Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um forngríska byggingarlist?

JGÞ

Í forngrískri byggingarlist voru þrjár megingerðir burðarsúlna og tilheyra þær hver sínum stíl:
  • dórískur stíll
  • jónískur stíll
  • kórintustíll
Hér sjást þrjár súlnareglur Forngrikkja. Lengst til vinstri er dórískur stíll, jónískur í miðjunni og kórintustíll til hægri.

Í dóríska stílnum er enginn stallur undir súlunni. Súluhöfuðið er einfalt og súlan er riffluð. Hof Hefæstosar í Aþenu sem var byggt um 450 f.Kr. er dæmi um byggingu í dórískum stíl.

Jónískar súlur eru léttbyggðari en hinar dórísku, súlurnar eru grennri og yfirleitt rifflaðar. Séreinkenni hins jóníska stíls er einskonar snigill á súluhöfðinu. Eitt hinna fyrstu grísku hofa í jónískum stíl var hof Heru á eyjunni Samos. Það var líklega byggt á árunum 570-560 f.Kr. en eyðilagðist skömmu síðar í jarðskjálfta. Annað dæmi um byggingu í jónískum stíl var Artemisarhofið í Efesos sem var eitt af sjö undrum veraldar.

Rómverski húsameistarinn Vitrúvíus (1. öld f.Kr.) segir í riti sínu De architecture (Um byggingarlistina) að dóríski stíllinn dragi dám af sterkbyggðum karlmannslíkama en hinn jóníski af tignarlegri fegurð kvenlíkamans.

Kórintustíllinn er sá skrautlegasti. Súluhöfuðið er bjöllulaga og skreytt með átta súlublómum. Stílinn dregur nafn sitt af borginni Kórintu. Vitrúvíus skrifar í fyrrnefndu riti sínu að húsameistarinn og myndhöggvarinn Kallímakkos hafi verið upphafsmaður kórintustílsins. Lysikratesarminnismerkið í Aþenu er dæmi um kórintustíl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Wikipedia.org: Doric order. Skoðað 19.2.2008.
  • Wikipedia.org: Ionic order. Skoðað 19.2.2008.
  • Wikipedia.org: Corintian order. Skoðað 19.2.2008.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.2.2009

Spyrjandi

Böðvar Jónsson

Tilvísun

JGÞ. „Getið þið sagt mér eitthvað um forngríska byggingarlist?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2009, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24769.

JGÞ. (2009, 20. febrúar). Getið þið sagt mér eitthvað um forngríska byggingarlist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24769

JGÞ. „Getið þið sagt mér eitthvað um forngríska byggingarlist?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2009. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um forngríska byggingarlist?
Í forngrískri byggingarlist voru þrjár megingerðir burðarsúlna og tilheyra þær hver sínum stíl:

  • dórískur stíll
  • jónískur stíll
  • kórintustíll
Hér sjást þrjár súlnareglur Forngrikkja. Lengst til vinstri er dórískur stíll, jónískur í miðjunni og kórintustíll til hægri.

Í dóríska stílnum er enginn stallur undir súlunni. Súluhöfuðið er einfalt og súlan er riffluð. Hof Hefæstosar í Aþenu sem var byggt um 450 f.Kr. er dæmi um byggingu í dórískum stíl.

Jónískar súlur eru léttbyggðari en hinar dórísku, súlurnar eru grennri og yfirleitt rifflaðar. Séreinkenni hins jóníska stíls er einskonar snigill á súluhöfðinu. Eitt hinna fyrstu grísku hofa í jónískum stíl var hof Heru á eyjunni Samos. Það var líklega byggt á árunum 570-560 f.Kr. en eyðilagðist skömmu síðar í jarðskjálfta. Annað dæmi um byggingu í jónískum stíl var Artemisarhofið í Efesos sem var eitt af sjö undrum veraldar.

Rómverski húsameistarinn Vitrúvíus (1. öld f.Kr.) segir í riti sínu De architecture (Um byggingarlistina) að dóríski stíllinn dragi dám af sterkbyggðum karlmannslíkama en hinn jóníski af tignarlegri fegurð kvenlíkamans.

Kórintustíllinn er sá skrautlegasti. Súluhöfuðið er bjöllulaga og skreytt með átta súlublómum. Stílinn dregur nafn sitt af borginni Kórintu. Vitrúvíus skrifar í fyrrnefndu riti sínu að húsameistarinn og myndhöggvarinn Kallímakkos hafi verið upphafsmaður kórintustílsins. Lysikratesarminnismerkið í Aþenu er dæmi um kórintustíl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Wikipedia.org: Doric order. Skoðað 19.2.2008.
  • Wikipedia.org: Ionic order. Skoðað 19.2.2008.
  • Wikipedia.org: Corintian order. Skoðað 19.2.2008.

Mynd: