Sólin Sólin Rís 07:27 • sest 19:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:21 • Sest 05:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:00 í Reykjavík

Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líkur á því að þeir séu andlega seinþroska. Það, ásamt því að vera mjög fjörugir, getur leitt til námsörðugleika. Flestir XYY-karlar eru frjóir og synir þeirra virðast ekki erfa aukalitninginn. Líklega eyðist hann með einhverjum hætti við kynfrumumyndun.

Á sjöunda áratugnum vildu sumir fræðimenn tengja XYY-litningafrávikið við glæpahneigð. Í rannsókn á tíðni litningabreytinga meðal skoskra fanga reyndist tíðni XYY-gallans hærri en vænta mátti. Kom fram sú hugmynd að aukakarlkynlitningurinn gerði það að verkum að mennirnir væru óvenju árásargjarnir og fremdu því frekar ofbeldisverk en þeir sem ekki hefðu hann. Síðar hafa ýmsir fræðimenn dregið í efa að tengja megi saman glæpahneigð og auka Y litning.

Á heimasíður The Turner Center í Danmörku, sem er rannsókna- og ráðgjafastofnun á sviði litningagalla, er að finna ítarlegri upplýsingar um áhrif þess að vera með auka Y litning. Einnig má finna upplýsingar um XYY í bókinni Erfðafræði eftir Örnólf Thorlacius.

Heimildir:

Örnólf Thorlacius (1991). Erfðafræði (2. útg.) Reykjavík, Iðunn.

The Turner Center

Skoðið einnig svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?


Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

19.6.2002

Spyrjandi

Markús Már Sigurðsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2002. Sótt 28. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2503.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 19. júní). Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2503

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2002. Vefsíða. 28. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2503>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?
Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líkur á því að þeir séu andlega seinþroska. Það, ásamt því að vera mjög fjörugir, getur leitt til námsörðugleika. Flestir XYY-karlar eru frjóir og synir þeirra virðast ekki erfa aukalitninginn. Líklega eyðist hann með einhverjum hætti við kynfrumumyndun.

Á sjöunda áratugnum vildu sumir fræðimenn tengja XYY-litningafrávikið við glæpahneigð. Í rannsókn á tíðni litningabreytinga meðal skoskra fanga reyndist tíðni XYY-gallans hærri en vænta mátti. Kom fram sú hugmynd að aukakarlkynlitningurinn gerði það að verkum að mennirnir væru óvenju árásargjarnir og fremdu því frekar ofbeldisverk en þeir sem ekki hefðu hann. Síðar hafa ýmsir fræðimenn dregið í efa að tengja megi saman glæpahneigð og auka Y litning.

Á heimasíður The Turner Center í Danmörku, sem er rannsókna- og ráðgjafastofnun á sviði litningagalla, er að finna ítarlegri upplýsingar um áhrif þess að vera með auka Y litning. Einnig má finna upplýsingar um XYY í bókinni Erfðafræði eftir Örnólf Thorlacius.

Heimildir:

Örnólf Thorlacius (1991). Erfðafræði (2. útg.) Reykjavík, Iðunn.

The Turner Center

Skoðið einnig svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?


Mynd: HB...