Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 15:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 22:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:26 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:56 • Síðdegis: 16:54 í Reykjavík

Hver er hin eina sanna list?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum.

Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu öðrum æðri. Ummæli Aristótelesar um muninn á sagnfræði og skáldskap eru nokkurs konar skilgreining á hugtakinu list. Sagnfræðin, segir Aristóteles, segir frá því sem hefur gerst, en skáldskapurinn er eftirlíking þess sem gæti gerst. Skáldskapurinn er þess vegna heimspekilegri og æðri en öll sagnfræði þar sem hann tjáir eitthvað almennt en ekki hið einstaka - í því felst list skáldskaparins.

Í skáldskaparfræði Aristótelesar er einnig tekið á því hvort innan skáldskaparlistarinnar séu einstakar greinar öðrum merkari. Um leikverk segir Aristóteles meðal annars að harmleikurinnskopleiknum æðri, aðallega vegna þess að í harmleikjum er líkt eftir siðferðilega betri mönnun en í skopleikjum. Skopleikurinn miðar að því að sýna minni menn en harmleikurinn meiri menn en við eigum að venjast.

Aristóteles reynir einnig að skera úr um hvort sé merkari list sögukviður, eins og til dæmis Ilíonskviða Hómers, eða harmleikir. Að gefnum ákveðnum forsendum kemst hann að þeirri niðurstöðu að harmleikurinn sé sögukviðunum æðri, fyrst og fremst vegna þess að harmleikurinn nær tilgangi sínum í styttra formi en sögukviður. Hið samþjappaða, segir Aristóteles, „er ánægjulegra en það, sem teygist yfir langan tíma“ (s. 97). Leikritið Ödípús eftir Sófókles, segir heimspekingurinn, yrði óbærilegt ef það hefði sama orðafjölda og Ilíonskviða. Enda virðist Aristóteles hafa leiðst það sem var langdregið. Við skrafskjóðu sem spurði hann eftir langt mál hvort hann væri nokkuð þreyttur á að hlusta, á hann að hafa sagt: „Síður en svo, ég var alls ekki að hlusta“ (s. 32).

Að sama skapi telur Aristóteles að góð listaverk eigi að mynda eina heild. Að því leyti er harmleikurinn söguljóðinu einnig fremri. Úr einni sögukviðu hafa harmleikjaskáldin skrifað marga harmleiki og þess vegna er það ljóst að söguljóð mynda ekki eina heild heldur samanstanda þau af mörgum þáttum.

Hugmyndir Aristótelesar um samþjöppun og listræna heild hafa haft mikil áhrif á alla umræðu um hvað sé góð list. Á 17. öld í Frakklandi urðu lauslegar athuganir Aristótelesar á einingu staðar, tíma og atburðarásar að nokkurs konar algildum reglum sem varla mátti brjóta. Leikrit áttu að mynda eina atburðaheild sem skyldi til lykta leidd á einum degi og á einum stað. Ýmsir framúrstefnulistamenn 20. aldar, til að mynda Andy Warhol og John Cage, snerust öndverðir gegn skáldskaparfræðum Aristótelesar, ekki síst kenningunni um samþjöppun.

Á nítjándu öld kom fram hugmynd um svonefnt heildarlistaverk (þ. Gesamtkunstwerk). Hún gekk út á það að í einu verki myndu allar listgreinar renna saman í órofa heild. Samruni ólíkra listgreina átti að gefa kost á heildarsýn sem hverri listgrein fyrir sig væri ómögulegt að ná. Þýska tónskáldið Richard Wagner (1813-1883) setti fram hugmyndir sínar um heildarlistarverk í ritsmíðinni Listaverk framtíðarinnar (Das Kunstwerk der Zukunft) árið 1849 og útfærði hugmyndir sínar í síðari óperum sínum sem hann nefndi músíkdrama. Hann skrifaði bæði texta og samdi tónlist og hannaði stundum leiktjöldin sjálfur. Músíkdrama Wagners átti að einhverju leyti að byggjast á fornum grískum harmleikjum. Þýski heimspekingurinn Nietzsche hélt því eitt sinn fram að í list Wagners fælist endurfæðing hins gríska harmleiks.

Sumir hafa haldið því fram að kvikmyndalistin sé hið raunverulega heildarlistarverk eins og Wagner hugsaði sér það. Þar renni saman í eina heild sjónrænar og hljóðrænar listir, svo sem dans, myndlist, tónlist, leiklist og skáldskapur.

Þeir fræðimenn nútímans sem hægt er kenna við póstmódernisma gæfu ekki mikið fyrir kenningar Wagners um að hægt sé að upphefja listahugtakið með því að bræða saman sem flestar listgreinar. Listaumfjöllun póstmódernista felst að miklu leyti í því að hafna andstæðuparinu hámenning/lágmenning. Samkvæmt þess háttar fræðum er í raun enginn eðlismunur á sonnettu og sápuóperu; hvort tveggja er í raun jafn mikil 'list' – fyrst og fremst vegna þess að póstmódernisminn dregur listahugtakið sjálft í efa.

Heimildir
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1976. Tilvitnanir eru sóttar í það rit.
  • Bennet, Andrew og Royle, Nicholas, Introduction to Literature, Criticism and Theory (2. útg.), Prentice Hall, Harlow, 1999.
  • Kelly, Michael (ritstj.), Encyclopedia of Aesthetics, Oxford University Press, New York, 1998.
  • Turner, Jane (ritstj.), The Dictionary of Art, Grove, New York, 1996.


Skoðið einnig eftir svör við eftirfarandi spurningum á Vísindavefnum

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.5.2002

Spyrjandi

Helga Friðriksdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er hin eina sanna list?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2002. Sótt 29. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2434.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 29. maí). Hver er hin eina sanna list? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2434

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er hin eina sanna list?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2002. Vefsíða. 29. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2434>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er hin eina sanna list?
Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum.

Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu öðrum æðri. Ummæli Aristótelesar um muninn á sagnfræði og skáldskap eru nokkurs konar skilgreining á hugtakinu list. Sagnfræðin, segir Aristóteles, segir frá því sem hefur gerst, en skáldskapurinn er eftirlíking þess sem gæti gerst. Skáldskapurinn er þess vegna heimspekilegri og æðri en öll sagnfræði þar sem hann tjáir eitthvað almennt en ekki hið einstaka - í því felst list skáldskaparins.

Í skáldskaparfræði Aristótelesar er einnig tekið á því hvort innan skáldskaparlistarinnar séu einstakar greinar öðrum merkari. Um leikverk segir Aristóteles meðal annars að harmleikurinnskopleiknum æðri, aðallega vegna þess að í harmleikjum er líkt eftir siðferðilega betri mönnun en í skopleikjum. Skopleikurinn miðar að því að sýna minni menn en harmleikurinn meiri menn en við eigum að venjast.

Aristóteles reynir einnig að skera úr um hvort sé merkari list sögukviður, eins og til dæmis Ilíonskviða Hómers, eða harmleikir. Að gefnum ákveðnum forsendum kemst hann að þeirri niðurstöðu að harmleikurinn sé sögukviðunum æðri, fyrst og fremst vegna þess að harmleikurinn nær tilgangi sínum í styttra formi en sögukviður. Hið samþjappaða, segir Aristóteles, „er ánægjulegra en það, sem teygist yfir langan tíma“ (s. 97). Leikritið Ödípús eftir Sófókles, segir heimspekingurinn, yrði óbærilegt ef það hefði sama orðafjölda og Ilíonskviða. Enda virðist Aristóteles hafa leiðst það sem var langdregið. Við skrafskjóðu sem spurði hann eftir langt mál hvort hann væri nokkuð þreyttur á að hlusta, á hann að hafa sagt: „Síður en svo, ég var alls ekki að hlusta“ (s. 32).

Að sama skapi telur Aristóteles að góð listaverk eigi að mynda eina heild. Að því leyti er harmleikurinn söguljóðinu einnig fremri. Úr einni sögukviðu hafa harmleikjaskáldin skrifað marga harmleiki og þess vegna er það ljóst að söguljóð mynda ekki eina heild heldur samanstanda þau af mörgum þáttum.

Hugmyndir Aristótelesar um samþjöppun og listræna heild hafa haft mikil áhrif á alla umræðu um hvað sé góð list. Á 17. öld í Frakklandi urðu lauslegar athuganir Aristótelesar á einingu staðar, tíma og atburðarásar að nokkurs konar algildum reglum sem varla mátti brjóta. Leikrit áttu að mynda eina atburðaheild sem skyldi til lykta leidd á einum degi og á einum stað. Ýmsir framúrstefnulistamenn 20. aldar, til að mynda Andy Warhol og John Cage, snerust öndverðir gegn skáldskaparfræðum Aristótelesar, ekki síst kenningunni um samþjöppun.

Á nítjándu öld kom fram hugmynd um svonefnt heildarlistaverk (þ. Gesamtkunstwerk). Hún gekk út á það að í einu verki myndu allar listgreinar renna saman í órofa heild. Samruni ólíkra listgreina átti að gefa kost á heildarsýn sem hverri listgrein fyrir sig væri ómögulegt að ná. Þýska tónskáldið Richard Wagner (1813-1883) setti fram hugmyndir sínar um heildarlistarverk í ritsmíðinni Listaverk framtíðarinnar (Das Kunstwerk der Zukunft) árið 1849 og útfærði hugmyndir sínar í síðari óperum sínum sem hann nefndi músíkdrama. Hann skrifaði bæði texta og samdi tónlist og hannaði stundum leiktjöldin sjálfur. Músíkdrama Wagners átti að einhverju leyti að byggjast á fornum grískum harmleikjum. Þýski heimspekingurinn Nietzsche hélt því eitt sinn fram að í list Wagners fælist endurfæðing hins gríska harmleiks.

Sumir hafa haldið því fram að kvikmyndalistin sé hið raunverulega heildarlistarverk eins og Wagner hugsaði sér það. Þar renni saman í eina heild sjónrænar og hljóðrænar listir, svo sem dans, myndlist, tónlist, leiklist og skáldskapur.

Þeir fræðimenn nútímans sem hægt er kenna við póstmódernisma gæfu ekki mikið fyrir kenningar Wagners um að hægt sé að upphefja listahugtakið með því að bræða saman sem flestar listgreinar. Listaumfjöllun póstmódernista felst að miklu leyti í því að hafna andstæðuparinu hámenning/lágmenning. Samkvæmt þess háttar fræðum er í raun enginn eðlismunur á sonnettu og sápuóperu; hvort tveggja er í raun jafn mikil 'list' – fyrst og fremst vegna þess að póstmódernisminn dregur listahugtakið sjálft í efa.

Heimildir
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1976. Tilvitnanir eru sóttar í það rit.
  • Bennet, Andrew og Royle, Nicholas, Introduction to Literature, Criticism and Theory (2. útg.), Prentice Hall, Harlow, 1999.
  • Kelly, Michael (ritstj.), Encyclopedia of Aesthetics, Oxford University Press, New York, 1998.
  • Turner, Jane (ritstj.), The Dictionary of Art, Grove, New York, 1996.


Skoðið einnig eftir svör við eftirfarandi spurningum á Vísindavefnum...