Sólin Sólin Rís 07:26 • sest 19:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:03 • Sest 19:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík

Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?

Sævar Helgi BragasonTunglið ferðast mjög hratt, en á hverri sekúndu fer það 1,02 km á braut sinni umhverfis jörðina. Til samanburðar má nefna að jörðin ferðast 30 km á sekúndu á braut sinni umhverfis sólina, sem sjálf ferðast 250 km á sekúndu á hringferð sinni umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Frá jörðu séð virðist tunglið færast í austurátt, í gegnum stjörnumerkin frá einum degi til annars. Dagleg færsla tunglsins í austurátt á himninum er að meðaltali 13,2° og fer það því einn hring um jörðina á 27,3 dögum, miðað við fastastjörnurnar. Á einni klukkustund færist tunglið lítið eitt meira en ½°, sem er aðeins meira en þvermál þess á himninum. Afleiðing þessarar færslu er að tunglris verður að meðaltali 50 mínútum síðar frá degi til dags.

Heimild:

Freedman, R. A. og Kaufmann, William. Universe. W. H. Freedman and Company, New York, 1998. 5. útgáfa.Mynd: HB

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.5.2002

Spyrjandi

Eva Kristín Dal, f. 1985

Efnisorð

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2002. Sótt 21. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2409.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 23. maí). Hversu hratt snýst tunglið um jörðina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2409

Sævar Helgi Bragason. „Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2002. Vefsíða. 21. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2409>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?


Tunglið ferðast mjög hratt, en á hverri sekúndu fer það 1,02 km á braut sinni umhverfis jörðina. Til samanburðar má nefna að jörðin ferðast 30 km á sekúndu á braut sinni umhverfis sólina, sem sjálf ferðast 250 km á sekúndu á hringferð sinni umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Frá jörðu séð virðist tunglið færast í austurátt, í gegnum stjörnumerkin frá einum degi til annars. Dagleg færsla tunglsins í austurátt á himninum er að meðaltali 13,2° og fer það því einn hring um jörðina á 27,3 dögum, miðað við fastastjörnurnar. Á einni klukkustund færist tunglið lítið eitt meira en ½°, sem er aðeins meira en þvermál þess á himninum. Afleiðing þessarar færslu er að tunglris verður að meðaltali 50 mínútum síðar frá degi til dags.

Heimild:

Freedman, R. A. og Kaufmann, William. Universe. W. H. Freedman and Company, New York, 1998. 5. útgáfa.Mynd: HB

...