Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðasambandið per se?

Stefán Jónsson



Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). Se (sibi, se) er hins vegar þolfallið af afturbeygða latneska fornafninu. Þetta fornafn er þeirrar náttúru að vera bara til í aukaföllunum en ekki nefnifalli og vísa til frumlagsins í setningunni sem það stendur í. Það samsvarar að mestu leyti íslenska fornafninu sig (sér, sín).

Orðin per se eru notuð um hluti eða hugtök sem er fjallað um óháð samhenginu sem þau standa í, það er óháð tengslum þeirra við aðra hluti eða hugtök. Sem dæmi mætti nefna að þegar talað er um stuld "per se" er væntanlega átt við hugtakið stuld, algerlega óháð því hver stelur hverju, hvenær, hvernig, frá hverjum og af hvaða ástæðu. Það kemur "stuldi per se" ekkert við hvort tiltekinn þjófur á sér málsbætur, eins og til dæmis fátækt eða neyð, eða hvort stolið var miklu eða litlu.

Þetta orðasamband er algengt í ensku fræðimáli enda er enska undir miklum áhrifum frá latínu. Bæði eru mörg ensk orð komin beint af latneskum stofnum, og auk þess var latínukunnátta í eina tíð mjög útbreidd meðal menntaðra Breta, svo latínuslettur eins og þessi voru sjálfsagðar.

Auk þessa kemur per se af og til fyrir í máli langskólagenginna Íslendinga. Á íslensku er hins vegar lítil ástæða til að nota slettur eins og þessar: Eins og sést af þýðingunum fremst í svarinu er til nóg af íslenskum orðasamböndum sem hafa sömu merkingu.



Mynd: HB

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.6.2002

Spyrjandi

Daði Hannesson

Tilvísun

Stefán Jónsson. „Hvað þýðir orðasambandið per se?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2002, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2512.

Stefán Jónsson. (2002, 20. júní). Hvað þýðir orðasambandið per se? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2512

Stefán Jónsson. „Hvað þýðir orðasambandið per se?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2002. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2512>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðasambandið per se?


Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). Se (sibi, se) er hins vegar þolfallið af afturbeygða latneska fornafninu. Þetta fornafn er þeirrar náttúru að vera bara til í aukaföllunum en ekki nefnifalli og vísa til frumlagsins í setningunni sem það stendur í. Það samsvarar að mestu leyti íslenska fornafninu sig (sér, sín).

Orðin per se eru notuð um hluti eða hugtök sem er fjallað um óháð samhenginu sem þau standa í, það er óháð tengslum þeirra við aðra hluti eða hugtök. Sem dæmi mætti nefna að þegar talað er um stuld "per se" er væntanlega átt við hugtakið stuld, algerlega óháð því hver stelur hverju, hvenær, hvernig, frá hverjum og af hvaða ástæðu. Það kemur "stuldi per se" ekkert við hvort tiltekinn þjófur á sér málsbætur, eins og til dæmis fátækt eða neyð, eða hvort stolið var miklu eða litlu.

Þetta orðasamband er algengt í ensku fræðimáli enda er enska undir miklum áhrifum frá latínu. Bæði eru mörg ensk orð komin beint af latneskum stofnum, og auk þess var latínukunnátta í eina tíð mjög útbreidd meðal menntaðra Breta, svo latínuslettur eins og þessi voru sjálfsagðar.

Auk þessa kemur per se af og til fyrir í máli langskólagenginna Íslendinga. Á íslensku er hins vegar lítil ástæða til að nota slettur eins og þessar: Eins og sést af þýðingunum fremst í svarinu er til nóg af íslenskum orðasamböndum sem hafa sömu merkingu.



Mynd: HB...