Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?

ÞV

Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnum, fjarri öllum himinhnöttum, þá er þar ekkert súrefni að finna og raunar hverfandi lítið af efni yfirleitt. Efnisklumpur gæti því ekki brunnið þar, hversu eldfimt sem efnið er hér á jörðinni.

Við getum hins vegar hugsað okkur að við förum með efni í lokuðu hylki út í geiminn, þar á meðal súrefnisgas. Eldfim efni geta þá brunnið í slíku hylki meðan nægilegt súrefni er í því.

Kertalogi og annar eldur stígur upp á við vegna þess að gösin sem myndast við brunann eru heitari og léttari en loftið í kring. Þetta gerist ekki í þyngdarleysi þar sem bæði loftið og gösin frá brunanum eru þyngdarlaus og það er í rauninni ekkert sem heitir "niður" eða "upp". Ef við hugsum okkur bruna á tilteknum stað mundu gösin frá honum því leita í allar áttir jafnt. Bruninn getur engu að síður haldist meðan nóg er af súrefni sem kemst að staðnum þar sem bruninn fer fram.

Sjá svar Ágústs Kvarans við spurningunni Hvað er kertalogi? og önnur svör sem hægt er að kalla fram með því að setja orðin "bruni" eða "eldur" inn í leitarvél Vísindavefsins efst til vinstri á skjánum.Mynd: NASA - EIT (Extreme ultraviolet Imaging Telescope)

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

8.5.2002

Spyrjandi

Páll Reynisson

Tilvísun

ÞV. „Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2002. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2370.

ÞV. (2002, 8. maí). Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2370

ÞV. „Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2002. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2370>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?
Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnum, fjarri öllum himinhnöttum, þá er þar ekkert súrefni að finna og raunar hverfandi lítið af efni yfirleitt. Efnisklumpur gæti því ekki brunnið þar, hversu eldfimt sem efnið er hér á jörðinni.

Við getum hins vegar hugsað okkur að við förum með efni í lokuðu hylki út í geiminn, þar á meðal súrefnisgas. Eldfim efni geta þá brunnið í slíku hylki meðan nægilegt súrefni er í því.

Kertalogi og annar eldur stígur upp á við vegna þess að gösin sem myndast við brunann eru heitari og léttari en loftið í kring. Þetta gerist ekki í þyngdarleysi þar sem bæði loftið og gösin frá brunanum eru þyngdarlaus og það er í rauninni ekkert sem heitir "niður" eða "upp". Ef við hugsum okkur bruna á tilteknum stað mundu gösin frá honum því leita í allar áttir jafnt. Bruninn getur engu að síður haldist meðan nóg er af súrefni sem kemst að staðnum þar sem bruninn fer fram.

Sjá svar Ágústs Kvarans við spurningunni Hvað er kertalogi? og önnur svör sem hægt er að kalla fram með því að setja orðin "bruni" eða "eldur" inn í leitarvél Vísindavefsins efst til vinstri á skjánum.Mynd: NASA - EIT (Extreme ultraviolet Imaging Telescope) ...