Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum?

Rakel Pálsdóttir

Notkun tölunnar þrír í ævintýrum er sennilega tilkomin vegna þess að frá örófi alda hefur hún verið talin afar máttug og einnig vegna þess að í frásagnarlist er endurtekning stílbragð sem getur magnað upp spennu.

Talan þrír hefur löngum þótt búa yfir yfirnáttúrulegum krafti ásamt fleiri tölum, til dæmis 7, 9 og 13. Talan þrír býr yfir töframætti og hefur verið talin heilög. Þríeiningar í einhverri mynd þekkjast í flestum trúarbrögðum, samanber hina heilögu þrenningu í kristinni trú og Brahma, Vishnu og Shiva í hindúisma.

Í Gamla testamentinu kemur talan þrír oft fyrir. Þrisvar á ári á að halda hátíðir eða fremja ákveðna helgisiði.
  • Þrisvar á ári skalt þú mér hátíð halda. (2. Mósebók 23:14)
  • Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast frammi fyrir Drottni Guði, Guði Ísraels. (2. Mósebók 34:23)
  • Þrisvar sinnum á ári fórnaði Salómon brennifórnum og heillafórnum á altarinu, er hann hafði reist Drottni (1. Konungabók 9:25).
Mikilvægar persónur í Gamla testamentinu eru oft „þrenningar“. Nói átti þrjá syni, ættfeður Ísraelsmann voru þrír og stóru spámennirnir voru einnig þrír. Í Nýja testamentinu koma þrír oft við sögu. Vitringarnir voru þrír og þeir gáfu Jesú þrjár gjafir. Satan freistaði Krists þrisvar sinnum í eyðimörkinni, Pétur afneitaði frelsara sínum þrisvar, þrír voru krossfestir á Golgata, þrír dagar liðu frá því Jesú var krossfestur þar til hann reis upp frá dauðum og þrisvar sinnum birtist hann lærisveinum sínum eftir upprisuna.

Í norrænni goðafræði er hægt að benda á mörg dæmi þar sem talan þrír kemur fyrir. Borssynir þeir Óðinn, Vili og eru þrír, skapanornirnar eru þrjár, raunar eins og í grískri goðafræði, rætur Yggdrasils eru þrjár og undir hverri þeirra eru þrír brunnar.

Margs konar þjóðtrú tengist tölunni þremur. Margir standa í þeirri trú að þrjú stórslys eða óhöpp dynji yfir í röð og máltækið „allt er þegar þrennt er“ er alþekkt. Galdra þarf oft að fremja þrisvar sinnum svo að þeir verki, ganga þrjá hringi eða snúa einhverju þrisvar, nota þrístolna hluti, þrjá blóðdropa og svo framvegis. Áður fyrr var til siðs að berja þrisvar sinnum á bæjarhurð; þá þótti fullvíst að þar væri mennskur maður á ferð því draugar og aðrar illar vættir berja aðeins einu sinni eða tvisvar að dyrum.

Notkun þrítölu í ævintýrum gegnir líka mikilvægu hlutverki við frásagnarlist þar sem endurtekning er notuð til að tákna áherslu og stígandi í frásögninni og magna upp ákveðna spennu.



Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? og svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Af hverju er hjátrú um töluna 13?

Höfundur

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

27.5.2002

Spyrjandi

Þórunn Kjartansdóttir, f. 1988

Tilvísun

Rakel Pálsdóttir. „Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum? “ Vísindavefurinn, 27. maí 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2421.

Rakel Pálsdóttir. (2002, 27. maí). Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2421

Rakel Pálsdóttir. „Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum? “ Vísindavefurinn. 27. maí. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2421>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum?
Notkun tölunnar þrír í ævintýrum er sennilega tilkomin vegna þess að frá örófi alda hefur hún verið talin afar máttug og einnig vegna þess að í frásagnarlist er endurtekning stílbragð sem getur magnað upp spennu.

Talan þrír hefur löngum þótt búa yfir yfirnáttúrulegum krafti ásamt fleiri tölum, til dæmis 7, 9 og 13. Talan þrír býr yfir töframætti og hefur verið talin heilög. Þríeiningar í einhverri mynd þekkjast í flestum trúarbrögðum, samanber hina heilögu þrenningu í kristinni trú og Brahma, Vishnu og Shiva í hindúisma.

Í Gamla testamentinu kemur talan þrír oft fyrir. Þrisvar á ári á að halda hátíðir eða fremja ákveðna helgisiði.
  • Þrisvar á ári skalt þú mér hátíð halda. (2. Mósebók 23:14)
  • Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast frammi fyrir Drottni Guði, Guði Ísraels. (2. Mósebók 34:23)
  • Þrisvar sinnum á ári fórnaði Salómon brennifórnum og heillafórnum á altarinu, er hann hafði reist Drottni (1. Konungabók 9:25).
Mikilvægar persónur í Gamla testamentinu eru oft „þrenningar“. Nói átti þrjá syni, ættfeður Ísraelsmann voru þrír og stóru spámennirnir voru einnig þrír. Í Nýja testamentinu koma þrír oft við sögu. Vitringarnir voru þrír og þeir gáfu Jesú þrjár gjafir. Satan freistaði Krists þrisvar sinnum í eyðimörkinni, Pétur afneitaði frelsara sínum þrisvar, þrír voru krossfestir á Golgata, þrír dagar liðu frá því Jesú var krossfestur þar til hann reis upp frá dauðum og þrisvar sinnum birtist hann lærisveinum sínum eftir upprisuna.

Í norrænni goðafræði er hægt að benda á mörg dæmi þar sem talan þrír kemur fyrir. Borssynir þeir Óðinn, Vili og eru þrír, skapanornirnar eru þrjár, raunar eins og í grískri goðafræði, rætur Yggdrasils eru þrjár og undir hverri þeirra eru þrír brunnar.

Margs konar þjóðtrú tengist tölunni þremur. Margir standa í þeirri trú að þrjú stórslys eða óhöpp dynji yfir í röð og máltækið „allt er þegar þrennt er“ er alþekkt. Galdra þarf oft að fremja þrisvar sinnum svo að þeir verki, ganga þrjá hringi eða snúa einhverju þrisvar, nota þrístolna hluti, þrjá blóðdropa og svo framvegis. Áður fyrr var til siðs að berja þrisvar sinnum á bæjarhurð; þá þótti fullvíst að þar væri mennskur maður á ferð því draugar og aðrar illar vættir berja aðeins einu sinni eða tvisvar að dyrum.

Notkun þrítölu í ævintýrum gegnir líka mikilvægu hlutverki við frásagnarlist þar sem endurtekning er notuð til að tákna áherslu og stígandi í frásögninni og magna upp ákveðna spennu.



Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? og svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Af hverju er hjátrú um töluna 13?...