Fiskarnir lifa við kóralrif, í neðansjávardölum og stundum í grunnum sjávarlónum sem eru frá 2 metrum til 60 metra á dýpt. Ungviðið lifir á kóralsvæðum þar sem auðvelt er að ná í smádýr til matar og leita skjóls frá afræningjum. Napóleonsfiskar hírast yfirleitt í hellum þar sem þeir sofa og leita sér verndar. Yfirleitt eru þeir einir á ferð en stundum ferðast þeir í pörum. Helsta fæða þeirra eru ýmsir sjávarhryggleysingjar þar á meðal ígulker og krabbadýr. Napóleonsfiskurinn ræður vel við þessi dýr því að hann hefur einstaklega sterka kjálka sem gera það að verkum að hann getur brytjað þessi kvikindi niður. Hann er einnig einn örfárra ránfiska sem getur étið eitruð dýr eins og eitraða sjósnigla án þess að verða meint af. Napóleonsfiskurinn hefur verið mikið veiddur af sportveiðimönnum og er hann á lista yfir fiskitegundir sem eru í hættu vegna þess konar veiða. Hann lifir á svæði sem nær frá Rauðahafi í vestri og Okinawa-eyju í norðri til Nýju-Kaledóníu í suðri, skammt norðan við Ástralíu. Myndin af Napóleon fiskinum er fengin á vefsetrinu www.tuamotu-islands.com
Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?
Fiskarnir lifa við kóralrif, í neðansjávardölum og stundum í grunnum sjávarlónum sem eru frá 2 metrum til 60 metra á dýpt. Ungviðið lifir á kóralsvæðum þar sem auðvelt er að ná í smádýr til matar og leita skjóls frá afræningjum. Napóleonsfiskar hírast yfirleitt í hellum þar sem þeir sofa og leita sér verndar. Yfirleitt eru þeir einir á ferð en stundum ferðast þeir í pörum. Helsta fæða þeirra eru ýmsir sjávarhryggleysingjar þar á meðal ígulker og krabbadýr. Napóleonsfiskurinn ræður vel við þessi dýr því að hann hefur einstaklega sterka kjálka sem gera það að verkum að hann getur brytjað þessi kvikindi niður. Hann er einnig einn örfárra ránfiska sem getur étið eitruð dýr eins og eitraða sjósnigla án þess að verða meint af. Napóleonsfiskurinn hefur verið mikið veiddur af sportveiðimönnum og er hann á lista yfir fiskitegundir sem eru í hættu vegna þess konar veiða. Hann lifir á svæði sem nær frá Rauðahafi í vestri og Okinawa-eyju í norðri til Nýju-Kaledóníu í suðri, skammt norðan við Ástralíu. Myndin af Napóleon fiskinum er fengin á vefsetrinu www.tuamotu-islands.com
Útgáfudagur
6.6.2002
Spyrjandi
Sara Harðardóttir
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2002, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2466.
Jón Már Halldórsson. (2002, 6. júní). Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2466
Jón Már Halldórsson. „Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2002. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2466>.