Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar?

ÞV

Svarið er já, það væri væntanlega hægt, en ekki er þar með sagt að það væri skynsamlegt.

Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? þá kostar það mikla orku að sundra vatnssameindum (H2O) og vinna þannig súrefni úr vatni. Kafarinn þyrfti því að hafa með sér einhvern búnað til að gera þetta og einnig orkugjafa, það er að segja eitthvert efni sem gæfi frá sér þá orku sem þarf. Vandséð er að hagkvæmara væri að taka þetta allt með sér heldur en súrefnið sjálft í tiltölulega einföldum kútum. Þá má hafa í huga að súrefni er auðfengið hér við yfirborð jarðar þar sem það er óbundið í andrúmsloftinu.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.5.2002

Spyrjandi

Vilhelm Yngvi Kristinsson

Tilvísun

ÞV. „Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2002. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2407.

ÞV. (2002, 22. maí). Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2407

ÞV. „Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2002. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar?
Svarið er já, það væri væntanlega hægt, en ekki er þar með sagt að það væri skynsamlegt.

Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? þá kostar það mikla orku að sundra vatnssameindum (H2O) og vinna þannig súrefni úr vatni. Kafarinn þyrfti því að hafa með sér einhvern búnað til að gera þetta og einnig orkugjafa, það er að segja eitthvert efni sem gæfi frá sér þá orku sem þarf. Vandséð er að hagkvæmara væri að taka þetta allt með sér heldur en súrefnið sjálft í tiltölulega einföldum kútum. Þá má hafa í huga að súrefni er auðfengið hér við yfirborð jarðar þar sem það er óbundið í andrúmsloftinu....