Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvaða steintegundir eru friðlýstar á Íslandi? Má taka hrafntinnu, silfurberg og jaspis ef þeir eru ekki á friðlýstu svæði?

Haukur Þór Haraldsson

Samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 eru einungis dropsteinar friðlýstir enn sem komið er. Á heimasíðu Náttúruverndar ríkisins www.natturuvernd.is er að finna auglýsingu um friðlýsingu dropsteina frá 1974 og tekur friðlýsingin til dropsteina í öllum hellum á Íslandi. Í auglýsingunni segir meðal annars að „til dropsteinsmyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar, sem hanga niður úr hellisþökum og niður með hellisveggjum, svo og dropsteinskerti, sem standa á hellisgólfum og syllum hellisveggja. Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.“

Sérstakar reglur geta gilt á friðlýstum svæðum en almenna reglan er sú að óheimilt sé að raska jarðmyndunum í friðlöndum. Sem dæmi má nefna silfurbergsnámuna að Helgustöðum í Suður-Múlasýslu sem er einn frægasti fundarstaður silfurbergs á Íslandi. Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Í auglýsingu þar að lútandi segir að hvergi megi raska bergmyndunum og stranglega bannað sé að hrófla við silfurbergi og flytja það af svæðinu.

Annars staðar en á friðlýstum svæðum þarf leyfi landeigenda til að taka grjót. Ef til stendur að flytja grjótið úr landi ber að tilkynna það til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Sjá einnig svör Sigurðar Steinþórssonar við spuningunum:

Höfundur

Fræðslustjóri hjá Umhverfisstofnun

Útgáfudagur

10.6.2002

Spyrjandi

Þorsteinn Þorsteinsson

Tilvísun

Haukur Þór Haraldsson. „Hvaða steintegundir eru friðlýstar á Íslandi? Má taka hrafntinnu, silfurberg og jaspis ef þeir eru ekki á friðlýstu svæði? “ Vísindavefurinn, 10. júní 2002. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2472.

Haukur Þór Haraldsson. (2002, 10. júní). Hvaða steintegundir eru friðlýstar á Íslandi? Má taka hrafntinnu, silfurberg og jaspis ef þeir eru ekki á friðlýstu svæði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2472

Haukur Þór Haraldsson. „Hvaða steintegundir eru friðlýstar á Íslandi? Má taka hrafntinnu, silfurberg og jaspis ef þeir eru ekki á friðlýstu svæði? “ Vísindavefurinn. 10. jún. 2002. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2472>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða steintegundir eru friðlýstar á Íslandi? Má taka hrafntinnu, silfurberg og jaspis ef þeir eru ekki á friðlýstu svæði?
Samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 eru einungis dropsteinar friðlýstir enn sem komið er. Á heimasíðu Náttúruverndar ríkisins www.natturuvernd.is er að finna auglýsingu um friðlýsingu dropsteina frá 1974 og tekur friðlýsingin til dropsteina í öllum hellum á Íslandi. Í auglýsingunni segir meðal annars að „til dropsteinsmyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar, sem hanga niður úr hellisþökum og niður með hellisveggjum, svo og dropsteinskerti, sem standa á hellisgólfum og syllum hellisveggja. Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.“

Sérstakar reglur geta gilt á friðlýstum svæðum en almenna reglan er sú að óheimilt sé að raska jarðmyndunum í friðlöndum. Sem dæmi má nefna silfurbergsnámuna að Helgustöðum í Suður-Múlasýslu sem er einn frægasti fundarstaður silfurbergs á Íslandi. Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Í auglýsingu þar að lútandi segir að hvergi megi raska bergmyndunum og stranglega bannað sé að hrófla við silfurbergi og flytja það af svæðinu.

Annars staðar en á friðlýstum svæðum þarf leyfi landeigenda til að taka grjót. Ef til stendur að flytja grjótið úr landi ber að tilkynna það til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Sjá einnig svör Sigurðar Steinþórssonar við spuningunum: