Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna skapaðist aldrei umræða um loftsteininn sem féll á austurísrönd Grænlands fyrir fáeinum árum?

SHB



Það var um fimmleytið aðfaranótt hins 9. desember árið 1997, að himinninn á suðurhluta Grænlands lýstist algjörlega upp. Menn telja líklegt að þarna hafi verið um nokkuð stóran loftstein að ræða sem hafi tvístrast yfir suðurrísbreiðunni við 61° norður og 44° vestur, um það bil miðja vegu milli Qaqortoq og höfuðborgarinnar Núk. Steinninn var mjög bjartur en á eftirlitsmyndavél í 600 km fjarlægð í Núk, sást bjart endurvarp frá hlið bíls í bílastæði. Meira en hundrað manns sáu loftsteininn koma inn í lofthjúpinn, tvístrast í um 15 til 20 km hæð og sáu svo leifarnar falla á jökulinn. Veðurtungl fundu merki um óvenjulegt ský yfir árekstrarsvæðinu, en síðar kom í ljós að það var ótengt. Á norskum jarðskjálftamælum mældist 10 sekúndna skjálti, um það bil frá þessu svæði. Skjálftinn mældist hins vegar nokkrum mínútum eftir áreksturinn og kemur það ekki heim og saman við tímann sem það tekur jarðskjálftabylgjur að berast þessa leið. Auk þess mældu jarðskjálftamælar á Grænlandi ekki neina markverða skjálfta.

Árið 1998 gerðu danskir vísindamenn út leiðangur til svæðisins með það að markmiði að finna leifar frá árekstrinum. Mörgum sýnum var safnað frá svæðinu en það eina sem fannst voru örsmáir glerkúlusteinar sem hugsanlega gætu verið leifar steinsins. Þeir eru það eina sem hingað til hefur fundist og hefur það vitaskuld valdið miklum vonbrigðum. Snjórinn og ísinn er mjög þykkur á þessum slóðum og því gætu leifar árekstrarins þegar verið grafnar hundruð metra undir ísnum.

Mönnum er vissulega mikið í mun um að komast því sem þarna gerðist og um það hefur umræðan að mestu snúist. En ástæðan fyrir því að umræðan hefur ekki verið eins lífleg og ætla mætti, er væntanlega sú að okkur skortir sönnunargögn til staðfestingar á árekstri. Um leið og leifarnar finnast má því búast við miklu líflegri umræðum.

Heimild:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

11.6.2002

Spyrjandi

Magnús Bergsson

Tilvísun

SHB. „Hvers vegna skapaðist aldrei umræða um loftsteininn sem féll á austurísrönd Grænlands fyrir fáeinum árum?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2002, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2479.

SHB. (2002, 11. júní). Hvers vegna skapaðist aldrei umræða um loftsteininn sem féll á austurísrönd Grænlands fyrir fáeinum árum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2479

SHB. „Hvers vegna skapaðist aldrei umræða um loftsteininn sem féll á austurísrönd Grænlands fyrir fáeinum árum?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2002. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2479>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna skapaðist aldrei umræða um loftsteininn sem féll á austurísrönd Grænlands fyrir fáeinum árum?


Það var um fimmleytið aðfaranótt hins 9. desember árið 1997, að himinninn á suðurhluta Grænlands lýstist algjörlega upp. Menn telja líklegt að þarna hafi verið um nokkuð stóran loftstein að ræða sem hafi tvístrast yfir suðurrísbreiðunni við 61° norður og 44° vestur, um það bil miðja vegu milli Qaqortoq og höfuðborgarinnar Núk. Steinninn var mjög bjartur en á eftirlitsmyndavél í 600 km fjarlægð í Núk, sást bjart endurvarp frá hlið bíls í bílastæði. Meira en hundrað manns sáu loftsteininn koma inn í lofthjúpinn, tvístrast í um 15 til 20 km hæð og sáu svo leifarnar falla á jökulinn. Veðurtungl fundu merki um óvenjulegt ský yfir árekstrarsvæðinu, en síðar kom í ljós að það var ótengt. Á norskum jarðskjálftamælum mældist 10 sekúndna skjálti, um það bil frá þessu svæði. Skjálftinn mældist hins vegar nokkrum mínútum eftir áreksturinn og kemur það ekki heim og saman við tímann sem það tekur jarðskjálftabylgjur að berast þessa leið. Auk þess mældu jarðskjálftamælar á Grænlandi ekki neina markverða skjálfta.

Árið 1998 gerðu danskir vísindamenn út leiðangur til svæðisins með það að markmiði að finna leifar frá árekstrinum. Mörgum sýnum var safnað frá svæðinu en það eina sem fannst voru örsmáir glerkúlusteinar sem hugsanlega gætu verið leifar steinsins. Þeir eru það eina sem hingað til hefur fundist og hefur það vitaskuld valdið miklum vonbrigðum. Snjórinn og ísinn er mjög þykkur á þessum slóðum og því gætu leifar árekstrarins þegar verið grafnar hundruð metra undir ísnum.

Mönnum er vissulega mikið í mun um að komast því sem þarna gerðist og um það hefur umræðan að mestu snúist. En ástæðan fyrir því að umræðan hefur ekki verið eins lífleg og ætla mætti, er væntanlega sú að okkur skortir sönnunargögn til staðfestingar á árekstri. Um leið og leifarnar finnast má því búast við miklu líflegri umræðum.

Heimild:

...