Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr.
Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum með til að fá eitthvað annað. Þessi merking er ekki svo langt frá uppruna orðsins, af því að kindur og kýr voru gjaldmiðill síns tíma, áður en að myntir úr gulli og silfri tóku við því hlutverki. Merkingin breyttist sennilega snemma, af því að heimildir eru fyrir því að peningur hafi verið notað um mótað silfur, sem var forveri opinberra myntpeninga.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver fann upp peningana? eftir Gylfa Magnússon
- Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi? eftir Orra Vésteinsson
- Íslensk Orðabók. Ritstjóri: Mörður Árnason. Forlagið, 2007.
- Ljósmyndin er af Wikipedia. Sótt 18.6.2009.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.