Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?

Jón Gunnar ÞorsteinssonUm gerð arkarinnar segir í fyrstu bók Móse að hún skuli gerð úr góferviði, brædd biki utan og innan og enn fremur segir þar:
Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efst. (6:16)
Um lengd arkarinnar segir þetta:
Lengd arkarinnar sé þrjú hundruð álnir, breidd hennar fimmtíu álnir og hæð hennar þrjátíu álnir. (6:15)
Lengdareiningin alin nefnist ammah á hebresku en cubitus á latínu. Lengd álnarinnar er nokkuð á reiki, en hér verður stuðst við að ein alin sé 54 cm. Þá er ljóst að örkin hans Nóa var 162 m á lengd, 27 m á breidd og 16,2 m á hæð. Örkin var þess vegna nærri því jafn breið og farþegaskipið Titanic, en mesta breidd þess var 28,2 m. Titanic var þó öllu lengra, eða 269 metrar. Þar sem ein rúmlest jafngildir 2,83 m3 er ljóst að örkin hans Nóa var um 25.038 rúmlestir á stærð, en Titanic var rúmar 46.000 brúttórúmlestir.Stærstu skip Eimskipa eru systurskipin Dettifoss og Goðafoss. Við smíði þeirra mætti ætla að tekið hafi verið mið af örkinni, en þau eru nærri jafnlöng og breið og hún, aðeins rúmum þrem metrum lengri og einum metra breiðari. Hæð þeirra er hins vegar önnur: aðalhæð 44 metrar og hæð að aðalþilfari 12 metrar. Brúttórúmmál systurskipanna er 14.664 brúttótonn en reiknað hefur verið út að örkin hafi verið um 14.000 brúttótonn. Örkin hans Nóa er því fyllilega sambærileg við stærstu flutningaskip Eimskipa.Stærsta skip sem kom til Reykjavíkurhafnar sumarið 2001 var skemmtiferðarskipið Norwegian Sun, en það var um 77 þúsund rúmlestir eða rúmlega þrisvar sinnum stærra en örkin. Um borð í því skipi voru 1.777 farþegar og þeir gátu snætt á 9 veitingastöðum.Farþegarnir á Norsku sólinni hafa að líkindum haft það öllu betra um borð en dýr jarðarinnar í örkinni, en þeir sem ítarlegast hafa kynnt sér skipasmíðar Nóa og sona hans hafa ályktað að allt að 35.000 skepnur hafi verið um borð í örkinni. Aðrir fræðingar telja þá tölu hina mestu firru og fullyrða að ekki hafi verið nema rétt um 2.000 skepnur um borð. Ef það er rétt, og þar sem áætla má að meðalstærð skepnanna hafi verið svona á við eina kind, er ljóst að siglingin með Nóa hefur jafnast á við hina bestu lystireisu.

Hér geta áhugasamir siglt um á Norsku sólinni en fyrst er mönnum ráðlagt að lesa greinina Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó?

Heimildir

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.6.2002

Spyrjandi

Helgi Guðbjörnsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2002, sótt 22. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2504.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 19. júní). Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2504

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2002. Vefsíða. 22. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2504>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?


Um gerð arkarinnar segir í fyrstu bók Móse að hún skuli gerð úr góferviði, brædd biki utan og innan og enn fremur segir þar:
Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efst. (6:16)
Um lengd arkarinnar segir þetta:
Lengd arkarinnar sé þrjú hundruð álnir, breidd hennar fimmtíu álnir og hæð hennar þrjátíu álnir. (6:15)
Lengdareiningin alin nefnist ammah á hebresku en cubitus á latínu. Lengd álnarinnar er nokkuð á reiki, en hér verður stuðst við að ein alin sé 54 cm. Þá er ljóst að örkin hans Nóa var 162 m á lengd, 27 m á breidd og 16,2 m á hæð. Örkin var þess vegna nærri því jafn breið og farþegaskipið Titanic, en mesta breidd þess var 28,2 m. Titanic var þó öllu lengra, eða 269 metrar. Þar sem ein rúmlest jafngildir 2,83 m3 er ljóst að örkin hans Nóa var um 25.038 rúmlestir á stærð, en Titanic var rúmar 46.000 brúttórúmlestir.Stærstu skip Eimskipa eru systurskipin Dettifoss og Goðafoss. Við smíði þeirra mætti ætla að tekið hafi verið mið af örkinni, en þau eru nærri jafnlöng og breið og hún, aðeins rúmum þrem metrum lengri og einum metra breiðari. Hæð þeirra er hins vegar önnur: aðalhæð 44 metrar og hæð að aðalþilfari 12 metrar. Brúttórúmmál systurskipanna er 14.664 brúttótonn en reiknað hefur verið út að örkin hafi verið um 14.000 brúttótonn. Örkin hans Nóa er því fyllilega sambærileg við stærstu flutningaskip Eimskipa.Stærsta skip sem kom til Reykjavíkurhafnar sumarið 2001 var skemmtiferðarskipið Norwegian Sun, en það var um 77 þúsund rúmlestir eða rúmlega þrisvar sinnum stærra en örkin. Um borð í því skipi voru 1.777 farþegar og þeir gátu snætt á 9 veitingastöðum.Farþegarnir á Norsku sólinni hafa að líkindum haft það öllu betra um borð en dýr jarðarinnar í örkinni, en þeir sem ítarlegast hafa kynnt sér skipasmíðar Nóa og sona hans hafa ályktað að allt að 35.000 skepnur hafi verið um borð í örkinni. Aðrir fræðingar telja þá tölu hina mestu firru og fullyrða að ekki hafi verið nema rétt um 2.000 skepnur um borð. Ef það er rétt, og þar sem áætla má að meðalstærð skepnanna hafi verið svona á við eina kind, er ljóst að siglingin með Nóa hefur jafnast á við hina bestu lystireisu.

Hér geta áhugasamir siglt um á Norsku sólinni en fyrst er mönnum ráðlagt að lesa greinina Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó?

Heimildir

Myndir: