Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geturðu sagt mér um hundakynið Weimaraner?

Jón Már Halldórsson

Hundakynið Weimaraner er afbrigði sem ræktað var fyrir tilstuðlan nokkurra aðalsmanna í Weimar í Þýskalandi snemma á 19. öld. Fyrst voru þessir hundar ræktaðir með það í huga að þeir yrðu veiðimönnum til aðstoðar við veiðar á stórum veiðidýrum eins og dádýrum, úlfum, gaupum og jafnvel bjarndýrum sem þá voru tiltölulega algeng í skógum Mið-Evrópu. Það eru ekki til mörg hundakyn sem hafa hæfileika til veiða líkt og Wiemararner en þeir teljast sérstaklega árásagjarnir veiðihundar auk þess sem þeir eru mjög húsbóndahollir. Nú á dögum er hundurinn mest notaður við fuglaveiðar enda mjög góður sækjari.

Weimaraner hundar eru ákaflega vel byggðir. Hreinræktaðir hundar eru með lafandi eyru og silfurgráan feld. Á ensku kallast hundurinn gray ghost eða gráa vofan vegna draugalegs útlits þeirra. Hundarnir eru 55 til 60 sentímetrar á hæð við herðakamb og 32 til 40 kíló að þyngd.

Á síðustu öld urðu Weimaraner hundar mjög vinsælir víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þeir komu fyrst til Bandaríkjanna 1937 og til Bretlandseyja 1952. Veiðieðli hundanna og athafnasemi gerir það að verkum að þeir þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni allan daginn og því er varhugavert að hafa þá sem heimilishunda.

Myndin er fengin af vefsetrinu www.hunde-fan.de

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.5.2002

Spyrjandi

Helena Valtýsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um hundakynið Weimaraner?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2002, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2417.

Jón Már Halldórsson. (2002, 24. maí). Hvað geturðu sagt mér um hundakynið Weimaraner? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2417

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um hundakynið Weimaraner?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2002. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geturðu sagt mér um hundakynið Weimaraner?
Hundakynið Weimaraner er afbrigði sem ræktað var fyrir tilstuðlan nokkurra aðalsmanna í Weimar í Þýskalandi snemma á 19. öld. Fyrst voru þessir hundar ræktaðir með það í huga að þeir yrðu veiðimönnum til aðstoðar við veiðar á stórum veiðidýrum eins og dádýrum, úlfum, gaupum og jafnvel bjarndýrum sem þá voru tiltölulega algeng í skógum Mið-Evrópu. Það eru ekki til mörg hundakyn sem hafa hæfileika til veiða líkt og Wiemararner en þeir teljast sérstaklega árásagjarnir veiðihundar auk þess sem þeir eru mjög húsbóndahollir. Nú á dögum er hundurinn mest notaður við fuglaveiðar enda mjög góður sækjari.

Weimaraner hundar eru ákaflega vel byggðir. Hreinræktaðir hundar eru með lafandi eyru og silfurgráan feld. Á ensku kallast hundurinn gray ghost eða gráa vofan vegna draugalegs útlits þeirra. Hundarnir eru 55 til 60 sentímetrar á hæð við herðakamb og 32 til 40 kíló að þyngd.

Á síðustu öld urðu Weimaraner hundar mjög vinsælir víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þeir komu fyrst til Bandaríkjanna 1937 og til Bretlandseyja 1952. Veiðieðli hundanna og athafnasemi gerir það að verkum að þeir þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni allan daginn og því er varhugavert að hafa þá sem heimilishunda.

Myndin er fengin af vefsetrinu www.hunde-fan.de ...