Sólin Sólin Rís 07:26 • sest 19:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:03 • Sest 19:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík

Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þegar sagt er til dæmis að úrkoma á tilteknum stað hafi mælst 10 mm á tilteknum tíma er átt við að hún hefði myndað 10 mm eða 1 cm þykkt vatnslag ef hún mundi staðnæmast til dæmis í polli eða keri með sléttum, láréttum botni. Rigning sem félli inn í lóðrétt rör sem hefði alls staðar sama þverskurðarflatarmál mundi á sama hátt mynda 1cm vatnslag neðst í rörinu. Úrkomumælarnir sem notaðir eru í veðurathugunum byggjast á þessari einföldu skilgreiningu.

Við skulum gera ráð fyrir því eins og spyrjandi að þakið sé hallandi enda er það yfirleitt nauðsynlegt á Íslandi. Hins vegar skulum við hugsa okkur að hallinn sé ekki meiri en svo að við getum sleppt áhrifum hallans á lárétt flatarmál hússins. Tíu millímetra vatnslag á þakinu samsvarar þá rúmmálinu
10 mm ∙ 100 m2 = 0,01 m ∙ 100 m2 = 1 m3 = 1 rúmmetri
Massi þessa rúmmetra af vatni er mjög nálægt einu tonni.

Árleg úrkoma á Íslandi fer mjög eftir stöðum. Spyrjandi býr í Reykjavík og meðalúrkoma áranna 1961-1990 þar var mjög nálægt 800 mm samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það þýðir samkvæmt framansögðu að þar hafa þá fallið að meðaltali 80 tonn af vatni á ári á þakið sem spurt er um.

Í syðstu sveitum Íslands er meðalúrkoma ársins talsvert meiri en í Reykjavík svo að nemur tvöföldun eða meira. Á Norðurlandi er úrkoman talsvert minni, ekki síst á svæðinu norðan Vatnajökuls þar sem hún er um helmingi minni en í Reykjavík.

Auðvelt er að reikna vatnsmagnið sem fellur á þetta tiltekna þak á mismunandi stöðum ef ársúrkoma staðarins er þekkt. Við látum lesandanum eftir að fletta upp ársúrkomunni í gögnum Veðurstofunnar og reikna síðan út vatnsmagnið með einfaldri margföldun.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.6.2002

Spyrjandi

Ingi Árnason

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2002. Sótt 21. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2475.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 10. júní). Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2475

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2002. Vefsíða. 21. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2475>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?
Þegar sagt er til dæmis að úrkoma á tilteknum stað hafi mælst 10 mm á tilteknum tíma er átt við að hún hefði myndað 10 mm eða 1 cm þykkt vatnslag ef hún mundi staðnæmast til dæmis í polli eða keri með sléttum, láréttum botni. Rigning sem félli inn í lóðrétt rör sem hefði alls staðar sama þverskurðarflatarmál mundi á sama hátt mynda 1cm vatnslag neðst í rörinu. Úrkomumælarnir sem notaðir eru í veðurathugunum byggjast á þessari einföldu skilgreiningu.

Við skulum gera ráð fyrir því eins og spyrjandi að þakið sé hallandi enda er það yfirleitt nauðsynlegt á Íslandi. Hins vegar skulum við hugsa okkur að hallinn sé ekki meiri en svo að við getum sleppt áhrifum hallans á lárétt flatarmál hússins. Tíu millímetra vatnslag á þakinu samsvarar þá rúmmálinu
10 mm ∙ 100 m2 = 0,01 m ∙ 100 m2 = 1 m3 = 1 rúmmetri
Massi þessa rúmmetra af vatni er mjög nálægt einu tonni.

Árleg úrkoma á Íslandi fer mjög eftir stöðum. Spyrjandi býr í Reykjavík og meðalúrkoma áranna 1961-1990 þar var mjög nálægt 800 mm samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það þýðir samkvæmt framansögðu að þar hafa þá fallið að meðaltali 80 tonn af vatni á ári á þakið sem spurt er um.

Í syðstu sveitum Íslands er meðalúrkoma ársins talsvert meiri en í Reykjavík svo að nemur tvöföldun eða meira. Á Norðurlandi er úrkoman talsvert minni, ekki síst á svæðinu norðan Vatnajökuls þar sem hún er um helmingi minni en í Reykjavík.

Auðvelt er að reikna vatnsmagnið sem fellur á þetta tiltekna þak á mismunandi stöðum ef ársúrkoma staðarins er þekkt. Við látum lesandanum eftir að fletta upp ársúrkomunni í gögnum Veðurstofunnar og reikna síðan út vatnsmagnið með einfaldri margföldun.

...