Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?

Stefán Gíslason

Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu.

Eitt af því mikilvægasta sem neytendur gera til að stuðla að bættu umhverfi, er að spyrja eftir umhverfisvænum vörum í verslunum. Það hefur nefnilega engin áhrif á framboð slíks varnings þó að neytendur skimi þöglir í kringum sig í leit að honum. Vilji neytandinn láta til sín taka þarf rödd hans að heyrast. Eftirspurn sem ekki nær eyrum þeirra sem sjá um framboðið, er engin eftirspurn.

En hvað er þá umhverfisvæn vara? Framleiðendur keppast við að telja okkur trú um að hin eða þessa vara sé umhverfisvæn. Stundum eru þessar fullyrðingar réttar en stundum villandi. Hér koma umhverfismerkin okkur til hjálpar. Umhverfismerki fela í sér vottun óháðs aðila á að viðkomandi vara standist tilteknar kröfur um gæði og umhverfislegt ágæti. Þar með er tryggt að varan hafi minni neikvæð áhrif á umhverfið en gengur og gerist með vörur til sömu nota.

Í hillum íslenskra verslana sjást nær eingöngu tvö umhverfismerki af þessu tagi, annars vegar Norræni svanurinn og hins vegar sænska merkið Bra Miljöval. Þar við bætast merki sem votta lífrænan uppruna matvöru, snyrtivöru og fleira. Í þessum hópi er merki íslensku vottunarstofunnar Tún, svo og erlend merki á borð við hið norska DEBIO, hið sænska KRAV, hið danska Ø-merki og hið hollenska EKO-merki.

Neytandi sem gefur glöggt til kynna að hann vilji fá umhverfismerkta vöru, setur af stað ákveðna keðjuverkun. Ef varan selst vel eða ef afgreiðslufólkið fær fjölda fyrirspurna um hana, þá berast boðin greiðlega til eigenda smásöluverslananna, sem síðan koma þeim áleiðis til heildsala eða birgja, og þaðan áfram til innflytjenda eða framleiðenda. Þannig myndast þrýstingur neðan frá og upp vörukeðjuna (Supply Chain), og áhrifin koma fyrr en síðar fram á framleiðslustiginu.

Í stuttu máli ráða neytendur því sem þeir vilja ráða. Í lýðræðissamfélögum eru það jú líka neytendur sem kjósa til sveitarstjórna og þjóðþinga og þannig er líka hægt að stuðla að bættu umhverfi. Það versta sem neytandinn gerir er að trúa því að hann hafi engin áhrif. Í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, á vel við kínverskt máltæki sem segir „mörg lítil verk sem margt lítið fólk vinnur á mörgum litlum stöðum, geta breytt heiminum.“

Höfundur

Stefán Gíslason

umhverfisstjórnunarfræðingur MSc

Útgáfudagur

21.5.2002

Spyrjandi

Ragnar Gylfason, f. 1985

Tilvísun

Stefán Gíslason. „Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2002, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2400.

Stefán Gíslason. (2002, 21. maí). Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2400

Stefán Gíslason. „Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2002. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2400>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?
Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu.

Eitt af því mikilvægasta sem neytendur gera til að stuðla að bættu umhverfi, er að spyrja eftir umhverfisvænum vörum í verslunum. Það hefur nefnilega engin áhrif á framboð slíks varnings þó að neytendur skimi þöglir í kringum sig í leit að honum. Vilji neytandinn láta til sín taka þarf rödd hans að heyrast. Eftirspurn sem ekki nær eyrum þeirra sem sjá um framboðið, er engin eftirspurn.

En hvað er þá umhverfisvæn vara? Framleiðendur keppast við að telja okkur trú um að hin eða þessa vara sé umhverfisvæn. Stundum eru þessar fullyrðingar réttar en stundum villandi. Hér koma umhverfismerkin okkur til hjálpar. Umhverfismerki fela í sér vottun óháðs aðila á að viðkomandi vara standist tilteknar kröfur um gæði og umhverfislegt ágæti. Þar með er tryggt að varan hafi minni neikvæð áhrif á umhverfið en gengur og gerist með vörur til sömu nota.

Í hillum íslenskra verslana sjást nær eingöngu tvö umhverfismerki af þessu tagi, annars vegar Norræni svanurinn og hins vegar sænska merkið Bra Miljöval. Þar við bætast merki sem votta lífrænan uppruna matvöru, snyrtivöru og fleira. Í þessum hópi er merki íslensku vottunarstofunnar Tún, svo og erlend merki á borð við hið norska DEBIO, hið sænska KRAV, hið danska Ø-merki og hið hollenska EKO-merki.

Neytandi sem gefur glöggt til kynna að hann vilji fá umhverfismerkta vöru, setur af stað ákveðna keðjuverkun. Ef varan selst vel eða ef afgreiðslufólkið fær fjölda fyrirspurna um hana, þá berast boðin greiðlega til eigenda smásöluverslananna, sem síðan koma þeim áleiðis til heildsala eða birgja, og þaðan áfram til innflytjenda eða framleiðenda. Þannig myndast þrýstingur neðan frá og upp vörukeðjuna (Supply Chain), og áhrifin koma fyrr en síðar fram á framleiðslustiginu.

Í stuttu máli ráða neytendur því sem þeir vilja ráða. Í lýðræðissamfélögum eru það jú líka neytendur sem kjósa til sveitarstjórna og þjóðþinga og þannig er líka hægt að stuðla að bættu umhverfi. Það versta sem neytandinn gerir er að trúa því að hann hafi engin áhrif. Í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, á vel við kínverskt máltæki sem segir „mörg lítil verk sem margt lítið fólk vinnur á mörgum litlum stöðum, geta breytt heiminum.“

...