Kristinsson. (2000, 14. mars). Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=237

Jóhannes Kári Kristinsson. „Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2000. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=237>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?


Baugar undir augum eru algengt fyrirbæri sem á sér nokkrar orsakir.

Húðin undir augunum er sérstaklega þunn, og með aldrinum þynnist hún enn meir. Við það koma í ljós smáar blóðæðar undir og í húðinni sem gefa henni dökkan blæ. Þegar fólk þreytist geta æðarnar tútnað út og baugarnir verða meira áberandi. Meðganga og ofnæmi geta líka gert baugana sýnilegri.

Önnur orsök fyrir baugum er aukið litarefni í húðinni, sem kallast melanín. Sumar fjölskyldur, sérstaklega þær sem eiga rætur að rekja til landanna við Miðjarðarhaf, hafa meira áberandi bauga í kringum augun.

Þriðja mögulega orsökin fyrir baugum eru pokar undir augum, sem geta myndast með aldri, í veikindum, svo sem hjartabilun, og stundum við það eitt að liggja út af. Þessir pokar geta varpað skugga undir augun, þannig að það sýnast vera baugar undir augunum.

Jafnframt má geta þess að sum augu liggja djúpt, þannig að augabrúnir varpa skugga kringum augun.

Blint fólk getur haft bauga undir augum líkt og aðrir. Ef um augnsjúkdóma er að ræða sem lýsa sér í innföllnum augum eða auknu blóðflæði í kringum augun getur það aukið á baugana.

Lítið er vitað um meðferð við þessu fyrirbæri, þar sem þetta er venjulega ekki talið sjúklegt. Reyna má þó kalda bakstra til að freista þess að draga saman æðarnar. Einnig hefur í völdum tilvikum verið greint frá góðum árangri með leysiaðgerðum. Framleiðendur ýmissa húðkrema hafa einnig haldið fram gildi þeirra við að minnka "augnbaugana" en það er þó ósannað....