Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?

Sævar Helgi Bragason

Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingarstöðunum. Þetta er svo sem ágætis hugmynd við fyrstu sýn, en hún virkar bara því miður ekki.

Hubblesjónaukinn er vafalítið þekktasti sjónauki í heiminum, enda vekja myndirnar frá honum jafnan mikla hrifningu og undrun. Í kvikmyndum sem fjalla um fyrirbæri í geimnum, oft gríðarlega stór smástirni sem eiga eftir að rekast á jörðina, heimta vísindamennirnir myndir af fyrirbærinu frá Hubblesjónaukanum. Vegna þess hve þekktur Hubblesjónaukinn er, halda margir að hann sé stærsti sjónauki heims. Staðreyndin er hins vegar sú að Hubblesjónaukinn er frekar lítill stjörnusjónauki því spegillinn í honum er aðeins 2,4 metrar að þvermáli. Til samanburðar má nefna Keck-tvíburasjónaukana á Hawaí sem hvor um sig hafa 10 metra spegla.

Það sem Hubblesjónaukinn hefur hins vegar fram yfir stjörnusjónauka sem staðsettir eru á jörðinni, er að hann er laus undan áhrifum þyngdarkraftsins og lofthjúpsins. Lofthjúpurinn, ein af grunnforsendum lífs á jörðinni, er martröð fyrir stjörnufræðinga því sameindir loftsins hegða sér eins og litlar linsur og dreifa ljósinu þvers og kruss yfir stjörnusjónaukann. Sjónaukar á jörðinni hafa þar af leiðandi minni upplausn en Hubblesjónaukinn vegna þessarar ókyrrðar. Með síaukinni tölvutækni hefur stjörnufræðingum hins vegar gerst kleift að gera leiðréttingar fyrir ókyrrðina og má sjá dæmi um það hér að neðan.



Greinigæði sjónauka og reyndar einnig augna mælast í bogasekúndum. Greinigæði mannsauga eru best um 28 bogasekúndur en greinigæði Hubblesjónaukans eru 2000 sinnum meiri eða 0,0127 bogasekúndur. Þetta þýðir að sjónaukinn getur hæglega greint milli bílljósa í 30.000 km fjarlægð. Tunglið er 1800 bogasekúndur í þvermál og það þýðir að allt sem er minna en 200 metrar í þvermál lítur út eins og óskýr punktur fyrir augum Hubbles. Þrátt fyrir að sjónaukar á jörðinni séu stærri en Hubble, eru greinigæði þeirra minni vegna lofthjúpsins. Við getum því útilokað bæði Hubblesjónaukann og sjónauka á jörðinni til að sanna tungllendingarnar, því stærstu hlutirnir sem skildir voru eftir á tunglinu eru neðri helmingur lendingarfarsins og tungljeppinn, hvort tveggja einungis nokkrir metrar að stærð. Hubblesjónaukinn og aðrir sjónaukar á jörðinni geta einfaldlega ekki séð svo smáa hluti á yfirborði tunglsins.

Jafnvel þó að Hubble gæti séð tungllendingarsvæðin, væri nokkrum vandkvæðum bundið að mynda þau. Tunglið ferðast nefnilega hraðar um himininn en nokkurt annað fyrirbæri himinsins og Hubblesjónaukinn getur ekki fylgt eftir fyrirbæri sem ferðast svo hratt.

Það er engu að síður til leið til þess að mynda svæðin. Ef mynd er tekin á hárréttu augnabliki, við sólsetur eða sólarupprás séð frá lendingarsvæðunum, er hægt að sjá skuggana sem myndast frá hlutunum á yfirborðinu. Þetta er hins vegar erfitt ferli og á yfirborðinu er líka steinar, hæðir og fjöll sem varpa líka skugga og flækja málið.

En hversu stór þyrfti sjónauki að vera svo hægt væri að sjá leifarnar? Ef stærstu hlutirnir sem skildir voru eftir á tunglinu eru um tveir metrar í þvermál, gæti sjónauki með 150 metra spegil og 0,001 bogasekúndna greinigæði, hæglega séð leifarnar. VLT sjónaukarnir (Very Large Telescope) fjórir í Chile ættu að geta gert þetta, en þeir gætu greint milli bílljósa á tunglinu. Bygging þeirra sést hér að neðan.



Heimildir:

  • Freedman, R. A. og Kaufmann, William. Universe. W. H. Freedman and Company, New York, 1998. 5. útgáfa.
  • Gunnlaugur Björnsson. Undur Veraldar, ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson. Heimskringla, Reykjavík, 1988.
  • Plait, Philip. Bad Astronomy: Misconceptions and Misuses Revealed from Astrology to the Moon Landing ‘Hoax’. Wiley and Sons, Bandaríkin, 2002.

Myndirnar eru í 6.kafla Universe.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

13.6.2002

Spyrjandi

Kjartan Ólason

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2002, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2489.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 13. júní). Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2489

Sævar Helgi Bragason. „Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2002. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2489>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?
Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingarstöðunum. Þetta er svo sem ágætis hugmynd við fyrstu sýn, en hún virkar bara því miður ekki.

Hubblesjónaukinn er vafalítið þekktasti sjónauki í heiminum, enda vekja myndirnar frá honum jafnan mikla hrifningu og undrun. Í kvikmyndum sem fjalla um fyrirbæri í geimnum, oft gríðarlega stór smástirni sem eiga eftir að rekast á jörðina, heimta vísindamennirnir myndir af fyrirbærinu frá Hubblesjónaukanum. Vegna þess hve þekktur Hubblesjónaukinn er, halda margir að hann sé stærsti sjónauki heims. Staðreyndin er hins vegar sú að Hubblesjónaukinn er frekar lítill stjörnusjónauki því spegillinn í honum er aðeins 2,4 metrar að þvermáli. Til samanburðar má nefna Keck-tvíburasjónaukana á Hawaí sem hvor um sig hafa 10 metra spegla.

Það sem Hubblesjónaukinn hefur hins vegar fram yfir stjörnusjónauka sem staðsettir eru á jörðinni, er að hann er laus undan áhrifum þyngdarkraftsins og lofthjúpsins. Lofthjúpurinn, ein af grunnforsendum lífs á jörðinni, er martröð fyrir stjörnufræðinga því sameindir loftsins hegða sér eins og litlar linsur og dreifa ljósinu þvers og kruss yfir stjörnusjónaukann. Sjónaukar á jörðinni hafa þar af leiðandi minni upplausn en Hubblesjónaukinn vegna þessarar ókyrrðar. Með síaukinni tölvutækni hefur stjörnufræðingum hins vegar gerst kleift að gera leiðréttingar fyrir ókyrrðina og má sjá dæmi um það hér að neðan.



Greinigæði sjónauka og reyndar einnig augna mælast í bogasekúndum. Greinigæði mannsauga eru best um 28 bogasekúndur en greinigæði Hubblesjónaukans eru 2000 sinnum meiri eða 0,0127 bogasekúndur. Þetta þýðir að sjónaukinn getur hæglega greint milli bílljósa í 30.000 km fjarlægð. Tunglið er 1800 bogasekúndur í þvermál og það þýðir að allt sem er minna en 200 metrar í þvermál lítur út eins og óskýr punktur fyrir augum Hubbles. Þrátt fyrir að sjónaukar á jörðinni séu stærri en Hubble, eru greinigæði þeirra minni vegna lofthjúpsins. Við getum því útilokað bæði Hubblesjónaukann og sjónauka á jörðinni til að sanna tungllendingarnar, því stærstu hlutirnir sem skildir voru eftir á tunglinu eru neðri helmingur lendingarfarsins og tungljeppinn, hvort tveggja einungis nokkrir metrar að stærð. Hubblesjónaukinn og aðrir sjónaukar á jörðinni geta einfaldlega ekki séð svo smáa hluti á yfirborði tunglsins.

Jafnvel þó að Hubble gæti séð tungllendingarsvæðin, væri nokkrum vandkvæðum bundið að mynda þau. Tunglið ferðast nefnilega hraðar um himininn en nokkurt annað fyrirbæri himinsins og Hubblesjónaukinn getur ekki fylgt eftir fyrirbæri sem ferðast svo hratt.

Það er engu að síður til leið til þess að mynda svæðin. Ef mynd er tekin á hárréttu augnabliki, við sólsetur eða sólarupprás séð frá lendingarsvæðunum, er hægt að sjá skuggana sem myndast frá hlutunum á yfirborðinu. Þetta er hins vegar erfitt ferli og á yfirborðinu er líka steinar, hæðir og fjöll sem varpa líka skugga og flækja málið.

En hversu stór þyrfti sjónauki að vera svo hægt væri að sjá leifarnar? Ef stærstu hlutirnir sem skildir voru eftir á tunglinu eru um tveir metrar í þvermál, gæti sjónauki með 150 metra spegil og 0,001 bogasekúndna greinigæði, hæglega séð leifarnar. VLT sjónaukarnir (Very Large Telescope) fjórir í Chile ættu að geta gert þetta, en þeir gætu greint milli bílljósa á tunglinu. Bygging þeirra sést hér að neðan.



Heimildir:

  • Freedman, R. A. og Kaufmann, William. Universe. W. H. Freedman and Company, New York, 1998. 5. útgáfa.
  • Gunnlaugur Björnsson. Undur Veraldar, ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson. Heimskringla, Reykjavík, 1988.
  • Plait, Philip. Bad Astronomy: Misconceptions and Misuses Revealed from Astrology to the Moon Landing ‘Hoax’. Wiley and Sons, Bandaríkin, 2002.

Myndirnar eru í 6.kafla Universe....