Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar?

Höfuðin fjögur á fjallinu Rushmore í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum eru af forsetunum George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Roosevelt. Andlitin eru um 20 metrar á hæð.Forsetarnir fjórir höfðu hver um sig mikil áhrif á þróun og sögu Bandaríkjanna. George Washington var til dæmis fyrsti forseti Bandaríkjanna og var við völd á árunum 1789-1797. Thomas Jefferson var þriðji forseti Bandaríkjanna og ríkti á árunum 1801-1809. Hann var aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna sem var skrifuð árið 1776.

Abraham Lincoln var 16. forseti Bandaríkjanna og var við völd á árunum 1861 til 1865. Hans er sérstaklega minnst fyrir það að hafa verið mótfallinn þrælahaldi og fyrirskipaði að það skyldi afnumið. Þetta olli mikilli óánægju í suðurríkjum Bandaríkjanna og leiddi að lokum til þess að þau sögðu sig úr alríkinu.

Theodore Roosevelt varð forseti árið 1901 og sat í embætti til ársins 1909. Hann var 26. forseti Bandaríkjanna. Hann fylgdi heimsvaldastefnu í utanríkismálum og taldi til dæmis að Bandaríkin hefðu rétt til íhlutunar í Suður-Ameríku. Roosevelt hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1906 fyrir að hafa gerst milligöngumaður í friðarsamningum Rússa og Japana.

Hafist var handa við að undirbúa verkið árið 1927 undir stjórn myndhöggvarans Gutzon Borglum. Ekki var þó byrjað á því að höggva andlitin í granítsteininn fyrr en árið 1935 og lauk verkinu sex árum síðar. Um tvær milljónir manna heimsækja fjallið á hverju ári.

Heimildir

Britannica Online

Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, 1990.

Myndin er fengin á vefsetri Háskólans í Suður-Dakóta

Útgáfudagur

28.5.2002

Spyrjandi

Viktor Traustason, fæddur 1989

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2002. Sótt 17. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2432.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 28. maí). Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2432

Helga Sverrisdóttir. „Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2002. Vefsíða. 17. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2432>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

1980

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar.