Sólin Sólin Rís 03:07 • sest 23:48 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:17 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:31 • Síðdegis: 21:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:27 • Síðdegis: 15:32 í Reykjavík

Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?

Ulrika Andersson

Árið 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir bandaríkjadala. Forsögu kaupanna má rekja till þess er danskur landkönnuður, Vitus Bering, kom til Alaska árið 1741. Hann hafði ásamt félögum sínum ferðast alla leið yfir Síberíu og yfir sundið milli Alaska og Síberíu en það er nú kennt við hann og heitir Beringssund. Í kjölfar ferða hans upphófust miklir verslunarleiðangrar frá Rússlandi til Alaska. Einnig héldu margir rússneskir veiðmenn á otraveiðar til Alaska í kjölfarið en skinn otra var mjög eftirsóknarvert.

Rússneskt verslunarfélag fékk árið 1799 verslunarrétt á svæðinu en Rússakeisari hirti um þriðjung af tekjum þess. Halla fór undan fæti hjá verslunarfélaginu og svo fór að ríkisstjórn Rússlands tók félagið yfir. Verslunarfélagið var lagt niður þegar Bandaríkin keyptu Alaska af Rússlandi. Bandaríkin vildu sitja ein að verslun í Alaska og keyptu því landsvæðið af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir dala sem fyrr segirBandaríkjamenn höfðu þó ekki mikið álit á Alaska og töldu reyndar í mörg ár að landsvæðið væri verðlaust vegna skorts á náttúrugæðum. Og ekki höfðu þeir þá neinn áhuga á að setjast þar að. En þeir áttu eftir að skipta um skoðun því að gull fannst í Alaska árið 1880 og peningagráðugir gullgrafarar tóku að streyma þangað í þúsunda tali. Gullæðið gekk þó yfir á rúmlega 30 árum og í dag er lítið grafið eftir gulli í Alaska. En margir þeirra sem leituðu hamingjunnar í gullnámunum ákváðu að setjast þarna að og svo fór að íbúum fjölgaði verulega. Í dag lifa íbúarnir aðallega á fiskveiðum, olíu- og jarðgasframleiðslu auk skógarhöggs.

Þriðja janúar árið 1959 varð Alaska 49. ríki Bandaríkjanna. Alaska er norðvestasta ríki Bandaríkjanna og einnig það stærsta. Ríkið er 1.530.700 ferkílómetrar að stærð eða fimmtán sinnum stærra en Ísland. Landslagið er mjög svipað og hér á landi, því að Alaska er eldfjallasvæði á sömu breiddargráðum og Ísland. Þar er einnig að finna um 100.000 jökla og aragrúa af ám og vötnum.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

6.6.2002

Spyrjandi

Héðinn Árnason

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2002. Sótt 8. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2467.

Ulrika Andersson. (2002, 6. júní). Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2467

Ulrika Andersson. „Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2002. Vefsíða. 8. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2467>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?
Árið 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir bandaríkjadala. Forsögu kaupanna má rekja till þess er danskur landkönnuður, Vitus Bering, kom til Alaska árið 1741. Hann hafði ásamt félögum sínum ferðast alla leið yfir Síberíu og yfir sundið milli Alaska og Síberíu en það er nú kennt við hann og heitir Beringssund. Í kjölfar ferða hans upphófust miklir verslunarleiðangrar frá Rússlandi til Alaska. Einnig héldu margir rússneskir veiðmenn á otraveiðar til Alaska í kjölfarið en skinn otra var mjög eftirsóknarvert.

Rússneskt verslunarfélag fékk árið 1799 verslunarrétt á svæðinu en Rússakeisari hirti um þriðjung af tekjum þess. Halla fór undan fæti hjá verslunarfélaginu og svo fór að ríkisstjórn Rússlands tók félagið yfir. Verslunarfélagið var lagt niður þegar Bandaríkin keyptu Alaska af Rússlandi. Bandaríkin vildu sitja ein að verslun í Alaska og keyptu því landsvæðið af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir dala sem fyrr segirBandaríkjamenn höfðu þó ekki mikið álit á Alaska og töldu reyndar í mörg ár að landsvæðið væri verðlaust vegna skorts á náttúrugæðum. Og ekki höfðu þeir þá neinn áhuga á að setjast þar að. En þeir áttu eftir að skipta um skoðun því að gull fannst í Alaska árið 1880 og peningagráðugir gullgrafarar tóku að streyma þangað í þúsunda tali. Gullæðið gekk þó yfir á rúmlega 30 árum og í dag er lítið grafið eftir gulli í Alaska. En margir þeirra sem leituðu hamingjunnar í gullnámunum ákváðu að setjast þarna að og svo fór að íbúum fjölgaði verulega. Í dag lifa íbúarnir aðallega á fiskveiðum, olíu- og jarðgasframleiðslu auk skógarhöggs.

Þriðja janúar árið 1959 varð Alaska 49. ríki Bandaríkjanna. Alaska er norðvestasta ríki Bandaríkjanna og einnig það stærsta. Ríkið er 1.530.700 ferkílómetrar að stærð eða fimmtán sinnum stærra en Ísland. Landslagið er mjög svipað og hér á landi, því að Alaska er eldfjallasvæði á sömu breiddargráðum og Ísland. Þar er einnig að finna um 100.000 jökla og aragrúa af ám og vötnum.

Heimildir:

Myndir:...