Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?

Jón Már Halldórsson

Napóleonsfiskurinn (Cheilinus undulatus) er beinfiskur af ættinni Labridae en innan þeirrar ættar eru rúmlega 500 tegundir sjávarfiska í 50 ættkvíslum. Aðallega eru þetta misstórar hitabeltistegundir sem eru frá 15 sentímetrum upp í 230 sentímetra að stærð. Napóleonsfiskurinn er einn sá stærsti í ættinni en hann getur orðið meira en 2 metrar á lengd og vegið á bilinu 180 til 190 kg.



Fiskarnir lifa við kóralrif, í neðansjávardölum og stundum í grunnum sjávarlónum sem eru frá 2 metrum til 60 metra á dýpt. Ungviðið lifir á kóralsvæðum þar sem auðvelt er að ná í smádýr til matar og leita skjóls frá afræningjum. Napóleonsfiskar hírast yfirleitt í hellum þar sem þeir sofa og leita sér verndar. Yfirleitt eru þeir einir á ferð en stundum ferðast þeir í pörum. Helsta fæða þeirra eru ýmsir sjávarhryggleysingjar þar á meðal ígulker og krabbadýr. Napóleonsfiskurinn ræður vel við þessi dýr því að hann hefur einstaklega sterka kjálka sem gera það að verkum að hann getur brytjað þessi kvikindi niður. Hann er einnig einn örfárra ránfiska sem getur étið eitruð dýr eins og eitraða sjósnigla án þess að verða meint af.

Napóleonsfiskurinn hefur verið mikið veiddur af sportveiðimönnum og er hann á lista yfir fiskitegundir sem eru í hættu vegna þess konar veiða. Hann lifir á svæði sem nær frá Rauðahafi í vestri og Okinawa-eyju í norðri til Nýju-Kaledóníu í suðri, skammt norðan við Ástralíu.

Myndin af Napóleon fiskinum er fengin á vefsetrinu www.tuamotu-islands.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.6.2002

Spyrjandi

Sara Harðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2002, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2466.

Jón Már Halldórsson. (2002, 6. júní). Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2466

Jón Már Halldórsson. „Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2002. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2466>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?
Napóleonsfiskurinn (Cheilinus undulatus) er beinfiskur af ættinni Labridae en innan þeirrar ættar eru rúmlega 500 tegundir sjávarfiska í 50 ættkvíslum. Aðallega eru þetta misstórar hitabeltistegundir sem eru frá 15 sentímetrum upp í 230 sentímetra að stærð. Napóleonsfiskurinn er einn sá stærsti í ættinni en hann getur orðið meira en 2 metrar á lengd og vegið á bilinu 180 til 190 kg.



Fiskarnir lifa við kóralrif, í neðansjávardölum og stundum í grunnum sjávarlónum sem eru frá 2 metrum til 60 metra á dýpt. Ungviðið lifir á kóralsvæðum þar sem auðvelt er að ná í smádýr til matar og leita skjóls frá afræningjum. Napóleonsfiskar hírast yfirleitt í hellum þar sem þeir sofa og leita sér verndar. Yfirleitt eru þeir einir á ferð en stundum ferðast þeir í pörum. Helsta fæða þeirra eru ýmsir sjávarhryggleysingjar þar á meðal ígulker og krabbadýr. Napóleonsfiskurinn ræður vel við þessi dýr því að hann hefur einstaklega sterka kjálka sem gera það að verkum að hann getur brytjað þessi kvikindi niður. Hann er einnig einn örfárra ránfiska sem getur étið eitruð dýr eins og eitraða sjósnigla án þess að verða meint af.

Napóleonsfiskurinn hefur verið mikið veiddur af sportveiðimönnum og er hann á lista yfir fiskitegundir sem eru í hættu vegna þess konar veiða. Hann lifir á svæði sem nær frá Rauðahafi í vestri og Okinawa-eyju í norðri til Nýju-Kaledóníu í suðri, skammt norðan við Ástralíu.

Myndin af Napóleon fiskinum er fengin á vefsetrinu www.tuamotu-islands.com

...