Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?

Ulrika Andersson

Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast.

Ef við erum lengi í heitu eða köldu baði skolast sebumolían af. Þá er yfirborð húðarinnar ekki lengur vatnshelt og vatnið hefur greiðan aðgang að ystu lögum húðarinnar. Þetta ferli kallast osmósuflæði.

Eftir langt bað líta puttar og tær út eins og sveskjur vegna þess að húðin hefur drukkið í sig vatn líkt og svampur. Vatnið sem kemst inn í húðina eftir að sebumolían hefur verið skoluð af veldur því að húðin bólgnar sumstaðar og verður hrukkótt. Fyrst verða þó húðin á lófum og iljum hrukkótt því að þar vantar kirtla sem gefa frá sér serbumolíu. Húðin á fingrunum verður hins vegar ekki eins og sveskjur þegar við förum í stutta sturtu, þvoum okkur um hendurnar eða erum úti í rigningu því töluverðan langan tíma þarf til þess að þvo sebumolíuna alla af sér.

Heimildir

Kids Health

Gerard J. Tortora, Principles of Human Anatomy, New York, 1999.



Mynd: HB

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

28.5.2002

Spyrjandi

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2429.

Ulrika Andersson. (2002, 28. maí). Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2429

Ulrika Andersson. „Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2429>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?
Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast.

Ef við erum lengi í heitu eða köldu baði skolast sebumolían af. Þá er yfirborð húðarinnar ekki lengur vatnshelt og vatnið hefur greiðan aðgang að ystu lögum húðarinnar. Þetta ferli kallast osmósuflæði.

Eftir langt bað líta puttar og tær út eins og sveskjur vegna þess að húðin hefur drukkið í sig vatn líkt og svampur. Vatnið sem kemst inn í húðina eftir að sebumolían hefur verið skoluð af veldur því að húðin bólgnar sumstaðar og verður hrukkótt. Fyrst verða þó húðin á lófum og iljum hrukkótt því að þar vantar kirtla sem gefa frá sér serbumolíu. Húðin á fingrunum verður hins vegar ekki eins og sveskjur þegar við förum í stutta sturtu, þvoum okkur um hendurnar eða erum úti í rigningu því töluverðan langan tíma þarf til þess að þvo sebumolíuna alla af sér.

Heimildir

Kids Health

Gerard J. Tortora, Principles of Human Anatomy, New York, 1999.



Mynd: HB...