Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísindavefsins.

Áætla má að um 150.000 gestir hafi sótt Vísindavefinn heim árið 2001, en þá er miðað við að hver gestur sé ekki talinn oftar en einu sinni á sólarhring. Gestafjöldinn á viku hefur aukist nokkuð síðan þá og búast má við að gestafjöldinn árið 2002 nái vel yfir 200.000.

Árið 2000 voru um 1185 svör birt, 5000 spurningar til viðbótar voru sendar til vefsins og fjöldi gesta var um 90.000.

Þegar þetta er skrifað í maí 2002 hafa samtals borist um 12.500 spurningar til Vísindavefsins. Birt svör eru orðin um 2300 og sú tala hækkar yfirleitt um 20-30 á viku. Spurningar sem bíða svars eru tæplega 4000.

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.5.2002

Spyrjandi

Ásgeir Torfason

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2387.

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 15. maí). Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2387

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2387>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?
Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísindavefsins.

Áætla má að um 150.000 gestir hafi sótt Vísindavefinn heim árið 2001, en þá er miðað við að hver gestur sé ekki talinn oftar en einu sinni á sólarhring. Gestafjöldinn á viku hefur aukist nokkuð síðan þá og búast má við að gestafjöldinn árið 2002 nái vel yfir 200.000.

Árið 2000 voru um 1185 svör birt, 5000 spurningar til viðbótar voru sendar til vefsins og fjöldi gesta var um 90.000.

Þegar þetta er skrifað í maí 2002 hafa samtals borist um 12.500 spurningar til Vísindavefsins. Birt svör eru orðin um 2300 og sú tala hækkar yfirleitt um 20-30 á viku. Spurningar sem bíða svars eru tæplega 4000....