Krullað hár er víkjandi. Það þýðir að sá sem er með krullað hár hefur erft það frá báðum foreldrum sínum og er arfhreinn (homozygotic) hvað þennan eiginleika varðar. Einstaklingar með slétt hár eru annað hvort arfhreinir hvað slétt hár varðar og geta þá ekki eignast barn með krullur, eða þeir eru arfblendnir (heterozygotic) og geta þá eignast krullhært barn að því gefnu að hitt foreldrið sé einnig arfblendið hvað þennan eiginleika varðar. Ef báðir foreldrar eru með krullað hár (arfhreinir) er ómögulegt að barnið fái erfðaupplýsingar um slétt hár og því verður það með krullur.
Sjá einnig:- Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen? eftir Guðmund Eggertsson
- Hvað ræður augnalit okkar? Hvort eru blá eða brún augu ríkjandi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit? eftir Ulriku Andersson
Mynd: HB