Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Sigurður Steinþórsson

Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið sjálft sé hálfgrafið í eigin hraunum þannig að aðeins hluti þess sést ofanjarðar. Dæmi um það er Skjaldbreiður, sem mælist um 15 km3 ofanjarðar, það er ofan við jafnsléttu umhverfisins. Þyngdarmælingar Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings benda til þess að rúmmál fjallsins sé í rauninni um 35 km3, en neðri hlutinn sé hulinn hraunum.

Á seinni árum er farið að tala um eldstöðvakerfi fremur en einstakar eldstöðvar. Tökum sem dæmi eitt af tæplega 30 slíkum eldstöðvakerfum hér á landi, Kröflu eða Kröflukerfið. Þar er sporöskjulaga askja, rúmir 10 km í þvermál, en gegnum öskjuna frá norðri til suðurs liggur um 100 km langt og 10 km breitt sprungubelti. Askjan er hluti megineldstöðvar sem myndar miðju Kröflukerfisins. Megineldstöðvar eru skilgreindar með einum eða fleirum af eftirtöldum eiginleikum sínum:
  • Þar verða síendurtekin eldgos
  • Þar eru margvíslegar bergtegundir, frá basískum til súrra
  • Þar eru háhitasvæði
Á rekbeltum Íslands situr hver megineldstöð á skurðpunktinum milli flekaskila Ameríku- og Evrasíuflekanna annars vegar, og sprungusveims megineldstöðvarinnar hins vegar. Á meðfylgjandi mynd sést að flekaskilin undir Kröflu stefna NNV en sprungusveimurinn NNA.



Í rótum Kröflu-öskjunnar er kvikuhólf á um 3 km dýpi og undir því djúpur stöpull sem er einnig hluti af eldstöðinni. Ætla má að hinn 100 km langi sprungusveimur út frá megineldstöðinni sé að minnsta kosti 3 km djúpur (og 10 km breiður). Samkvæmt því væri rúmmál þessa eldstöðvakerfis, sá hluti þess sem myndast hefur eftir ísöld — á síðustu 10.000 árum — meira en 3000 km3. Af því rúmmáli er langstærsti hlutinn neðanjarðar.

Utan rekbeltanna tengjast megineldstöðvar ekki sýnilegum sprungubeltum. Auk Öræfajökuls eru kunn dæmi um slíkar eldstöðvar hér á landi Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og Snæfell.

Skoðið einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.5.2002

Spyrjandi

Anna Hansen

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2372.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 8. maí). Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2372

Sigurður Steinþórsson. „Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2372>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?
Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið sjálft sé hálfgrafið í eigin hraunum þannig að aðeins hluti þess sést ofanjarðar. Dæmi um það er Skjaldbreiður, sem mælist um 15 km3 ofanjarðar, það er ofan við jafnsléttu umhverfisins. Þyngdarmælingar Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings benda til þess að rúmmál fjallsins sé í rauninni um 35 km3, en neðri hlutinn sé hulinn hraunum.

Á seinni árum er farið að tala um eldstöðvakerfi fremur en einstakar eldstöðvar. Tökum sem dæmi eitt af tæplega 30 slíkum eldstöðvakerfum hér á landi, Kröflu eða Kröflukerfið. Þar er sporöskjulaga askja, rúmir 10 km í þvermál, en gegnum öskjuna frá norðri til suðurs liggur um 100 km langt og 10 km breitt sprungubelti. Askjan er hluti megineldstöðvar sem myndar miðju Kröflukerfisins. Megineldstöðvar eru skilgreindar með einum eða fleirum af eftirtöldum eiginleikum sínum:
  • Þar verða síendurtekin eldgos
  • Þar eru margvíslegar bergtegundir, frá basískum til súrra
  • Þar eru háhitasvæði
Á rekbeltum Íslands situr hver megineldstöð á skurðpunktinum milli flekaskila Ameríku- og Evrasíuflekanna annars vegar, og sprungusveims megineldstöðvarinnar hins vegar. Á meðfylgjandi mynd sést að flekaskilin undir Kröflu stefna NNV en sprungusveimurinn NNA.



Í rótum Kröflu-öskjunnar er kvikuhólf á um 3 km dýpi og undir því djúpur stöpull sem er einnig hluti af eldstöðinni. Ætla má að hinn 100 km langi sprungusveimur út frá megineldstöðinni sé að minnsta kosti 3 km djúpur (og 10 km breiður). Samkvæmt því væri rúmmál þessa eldstöðvakerfis, sá hluti þess sem myndast hefur eftir ísöld — á síðustu 10.000 árum — meira en 3000 km3. Af því rúmmáli er langstærsti hlutinn neðanjarðar.

Utan rekbeltanna tengjast megineldstöðvar ekki sýnilegum sprungubeltum. Auk Öræfajökuls eru kunn dæmi um slíkar eldstöðvar hér á landi Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og Snæfell.

Skoðið einnig svör sama höfundar við spurningunum:...