Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er til stórt Ð?

Spurningin er sjálfsagt til komin af því að bókstafurinn ð kemur aldrei fyrir í upphafi orða og þarafleiðandi hvorki í upphafi setninga né fremst í sérnöfnum þar sem við höfum hástafi (stóra stafi). Í venjulegum texta eins og þessum hér er þess vegna engin þörf á stóru Ð.

Hins vegar kemur oft fyrir að við skrifum heil orð með HÁSTÖFUM, til dæmis í fyrirsögnum. Á tölvuöld getur líka verið þægilegt að skrifa ÁHERSLUORÐ í textum með hástöfum, til að mynda í tölvupósti þar sem ekki er kostur á öðrum leturbreytingum eins og skáletri. Hástafirnir skila sér líka betur milli mismunandi miðla og forrita en aðrar leturbreytingar.

STÓRT Ð ER SEM SAGT TIL AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER EINFALDLEGA ÞÖRF Á ÞVÍ ÞRÁTT FYRIR ALLT.Mynd: HB

Útgáfudagur

22.5.2002

Spyrjandi

Guðrún Egilsdóttir, fædd 1988

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er til stórt Ð?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2002. Sótt 21. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2403.

ÞV. (2002, 22. maí). Af hverju er til stórt Ð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2403

ÞV. „Af hverju er til stórt Ð?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2002. Vefsíða. 21. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2403>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Helga Zoega

1976

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild HÍ. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað.