Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sjávarfló?

Jón Már Halldórsson

Í flokkunarfræðilegu tilliti er engin tiltekin tegund eða flokkur dýra undir heitinu sjávarfló. Hugsanlegt er þó að smávaxin krabbadýr sem lifa í sjó og hafa endinguna -fló gangi undir heitinu sjávarflær á meðal almennings.

Þegar talað er um sjávarflær gæti fólk því átt við krabbadýr eins og marflær og botnlægar krabbaflær svo dæmi séu tekin. Víða má rekast á marflær í fjörum hér á landi. Nægir að lyfta upp sæmilega stórum stein og oftast nær iðar allt undir honum af marflóm. Botnlægar krabbaflær er erfiðara að sjá enda mun minni dýr.

Þess má geta til gamans að fyrri liðurinn 'mar-' í orðinu marfló merkir 'sjór' þannig að orðliðirnir í 'sjávarfló' merkja hið sama og liðirnir í 'marfló'.



Marfló af ættkvíslinni Gammarus.

Myndin er fengin af vefsetrinu www.hull.ac.uk

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.5.2002

Spyrjandi

Kristinn Gissurarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er sjávarfló?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2416.

Jón Már Halldórsson. (2002, 24. maí). Hvað er sjávarfló? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2416

Jón Már Halldórsson. „Hvað er sjávarfló?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sjávarfló?
Í flokkunarfræðilegu tilliti er engin tiltekin tegund eða flokkur dýra undir heitinu sjávarfló. Hugsanlegt er þó að smávaxin krabbadýr sem lifa í sjó og hafa endinguna -fló gangi undir heitinu sjávarflær á meðal almennings.

Þegar talað er um sjávarflær gæti fólk því átt við krabbadýr eins og marflær og botnlægar krabbaflær svo dæmi séu tekin. Víða má rekast á marflær í fjörum hér á landi. Nægir að lyfta upp sæmilega stórum stein og oftast nær iðar allt undir honum af marflóm. Botnlægar krabbaflær er erfiðara að sjá enda mun minni dýr.

Þess má geta til gamans að fyrri liðurinn 'mar-' í orðinu marfló merkir 'sjór' þannig að orðliðirnir í 'sjávarfló' merkja hið sama og liðirnir í 'marfló'.



Marfló af ættkvíslinni Gammarus.

Myndin er fengin af vefsetrinu www.hull.ac.uk

...