Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum?

Ulrika Andersson

Til Fídjieyja teljast um 800 eyjar og sker. Þær liggja í Suður-Kyrrahafi um 3100 kílómetrum norðaustur af Sydney í Ástralíu. Stærstu eyjarnar heita Viti Levu og Vanua Levu. Landnám á eyjunum hófst fyrir um 3500 árum síðan og í dag er búið á meira en 100 eyjum. Talið er að fyrstu íbúarnir hafi komið frá Melanesíu sem er eyjaklasi í Vestur Kyrrahafi. Stærstu eyjar Fídjieyja eru eldfjallaeyjar en margar hinna minni eru kóralrif. Fídjieyjar eru ekki langt frá miðbaug og meðalhiti er um 25 gráður á Selsíus allt árið um kring. Nokkuð heitara er á regntímanum sem varir frá desember til aptíl. Á þeim tíma dynja stundum krafmiklir hvirfilbyljir á eyjunum sem valda miklu tjóni.

Tæplega helmingurinn af landsvæði Fídjieyja er þakinn regnskógi en annað land er gróið. Margskonar hitabeltisgróður vex á eyjunum þar á meðal bambustré og pálmatré. Fídjeyingar höggva mikið af trjám og nú er svo komið að farið er að óttast um landeyðingu af þeim sökum. Fídjeyingar rækta mikið af sykurreyr, kókóshnetum, hrísgrjónum og banönum. Hundar, kettir, hestar, kýr og kindur hafa borist til eyjanna með mannfólkinu en rottur og leðurblökur voru þar fyrir. Fuglalífið er mjög fjölbreytt og mikið er af allskyns páfagaukum og uglum.

Fídjieyjar eru í samanburði við önnur eyríki í Kyrrahafinu vel settar fjárhagslega. Ferðamannaiðnaðurinn gefur af sér miklar tekjur en um 300 000 ferðamenn koma til eyjanna á hverju ári. Auk þess skiptir sala á sykurreyr, timburútflutningur og málmvinnsla efnahag landsins miklu máli. Olía hefur fundist við eyjarnar en ekki er byrjað vinna hana. Fídjíeyjar virkja árnar í fjöllunum og framleiða þannig rafmagn. Stærstu útflutningsmarkaðir Fídjíeyja eru Bandaríkin, Ástralía og nágrannaríki.

Fyrsti evrópubúinn sem gekk á land á Fídjieyjum kom árið 1643. Sá var hollensku landkönnuður sem hét Abel Tasman. Aðrir evrópubúar fylgdu ekki í fótspor hans fyrr en í kringum 1820 þegar töluverður fjöldi evrópubúa kom til eyjanna. Innfæddir Fídjieyingar tilheyrðu á þessum tíma ættbálkum sem stöðugt börðust um völdin. Töluverður ófriður ríkti á eyjunum og að lokum fór svo að Bretar tóku við stjórnartaumum í landinu árið 1874. Fídjieyjar hlutu ekki sjálfstæði frá þeim fyrr en 1970 og eftir tvær stjórnarbyltingar urðu Fídjieyjar lýðveldi árið 1987.

Fídjeyingar eru tæplega ein milljón og fimmtungur þeirra býr í höfuðborginni Suva. Um helmingur íbúanna býr í litlum þorpum út í sveit en sífellt fleiri taka sig upp af landsbyggðinni og flytja til borganna sem fara stöðugt vaxandi. Fídjeyingar eiga sér ólíkan bakgrunn. Um helmingur þjóðarinnar á ættir sínar að rekja til Melanesíu, tæplega helmingur er af indverskum ættum auk þess sem lítill minnihluti annara þjóðarbrota lifir í landinu. Indverjar hafa búið á eyjunum frá því að Bretar tóku við stjórnartaumunum en þá var Indland einnig undir stjórn Breta. Bretar sendu hópa af Indverjum til Fídjieyja til þess að vinna á plantekrum. Sambýli þessara tveggja þjóðarbrota hefur ekki alltaf verið friðsamlegt. Meira en helmingur Fídjeyinga eru kristin, indverjarnir eru yfirleitt hindúar en sumir þeirra, þó lítill minnihluti sé, eru múslimar.

Ólíkur bakgrunnur og menning þessara hópa setur svip sinn á lifnarhætti fólksins. Margir hina innfæddu búa í svokölluðum bure en það eru lítil hús með stráþaki. Oft fer lítið fyrir húsgögnum og oftast eru bara mottur á gólfunum. Þeir borða mest fisk, hrísgrjón og sætar kartöflur ( e.yams). Indverjarnir aftur á móti búa í húsum úr tré eða steypu. Yfirleitt leggja þeir sér hefðbundinn indverskan mat eins og karrýrétti til munns. Opinber aðskilnaðarstefna er ekki við lýði á eyjunum en samt er það svo að yfirleitt búa innfæddir og Indverjar ekki í sömu hverfum eða ganga í sömu skólana.

Mikil spenna ríkir á milli þessara hópa og á síðastliðnum áratugum hafa deilur verið margar og erfitt hefur verið að halda uppi pólitísku valdajafnvægi. Deilurnar hafa haft mikil áhrif á þjóðfélag og efnahag. Kosningar voru haldnar í landinu árið 1999 og í kjölfar þeirra settist maður sem er af indversku bergi brotinn í forsætisráðherrastólinn. Vinsældir hans voru ekki miklar á meðal innfæddra sem fannst hlutur Indverja í stjórn landsins of mikill. Pólítískt uppnám fylgdi í kjölfar annara kosningar árið 2000 þar sem innfæddir þjóðernissinnar gerðu áhlaup á þingið og tóku forsætisráðherrann og aðra ráðherra sem gísla. Herinn tók í kjölfarið við stjórn landsins og skipaði nýjan forsætisráðherra til bráðabirgða. Gíslunum var sleppt eftir nokkra mánuði og árið eftir voru enn á ný haldnar kosningar og kjölfar þeirra settist Qarase sem á rætur sínar að rekja til Melansíu í forsætisráðherrastólinn.

Heimildir

Encarta

CIA World Factbook

Myndir

Encarta

Ferðamálaráð Fídjieyja

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

20.6.2002

Spyrjandi

Daði Pétursson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum? “ Vísindavefurinn, 20. júní 2002. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2510.

Ulrika Andersson. (2002, 20. júní). Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2510

Ulrika Andersson. „Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum? “ Vísindavefurinn. 20. jún. 2002. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2510>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum?
Til Fídjieyja teljast um 800 eyjar og sker. Þær liggja í Suður-Kyrrahafi um 3100 kílómetrum norðaustur af Sydney í Ástralíu. Stærstu eyjarnar heita Viti Levu og Vanua Levu. Landnám á eyjunum hófst fyrir um 3500 árum síðan og í dag er búið á meira en 100 eyjum. Talið er að fyrstu íbúarnir hafi komið frá Melanesíu sem er eyjaklasi í Vestur Kyrrahafi. Stærstu eyjar Fídjieyja eru eldfjallaeyjar en margar hinna minni eru kóralrif. Fídjieyjar eru ekki langt frá miðbaug og meðalhiti er um 25 gráður á Selsíus allt árið um kring. Nokkuð heitara er á regntímanum sem varir frá desember til aptíl. Á þeim tíma dynja stundum krafmiklir hvirfilbyljir á eyjunum sem valda miklu tjóni.

Tæplega helmingurinn af landsvæði Fídjieyja er þakinn regnskógi en annað land er gróið. Margskonar hitabeltisgróður vex á eyjunum þar á meðal bambustré og pálmatré. Fídjeyingar höggva mikið af trjám og nú er svo komið að farið er að óttast um landeyðingu af þeim sökum. Fídjeyingar rækta mikið af sykurreyr, kókóshnetum, hrísgrjónum og banönum. Hundar, kettir, hestar, kýr og kindur hafa borist til eyjanna með mannfólkinu en rottur og leðurblökur voru þar fyrir. Fuglalífið er mjög fjölbreytt og mikið er af allskyns páfagaukum og uglum.

Fídjieyjar eru í samanburði við önnur eyríki í Kyrrahafinu vel settar fjárhagslega. Ferðamannaiðnaðurinn gefur af sér miklar tekjur en um 300 000 ferðamenn koma til eyjanna á hverju ári. Auk þess skiptir sala á sykurreyr, timburútflutningur og málmvinnsla efnahag landsins miklu máli. Olía hefur fundist við eyjarnar en ekki er byrjað vinna hana. Fídjíeyjar virkja árnar í fjöllunum og framleiða þannig rafmagn. Stærstu útflutningsmarkaðir Fídjíeyja eru Bandaríkin, Ástralía og nágrannaríki.

Fyrsti evrópubúinn sem gekk á land á Fídjieyjum kom árið 1643. Sá var hollensku landkönnuður sem hét Abel Tasman. Aðrir evrópubúar fylgdu ekki í fótspor hans fyrr en í kringum 1820 þegar töluverður fjöldi evrópubúa kom til eyjanna. Innfæddir Fídjieyingar tilheyrðu á þessum tíma ættbálkum sem stöðugt börðust um völdin. Töluverður ófriður ríkti á eyjunum og að lokum fór svo að Bretar tóku við stjórnartaumum í landinu árið 1874. Fídjieyjar hlutu ekki sjálfstæði frá þeim fyrr en 1970 og eftir tvær stjórnarbyltingar urðu Fídjieyjar lýðveldi árið 1987.

Fídjeyingar eru tæplega ein milljón og fimmtungur þeirra býr í höfuðborginni Suva. Um helmingur íbúanna býr í litlum þorpum út í sveit en sífellt fleiri taka sig upp af landsbyggðinni og flytja til borganna sem fara stöðugt vaxandi. Fídjeyingar eiga sér ólíkan bakgrunn. Um helmingur þjóðarinnar á ættir sínar að rekja til Melanesíu, tæplega helmingur er af indverskum ættum auk þess sem lítill minnihluti annara þjóðarbrota lifir í landinu. Indverjar hafa búið á eyjunum frá því að Bretar tóku við stjórnartaumunum en þá var Indland einnig undir stjórn Breta. Bretar sendu hópa af Indverjum til Fídjieyja til þess að vinna á plantekrum. Sambýli þessara tveggja þjóðarbrota hefur ekki alltaf verið friðsamlegt. Meira en helmingur Fídjeyinga eru kristin, indverjarnir eru yfirleitt hindúar en sumir þeirra, þó lítill minnihluti sé, eru múslimar.

Ólíkur bakgrunnur og menning þessara hópa setur svip sinn á lifnarhætti fólksins. Margir hina innfæddu búa í svokölluðum bure en það eru lítil hús með stráþaki. Oft fer lítið fyrir húsgögnum og oftast eru bara mottur á gólfunum. Þeir borða mest fisk, hrísgrjón og sætar kartöflur ( e.yams). Indverjarnir aftur á móti búa í húsum úr tré eða steypu. Yfirleitt leggja þeir sér hefðbundinn indverskan mat eins og karrýrétti til munns. Opinber aðskilnaðarstefna er ekki við lýði á eyjunum en samt er það svo að yfirleitt búa innfæddir og Indverjar ekki í sömu hverfum eða ganga í sömu skólana.

Mikil spenna ríkir á milli þessara hópa og á síðastliðnum áratugum hafa deilur verið margar og erfitt hefur verið að halda uppi pólitísku valdajafnvægi. Deilurnar hafa haft mikil áhrif á þjóðfélag og efnahag. Kosningar voru haldnar í landinu árið 1999 og í kjölfar þeirra settist maður sem er af indversku bergi brotinn í forsætisráðherrastólinn. Vinsældir hans voru ekki miklar á meðal innfæddra sem fannst hlutur Indverja í stjórn landsins of mikill. Pólítískt uppnám fylgdi í kjölfar annara kosningar árið 2000 þar sem innfæddir þjóðernissinnar gerðu áhlaup á þingið og tóku forsætisráðherrann og aðra ráðherra sem gísla. Herinn tók í kjölfarið við stjórn landsins og skipaði nýjan forsætisráðherra til bráðabirgða. Gíslunum var sleppt eftir nokkra mánuði og árið eftir voru enn á ný haldnar kosningar og kjölfar þeirra settist Qarase sem á rætur sínar að rekja til Melansíu í forsætisráðherrastólinn.

Heimildir

Encarta

CIA World Factbook

Myndir

Encarta

Ferðamálaráð Fídjieyja

...