Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?

Sævar Helgi Bragason



Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tunglsins. Hvar eru stjörnurnar?

Við vitum að á dimmum heiðskírum nóttum hér jörðinni sjáum við þúsundir stjarna við góð skilyrði. Flestir vita sjálfsagt að á tunglinu er enginn lofthjúpur eins og er á jörðinni og því er ekkert veðrakerfi þar með tilheyrandi skýjum og vindi sem gæti hindrað sýn okkar út í geiminn.

Á jörðinni dreifir þykkur niturlofthjúpur sólarljósinu um allan himininn svo að hann sýnist blár. Þess vegna er himinninn bjartur á daginn. Án sólarljóss er himinninn dimmur og þá sjáum við oftast stjörnurnar, það er ef ský og ljósmengun frá mannvirkjum trufla ekki. Skortur á lofthjúpi á tunglinu gerir það að verkum að himinninn er alltaf dimmur, jafnvel þegar sólin er í hæsta punkti og það þýðir að auðvelt er að sjá stjörnurnar, jafnvel að degi til. Stjörnurnar eru hins vegar hvergi sjáanlegar á myndunum frá tunglinu, en fyrir því er ósköp einföld ástæða: Þær eru alltof daufar til þess að sjást á þess konar ljósmyndum.

Lokaðu augunum sem snöggvast og láttu sem þú sért geimfari á yfirborði tunglsins. Líkt og allir aðrir vilt þú eiga minningar um þessa ógleymanlegu ferð og ætlar því að taka mynd af ferðafélaga þínum. Hvernig stillirðu myndavélina? Sólin er lágt á lofti, því allar tungllendingar voru framkvæmdar snemma morguns á tungltíma. Yfirborðið er bjart vegna endurvarps frá sólinni og félagi þinn er í hvítum búningi sem gerir illt verra með því að endurvarpa ljósinu enn meir.

Til þess að taka mynd af svo björtum hlut á björtum bakgrunni þarf tökutíminn að vera stuttur og ljósopið verður að vera lítið; svona eins og þegar við pírum augum á björtum degi til þess að fá ekki ofbirtu í augun. Þetta þýðir að myndin sem þú tekur er stillt fyrir björt fyrirbæri. Fjarlægar stjörnur eru hins vegar dauf fyrirbæri. Tunglmyndirnar voru teknar á svo stuttum tökutíma að ljósið frá stjörnunum hafði einfaldlega ekki tíma til að stimpla sig á filmuna. Hér skiptir engu hvort himininn sé svartur eða ekki, eða hvort lofthjúp skortir, heldur er þetta einungis spurning um tökutíma.

Við skorum á þá lesendur sem hafa efasemdir að prófa að taka mynd af stjörnunum á dimmri heiðskírri nóttu og beita sömu aðferð og geimfararnir við að taka myndina. Á myndinni verða engar stjörnur sjáanlegar. Þess vegna bregða stjörnuljósmyndarar á það ráð að taka myndir af stjörnunum á löngum tíma. Þess má einnig geta til gamans að kvikmyndatökuvélar eru ekki nægilega öflugar til að ná mynd af stjörnunum en það er oft ekki tekið til greina í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í dag.

Mynd: NASA

Heimildir:

Plait, Philip: Bad Astronomy: Misconceptions and Misuses Revealed from Astrology to the Moon Landing "Hoax".Wiley and Sons, Bandaríkin, 2002.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

22.5.2002

Spyrjandi

Eirikur Sigurðarson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu? “ Vísindavefurinn, 22. maí 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2406.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 22. maí). Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2406

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu? “ Vísindavefurinn. 22. maí. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2406>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?


Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tunglsins. Hvar eru stjörnurnar?

Við vitum að á dimmum heiðskírum nóttum hér jörðinni sjáum við þúsundir stjarna við góð skilyrði. Flestir vita sjálfsagt að á tunglinu er enginn lofthjúpur eins og er á jörðinni og því er ekkert veðrakerfi þar með tilheyrandi skýjum og vindi sem gæti hindrað sýn okkar út í geiminn.

Á jörðinni dreifir þykkur niturlofthjúpur sólarljósinu um allan himininn svo að hann sýnist blár. Þess vegna er himinninn bjartur á daginn. Án sólarljóss er himinninn dimmur og þá sjáum við oftast stjörnurnar, það er ef ský og ljósmengun frá mannvirkjum trufla ekki. Skortur á lofthjúpi á tunglinu gerir það að verkum að himinninn er alltaf dimmur, jafnvel þegar sólin er í hæsta punkti og það þýðir að auðvelt er að sjá stjörnurnar, jafnvel að degi til. Stjörnurnar eru hins vegar hvergi sjáanlegar á myndunum frá tunglinu, en fyrir því er ósköp einföld ástæða: Þær eru alltof daufar til þess að sjást á þess konar ljósmyndum.

Lokaðu augunum sem snöggvast og láttu sem þú sért geimfari á yfirborði tunglsins. Líkt og allir aðrir vilt þú eiga minningar um þessa ógleymanlegu ferð og ætlar því að taka mynd af ferðafélaga þínum. Hvernig stillirðu myndavélina? Sólin er lágt á lofti, því allar tungllendingar voru framkvæmdar snemma morguns á tungltíma. Yfirborðið er bjart vegna endurvarps frá sólinni og félagi þinn er í hvítum búningi sem gerir illt verra með því að endurvarpa ljósinu enn meir.

Til þess að taka mynd af svo björtum hlut á björtum bakgrunni þarf tökutíminn að vera stuttur og ljósopið verður að vera lítið; svona eins og þegar við pírum augum á björtum degi til þess að fá ekki ofbirtu í augun. Þetta þýðir að myndin sem þú tekur er stillt fyrir björt fyrirbæri. Fjarlægar stjörnur eru hins vegar dauf fyrirbæri. Tunglmyndirnar voru teknar á svo stuttum tökutíma að ljósið frá stjörnunum hafði einfaldlega ekki tíma til að stimpla sig á filmuna. Hér skiptir engu hvort himininn sé svartur eða ekki, eða hvort lofthjúp skortir, heldur er þetta einungis spurning um tökutíma.

Við skorum á þá lesendur sem hafa efasemdir að prófa að taka mynd af stjörnunum á dimmri heiðskírri nóttu og beita sömu aðferð og geimfararnir við að taka myndina. Á myndinni verða engar stjörnur sjáanlegar. Þess vegna bregða stjörnuljósmyndarar á það ráð að taka myndir af stjörnunum á löngum tíma. Þess má einnig geta til gamans að kvikmyndatökuvélar eru ekki nægilega öflugar til að ná mynd af stjörnunum en það er oft ekki tekið til greina í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í dag.

Mynd: NASA

Heimildir:

Plait, Philip: Bad Astronomy: Misconceptions and Misuses Revealed from Astrology to the Moon Landing "Hoax".Wiley and Sons, Bandaríkin, 2002....