Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðasamband með sögninni að berast og nafnorðinu banaspjót er þekkt þegar í fornmáli sem berask banaspjót eptir í merkingunni 'sækja hvor að öðrum með vopni' (það er elta hvor annan með vopnum) og eru dæmi um það fram eftir öldum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar og er þar bæði gefið Hvör ber eftir öðrum banaspjótið og Þeir berast á banaspjótin. Í báðum tilvikum stendur banaspjót í þolfalli.
Elsta dæmi um þá gerð orðasambandsins sem notuð er í dag, berast á banaspjótum 'sækjast hvor eftir annars lífi', er frá 18. öld. Frá 19. öld þekkist notkunin berast banaspjót á, sögnin berast er í gagnverkandi merkingu 'bera hvor á annan' og á er atviksorð en ekki forsetning. Síðar hafa menn misskilið notkun atviksorðsins og talið að um forsetningu væri að ræða. Þar sem eðlilegt var að á stýrði þágufalli breyttist þolfallið í þágufall og banaspjótin varð banaspjótum. Breyting sem þessi er oft nefnd alþýðuskýring.
Heimild:
Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. I, 40–41.
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?“ Vísindavefurinn, 30. október 2009, sótt 30. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=23884.
Guðrún Kvaran. (2009, 30. október). Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23884
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23884>.