Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sósíaldemókrati?

HS

Sósíaldemókrati kallast sá sem aðhyllist sósíaldemokratisma eða jafnaðarstefnu eins og stefnan kallast á íslensku.

Jafnaðarstefnan byggðist upphaflega á kenningum Karl Marx en síðar var lögð áhersla á bætt launakjör auk félagslegra og efnahagslega umbóta "innan ramma hins kapítalíska þjóðfélags í anda umbótastefnu og endurskoðunarstefnu" eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni frá 1990. Á millistríðsárunum héldu margir jafnaðarmannaflokkar í Evrópu kenningum Marx á lofti en eftir seinna stríð fjarlægðust flokkarnir hugmyndir hans mjög. Í dag er stefna jafnaðarmanna ekki lengur að koma á sósíalísku þjóðfélagi heldur velferðarríki.

Fyrsti jafnaðarmannaflokkurinn var stofnaður árið 1869 í Þýskalandi. Jafnaðarstefnan á einkum fylgi að fagna í Vestur-Evrópu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.5.2002

Spyrjandi

Atli Rafnsson

Tilvísun

HS. „Hvað er sósíaldemókrati?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2002, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2401.

HS. (2002, 21. maí). Hvað er sósíaldemókrati? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2401

HS. „Hvað er sósíaldemókrati?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2002. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2401>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sósíaldemókrati?
Sósíaldemókrati kallast sá sem aðhyllist sósíaldemokratisma eða jafnaðarstefnu eins og stefnan kallast á íslensku.

Jafnaðarstefnan byggðist upphaflega á kenningum Karl Marx en síðar var lögð áhersla á bætt launakjör auk félagslegra og efnahagslega umbóta "innan ramma hins kapítalíska þjóðfélags í anda umbótastefnu og endurskoðunarstefnu" eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni frá 1990. Á millistríðsárunum héldu margir jafnaðarmannaflokkar í Evrópu kenningum Marx á lofti en eftir seinna stríð fjarlægðust flokkarnir hugmyndir hans mjög. Í dag er stefna jafnaðarmanna ekki lengur að koma á sósíalísku þjóðfélagi heldur velferðarríki.

Fyrsti jafnaðarmannaflokkurinn var stofnaður árið 1869 í Þýskalandi. Jafnaðarstefnan á einkum fylgi að fagna í Vestur-Evrópu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: