Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?

Jón Már Halldórsson

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar.

Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar tegundir ættarinnar hafa fleiri eða færri slíka brodda, til dæmis er evrópska tegundin Spinachia spinachia með fimmtán brodda á bakinu og Norður-Ameríska tegundin Apeltes quadra cus með fjóra brodda.

Hornsíli finnst nánast um allt norðurhvelið ýmist í fersku vatni, ísöltu eða söltu. Hornsílin eru smáir fiskar frá 5 til 10 sentímetrar að stærð en mjög mikill breytileiki er á stærð ólíkra afbrigða.

Atferli hornsíla er mjög sérstakt, sérstaklega hjá hængnum sem á hrygningartíma á vorin byggir sér kúluhús sem samanstendur af vatnaplöntum. Þessi hýbíli laða hrygnur að og hrygna þær í kúluhúsið. Því næst frjóvgar hængurinn eggin með því að sprauta svili sínu yfir eggin og heldur síðan vörð um húsið og "eggin sín" þangað til þau klekkjast út eftir nokkra daga. Seiðin halda til í kúluhúsinu í um eina viku áður en þau halda út í hinn stóra heim.

Fæðuhættir hornsíla eru mjög breytilegir eftir búsvæðum. Oftast samanstendur fæða þeirra af smáum sjávar- eða ferskvatnshryggleysingjum sem þau finna í botnsetinu til dæmis tubifex-ormum. Dæmi um breytileika í atferli hornsíla er hvernig þau bera sig að í fæðuleit í botnseti. Í stöðuvötnum stingur hornsílið trýninu beint 90° í botnsetið en hornsíli sem lifa í straumvatni stinga trýninu í 45 °við botn.Hornsíli syndir í sjávargróðri

Heimildir og myndir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.5.2002

Síðast uppfært

7.6.2018

Spyrjandi

Huginn Ragnarsson, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2002, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2394.

Jón Már Halldórsson. (2002, 17. maí). Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2394

Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2002. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2394>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar.

Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar tegundir ættarinnar hafa fleiri eða færri slíka brodda, til dæmis er evrópska tegundin Spinachia spinachia með fimmtán brodda á bakinu og Norður-Ameríska tegundin Apeltes quadra cus með fjóra brodda.

Hornsíli finnst nánast um allt norðurhvelið ýmist í fersku vatni, ísöltu eða söltu. Hornsílin eru smáir fiskar frá 5 til 10 sentímetrar að stærð en mjög mikill breytileiki er á stærð ólíkra afbrigða.

Atferli hornsíla er mjög sérstakt, sérstaklega hjá hængnum sem á hrygningartíma á vorin byggir sér kúluhús sem samanstendur af vatnaplöntum. Þessi hýbíli laða hrygnur að og hrygna þær í kúluhúsið. Því næst frjóvgar hængurinn eggin með því að sprauta svili sínu yfir eggin og heldur síðan vörð um húsið og "eggin sín" þangað til þau klekkjast út eftir nokkra daga. Seiðin halda til í kúluhúsinu í um eina viku áður en þau halda út í hinn stóra heim.

Fæðuhættir hornsíla eru mjög breytilegir eftir búsvæðum. Oftast samanstendur fæða þeirra af smáum sjávar- eða ferskvatnshryggleysingjum sem þau finna í botnsetinu til dæmis tubifex-ormum. Dæmi um breytileika í atferli hornsíla er hvernig þau bera sig að í fæðuleit í botnseti. Í stöðuvötnum stingur hornsílið trýninu beint 90° í botnsetið en hornsíli sem lifa í straumvatni stinga trýninu í 45 °við botn.Hornsíli syndir í sjávargróðri

Heimildir og myndir

...