Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því hve langt þær eru frá sólinni. Sólin heldur þeim á braut um sig með þyndaraflinu og á sama hátt halda reikistjörnurnar fylgitunglum sínum á braut um sig, ef þær hafa svoleiðis.Þegar talað er um stjörnur í daglegu tali er oft átt við allar þær stjörnur sem sjást á næturhimninum. Það sem stjörnufræðingar kalla hins vegar stjörnur eru sólstjörnur, stórir gashnettir líkir sólinni okkar. Þær geta þó verið mikið stærri eða nokkuð minni en sólin okkar, sem er ósköp dæmigerð sólstjarna.
Mikið hefur verið ritað á Vísindavefnum um sólkerfið okkar, sólina og reikistjörnurnar. Áhugasömum lesendum er bent á leitarvélina okkar; þar má finna lengri og flóknari svör en þetta, sem er skrifað með aldur spyrjendanna í huga. Mynd: NASA's Planetary Photojournal Catalog Page
Hér var einnig svarað spurningunni
Er sólin stærsta stjarnan í sólkerfinu?