Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?

UA

Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði. Ef slagæð verður fyrir skaða getur það valdið miklu blóðtapi vegna innri og ytri blæðinga í líkamanum. Svo mikill þrýstingur er í slagæðum að blóðið hreinlega spýtist út.

Ef fullorðinn maður tapar meira en lítra er það talið mikið, enda er það meira en tvöfalt á við venjulega blóðgjöf í blóðbanka. Börn teljast hafa misst mikið blóð ef þau missa meira en 3 desilítra. Sá sem missir mikið blóð finnur oft til óróa, þorsta og ógleði og húðin verður köld, föl og þvöl. Púlsinn verður veikur því blóðþrýstingurinn fellur og líffærin eiga í erfiðleikum með að starfa á eðlilegan hátt. Blóðið sem eftir er í líkamanum fullnægir ekki alltaf súrefnisþörf líkamans og án blóðgjafar og meðhöndlunar getur því mikið blóðtap valdið losti, meðvitundarleysi og dauða.



Mynd: HB

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

13.5.2002

Spyrjandi

Sveinbjörn Egilson

Tilvísun

UA. „Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2002, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2379.

UA. (2002, 13. maí). Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2379

UA. „Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2002. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2379>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?
Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði. Ef slagæð verður fyrir skaða getur það valdið miklu blóðtapi vegna innri og ytri blæðinga í líkamanum. Svo mikill þrýstingur er í slagæðum að blóðið hreinlega spýtist út.

Ef fullorðinn maður tapar meira en lítra er það talið mikið, enda er það meira en tvöfalt á við venjulega blóðgjöf í blóðbanka. Börn teljast hafa misst mikið blóð ef þau missa meira en 3 desilítra. Sá sem missir mikið blóð finnur oft til óróa, þorsta og ógleði og húðin verður köld, föl og þvöl. Púlsinn verður veikur því blóðþrýstingurinn fellur og líffærin eiga í erfiðleikum með að starfa á eðlilegan hátt. Blóðið sem eftir er í líkamanum fullnægir ekki alltaf súrefnisþörf líkamans og án blóðgjafar og meðhöndlunar getur því mikið blóðtap valdið losti, meðvitundarleysi og dauða.



Mynd: HB

...