Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 17:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:55 • Sest 06:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:24 • Síðdegis: 19:50 í Reykjavík

Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?

Jón Már Halldórsson

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr.

Kötturinn er mikill einfari og vill vera eins síns liðs. Læður mynda þó félagsleg tengsl við kettlingana sína og við fressketti á mökunartímanum en að öðru leyti er varla hægt að segja að kötturinn myndi félagsleg tengsl. Þá mynda fresskettir tengsl við læðurnar á mökunartímanum en að öðru leyti vilja þeir fá að vera í friði.

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr.

Allt aðra sögu er að segja af hundum því að þeir eru hópdýr. Villihundar og úlfar halda sig til dæmis yfirleitt í hópum allt sitt líf. Heimilishundar vilja því gjarnan vera sem mest með þeirri fjölskyldu sem hann tilheyrir.

En af hverju er erfiðara að þjálfa kött en hund? Hugsanlega skýringu má finna í ólíku félagsmynstri þessara dýra. Hjá hundum er meiri hvatning til þess að læra en hjá köttum. Hundar verða að geta lært ef þeir eiga að geta fótað sig í hópi og tileinkað sér þær reglur sem ríkja í hópnum sem þeir tilheyra. Menn eiga því tiltölulega auðvelt með að temja hundana sína til þeirra fjölmörgu starfa sem hundar gegna í þjónustu við okkur mennina. Kettir eru á hinn bóginn engum háðir og eru einfarar að mestu. Erfitt ef ekki ómögulegt er að þjálfa ketti þvi þeir hafa enga ástæðu til þess að læra eitt né neitt af því að þeir þurfa ekki að þrífast í hópi.

Þess má líka geta til gamans að það er ekki tilviljun hvaða dýrategundir hafa orðið húsdýr hjá mönnum, því að langflestar dýrategundir er blátt áfram ekki hægt að temja!

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.5.2002

Spyrjandi

Guðni Freyr Pétursson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2002. Sótt 30. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2443.

Jón Már Halldórsson. (2002, 30. maí). Af hverju er erfiðara að temja kött en hund? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2443

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2002. Vefsíða. 30. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2443>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?
Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr.

Kötturinn er mikill einfari og vill vera eins síns liðs. Læður mynda þó félagsleg tengsl við kettlingana sína og við fressketti á mökunartímanum en að öðru leyti er varla hægt að segja að kötturinn myndi félagsleg tengsl. Þá mynda fresskettir tengsl við læðurnar á mökunartímanum en að öðru leyti vilja þeir fá að vera í friði.

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr.

Allt aðra sögu er að segja af hundum því að þeir eru hópdýr. Villihundar og úlfar halda sig til dæmis yfirleitt í hópum allt sitt líf. Heimilishundar vilja því gjarnan vera sem mest með þeirri fjölskyldu sem hann tilheyrir.

En af hverju er erfiðara að þjálfa kött en hund? Hugsanlega skýringu má finna í ólíku félagsmynstri þessara dýra. Hjá hundum er meiri hvatning til þess að læra en hjá köttum. Hundar verða að geta lært ef þeir eiga að geta fótað sig í hópi og tileinkað sér þær reglur sem ríkja í hópnum sem þeir tilheyra. Menn eiga því tiltölulega auðvelt með að temja hundana sína til þeirra fjölmörgu starfa sem hundar gegna í þjónustu við okkur mennina. Kettir eru á hinn bóginn engum háðir og eru einfarar að mestu. Erfitt ef ekki ómögulegt er að þjálfa ketti þvi þeir hafa enga ástæðu til þess að læra eitt né neitt af því að þeir þurfa ekki að þrífast í hópi.

Þess má líka geta til gamans að það er ekki tilviljun hvaða dýrategundir hafa orðið húsdýr hjá mönnum, því að langflestar dýrategundir er blátt áfram ekki hægt að temja!

Mynd:...