Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?

Stefán Jónsson



Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarnar í misgamla klasa er oft erfiðara að skera nákvæmlega úr um aldursröð einstakra hluta. Vegna þessa er ekki hægt að benda á eitt ákveðið verk og kalla það elsta málverk listasögunnar. Hins vegar er hægt að tiltaka nokkurn hóp mynda sem allar hafa orðið til á alfyrsta skeiði málaralistarinnar. Þetta eru svokölluð hellamálverk í Suður-Evrópu. Þau fundust fyrst í Altamira á Spáni árið 1879 og síðan þá hafa mörg fleiri fundist, víðs vegar um Spán og Suður-Frakkland. Auk þess er nokkur að finna á Ítalíu.



Þessar myndir eru frá fornsteinöld sem lauk um það bil tíu til átta þúsund árum fyrir Krist. Þær eru því að minnsta kosti tólf þúsund ára gamlar, margar mun eldri. Oftast sýna þær dýr sem máluð hafa verið með svörtum, rauðum og brúnum lit. Væntanlega eiga þær að sýna bráð þeirra sem máluðu, enda voru þeir veiðimenn. Dýrin eru af margvíslegum tegundum og sumar þeirra eru útdauðar. Til dæmis má sjá á myndunum hesta, hreindýr, vísunda, nashyrninga og loðfíla (mammúta).



Ekki er alveg ljóst í hvaða tilgangi þessar myndir voru málaðar. Ólíklegt er að málararnir hafi einungis viljað gera fallegar myndir því að þeir komu þeim fyrir innarlega í hellunum svo ekki er hægt að njóta þeirra nema við kyndilsljós og eftir mikla fyrirhöfn. Útbreiddasta skýringin er að það hafi verið galdraathöfn að mála myndirnar -- með því hafi átt að tryggja góða veiði. Það mælir að vísu gegn þessu að verkin eru fagurlega gerð og af sívaxandi færni en fæstir sem trúa á slíkan galdur leggja mikið upp úr fegurð töframyndanna. Þriðja kenningin er sú að hellamálverkin eigi að túlka heimsmynd og goðsagnir ættbálksins. Þetta á sér hliðstæðu meðal Búskmanna í Afríku og frumbyggja Ástralíu. Sú hugmynd útilokar ekki að gerð myndanna hafi tengst trúarsiðum, til dæmis vígsluathöfnum eða einhverju slíku. Þetta er hins vegar ekki vitað með vissu.



Málningin sem þessar myndir voru gerðar með virðist hafa verið búin til með að safna viðarkolum og viðlíka litarefnum úr umhverfinu. Þessi efni voru síðan möluð í duft og þeim blandað saman við brædda fitu eða eitthvað þess háttar. Blandan var svo borin á steinveggina með hinu og þessu, einhvers konar penslum, trjástubbum, fingrum, laufi, sprotum eða fjöðrum.



Frægustu hellamálverkin eru í áðurnefndum Altamira-helli á Spáni og í Lascaux í Dordogne í Frakklandi. Elstu dýramyndirnar eru hins vegar í Castilló- og Santimamina-hellunum á Norður-Spáni. Þær sýna hesta og vísunda og voru gerðar með sóti milli 25 og 30 þúsund árum fyrir Krist.



Alelstu hellamyndirnar er hins vegar að finna í Castillo Gargas í Pýreneafjöllunum milli Frakklands og Spánar. Þær eru raunar ekki miklu eldri en elstu dýramyndirnar, um 32 þúsund ára, og sýna útlínur, eða öllu heldur för, eftir stakar mannshendur. Þessar myndir virðast hafa verið gerðar með nokkurs konar "úðunartækni". Bráðinni fitu var smurt á vegginn, höndin lögð í hana og litaduftinu blásið yfir allt saman. Þegar höndinni var lyft frá veggnum stóð svo eftir ljóst handarfar á dökkum grunni. Eins og með dýramyndirnar er ekki alveg ljóst hvaða tilgangi handaförin eiga að þjóna. Þau gætu verið fyrsta myndræna tjáning mannskepnunnar en þau gætu allt eins verið gerð sem liður í vígsluathöfnum. En hvernig sem því er háttað munum við sennilega aldrei komast að þessu með vissu.

Heimildir

Pischel, Gina og Þorsteinn Thorarensen. Listasaga Fjölva, 1. bindi: Fornöld, Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1975.

"Stone Age Art in Europe" í: Harold Osborne (ritstj.) The Oxford Companion to Art, Oxford University Press, Oxford 1984.



Myndir: St. Mary's College of Maryland

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.5.2002

Spyrjandi

Magnús Lúðvíksson, 8. bekk

Tilvísun

Stefán Jónsson. „Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2433.

Stefán Jónsson. (2002, 28. maí). Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2433

Stefán Jónsson. „Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2433>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?


Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarnar í misgamla klasa er oft erfiðara að skera nákvæmlega úr um aldursröð einstakra hluta. Vegna þessa er ekki hægt að benda á eitt ákveðið verk og kalla það elsta málverk listasögunnar. Hins vegar er hægt að tiltaka nokkurn hóp mynda sem allar hafa orðið til á alfyrsta skeiði málaralistarinnar. Þetta eru svokölluð hellamálverk í Suður-Evrópu. Þau fundust fyrst í Altamira á Spáni árið 1879 og síðan þá hafa mörg fleiri fundist, víðs vegar um Spán og Suður-Frakkland. Auk þess er nokkur að finna á Ítalíu.



Þessar myndir eru frá fornsteinöld sem lauk um það bil tíu til átta þúsund árum fyrir Krist. Þær eru því að minnsta kosti tólf þúsund ára gamlar, margar mun eldri. Oftast sýna þær dýr sem máluð hafa verið með svörtum, rauðum og brúnum lit. Væntanlega eiga þær að sýna bráð þeirra sem máluðu, enda voru þeir veiðimenn. Dýrin eru af margvíslegum tegundum og sumar þeirra eru útdauðar. Til dæmis má sjá á myndunum hesta, hreindýr, vísunda, nashyrninga og loðfíla (mammúta).



Ekki er alveg ljóst í hvaða tilgangi þessar myndir voru málaðar. Ólíklegt er að málararnir hafi einungis viljað gera fallegar myndir því að þeir komu þeim fyrir innarlega í hellunum svo ekki er hægt að njóta þeirra nema við kyndilsljós og eftir mikla fyrirhöfn. Útbreiddasta skýringin er að það hafi verið galdraathöfn að mála myndirnar -- með því hafi átt að tryggja góða veiði. Það mælir að vísu gegn þessu að verkin eru fagurlega gerð og af sívaxandi færni en fæstir sem trúa á slíkan galdur leggja mikið upp úr fegurð töframyndanna. Þriðja kenningin er sú að hellamálverkin eigi að túlka heimsmynd og goðsagnir ættbálksins. Þetta á sér hliðstæðu meðal Búskmanna í Afríku og frumbyggja Ástralíu. Sú hugmynd útilokar ekki að gerð myndanna hafi tengst trúarsiðum, til dæmis vígsluathöfnum eða einhverju slíku. Þetta er hins vegar ekki vitað með vissu.



Málningin sem þessar myndir voru gerðar með virðist hafa verið búin til með að safna viðarkolum og viðlíka litarefnum úr umhverfinu. Þessi efni voru síðan möluð í duft og þeim blandað saman við brædda fitu eða eitthvað þess háttar. Blandan var svo borin á steinveggina með hinu og þessu, einhvers konar penslum, trjástubbum, fingrum, laufi, sprotum eða fjöðrum.



Frægustu hellamálverkin eru í áðurnefndum Altamira-helli á Spáni og í Lascaux í Dordogne í Frakklandi. Elstu dýramyndirnar eru hins vegar í Castilló- og Santimamina-hellunum á Norður-Spáni. Þær sýna hesta og vísunda og voru gerðar með sóti milli 25 og 30 þúsund árum fyrir Krist.



Alelstu hellamyndirnar er hins vegar að finna í Castillo Gargas í Pýreneafjöllunum milli Frakklands og Spánar. Þær eru raunar ekki miklu eldri en elstu dýramyndirnar, um 32 þúsund ára, og sýna útlínur, eða öllu heldur för, eftir stakar mannshendur. Þessar myndir virðast hafa verið gerðar með nokkurs konar "úðunartækni". Bráðinni fitu var smurt á vegginn, höndin lögð í hana og litaduftinu blásið yfir allt saman. Þegar höndinni var lyft frá veggnum stóð svo eftir ljóst handarfar á dökkum grunni. Eins og með dýramyndirnar er ekki alveg ljóst hvaða tilgangi handaförin eiga að þjóna. Þau gætu verið fyrsta myndræna tjáning mannskepnunnar en þau gætu allt eins verið gerð sem liður í vígsluathöfnum. En hvernig sem því er háttað munum við sennilega aldrei komast að þessu með vissu.

Heimildir

Pischel, Gina og Þorsteinn Thorarensen. Listasaga Fjölva, 1. bindi: Fornöld, Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1975.

"Stone Age Art in Europe" í: Harold Osborne (ritstj.) The Oxford Companion to Art, Oxford University Press, Oxford 1984.



Myndir: St. Mary's College of Maryland ...