Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í Bandaríkjunum. Dýrið tilheyrir deilitegundinni Panthera tigris tigris eða Bengal tígrisdýrinu sem lifir á Indlandi, í Nepal og í smáríkinu Bhutan. Tígrísdýr veiða ekki í hópi eins og til dæmis ljón og vilja helst vera út af fyrir sig. Tígrisdýrið getur étið allt að 20 kíló af kjöti í einu en ef það étur svo mikið þarf það ekkert að éta í nokkra daga. Ýmis veiðifélög, bresk og indversk, hafa haldið nákvæmar skrár yfir tígrisdýraveiðar á ofanverðri 19.öld og fyrri hluta 20.aldar. Hvít tígrísdýr voru aðalega veidd í norðuhluta Indlands og í Nepal. Á árunum 1907 til 1930 voru alls sautján hvít tígrisdýr veidd. Heimildir, mynd og frekara lesefni um hvít tígrisdýr:
Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?
Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í Bandaríkjunum. Dýrið tilheyrir deilitegundinni Panthera tigris tigris eða Bengal tígrisdýrinu sem lifir á Indlandi, í Nepal og í smáríkinu Bhutan. Tígrísdýr veiða ekki í hópi eins og til dæmis ljón og vilja helst vera út af fyrir sig. Tígrisdýrið getur étið allt að 20 kíló af kjöti í einu en ef það étur svo mikið þarf það ekkert að éta í nokkra daga. Ýmis veiðifélög, bresk og indversk, hafa haldið nákvæmar skrár yfir tígrisdýraveiðar á ofanverðri 19.öld og fyrri hluta 20.aldar. Hvít tígrísdýr voru aðalega veidd í norðuhluta Indlands og í Nepal. Á árunum 1907 til 1930 voru alls sautján hvít tígrisdýr veidd. Heimildir, mynd og frekara lesefni um hvít tígrisdýr:
Útgáfudagur
13.6.2002
Spyrjandi
Viktor Traustason
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2490.
Jón Már Halldórsson. (2002, 13. júní). Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2490
Jón Már Halldórsson. „Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2490>.