Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þetta er í sjálfu sér alls ekki vitlaus hugmynd, flestir hefðu án efa gott af því að stíga á hjól á hverjum degi og púla svolitið. Hugmyndin gengur þó ekki upp því að eldavélar þurfa mikið afl, 5-10.000 W (þó notar ein hella aðeins um 1-2.000 W), en hjólandi maður getur ekki framleitt nema um 150-500 W í einhvern tíma sem máli skiptir.
Hitt er svo annað mál að aflið sem til fellur við hjólreiðarnar er hægt að nota á annan hátt. Til dæmis mætti hlaða rafhlöður í þráðlausum tækjum heimilisins, fjarstýringum með sjónvörpum og myndbandstækjum sem og rafhlöður í farsímum. Ef fólk notar rafmagnstannbursta væri tilvalið að hjóla meðan á tannburstun stendur.
Rafmagn á Íslandi er hins vegar tiltölulega ódýrt og tækjabúnaður til að nýta aflið frá hjólreiðum ekki á hverju strái. Þess vegna vaknar sú spurning hvort það væri ekki heppilegra að fara bara út að hjóla fyrir mat. Þá væri hægt að sjá fleira en eldhúsið heima hjá sér og anda að sér góðu lofti í leiðinni. Svo er líka talið hollara og eðlilegra að reyna á sig fyrir matinn!
Einar Örn Þorvaldsson. „Af hverju er ekki búið að finna upp eldavél sem maður knýr áfram til að losna við aukakílóin eftir að maður hefur étið mikið?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2002, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2456.
Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 4. júní). Af hverju er ekki búið að finna upp eldavél sem maður knýr áfram til að losna við aukakílóin eftir að maður hefur étið mikið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2456
Einar Örn Þorvaldsson. „Af hverju er ekki búið að finna upp eldavél sem maður knýr áfram til að losna við aukakílóin eftir að maður hefur étið mikið?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2002. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2456>.