Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hvað er "catnip" (kattarminta)?

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson

Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja þeir að þefa af henni, éta hana og nudda sér upp við hana. Á meðan að áhrifin af nepetalactonenu varir verða kettir mjög kátir og oftast nota kattareigendur kattarmintu til að hressa kettina sína við. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna efnið hefur þessi áhrif en ekki er talið að það sé hættulegt eða ávanabindandi ef það er notað í hófi.

Áhrifin vara ekki mjög lengi eða í 5 til 10 mínútur og eftir að “runnið er af” köttunum fara þeir yfirleitt og hvíla sig. Stundum hafa kattareigendur kattarmintu í blómapotti sem kettir geta gengið í en einnig er hægt að kaupa hana þurrkaða og dreifa henni á gólfið. Í sumum löndum er hægt að kaupa sérstök leikföng úr taui sem eru fyllt með kattarmintu.

Ekki eru allir kettir næmir fyrir mintunni. Sumum stendur alveg á sama um mintuna og sýna enginn gleðiviðbrögð þó þeir komist í tæri við hana. Kattarmintan virðist þó vera mjög vinsæl á meðal kynþroska katta, kettlingum finnst hún til dæmis yfirleitt ógeðsleg enda þurfa þeir svo sem yfirleitt ekki á neinum örvandi efnum að halda til þess að kætast. Þá dugar mintan yfirleitt ekki til þess að kveikja í mjög gömlum og þreyttum köttum.

Jurtin er fjölær, á uppruna sinn að rekja til Evrópu en finnst víða í Norður-Ameríku þar sem hún vex villt.

Heimildir

How stuff works

Purdue-háskóli

Mynd af kisu og kattarmintu var á vefsetri bóndabæjar sem hýsir heimilislausa ketti

Höfundar

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

21.6.2002

Spyrjandi

Ingi Eggert Ásbjörnsson

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hvað er "catnip" (kattarminta)?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2002. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2515.

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. (2002, 21. júní). Hvað er "catnip" (kattarminta)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2515

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hvað er "catnip" (kattarminta)?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2002. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2515>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja þeir að þefa af henni, éta hana og nudda sér upp við hana. Á meðan að áhrifin af nepetalactonenu varir verða kettir mjög kátir og oftast nota kattareigendur kattarmintu til að hressa kettina sína við. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna efnið hefur þessi áhrif en ekki er talið að það sé hættulegt eða ávanabindandi ef það er notað í hófi.

Áhrifin vara ekki mjög lengi eða í 5 til 10 mínútur og eftir að “runnið er af” köttunum fara þeir yfirleitt og hvíla sig. Stundum hafa kattareigendur kattarmintu í blómapotti sem kettir geta gengið í en einnig er hægt að kaupa hana þurrkaða og dreifa henni á gólfið. Í sumum löndum er hægt að kaupa sérstök leikföng úr taui sem eru fyllt með kattarmintu.

Ekki eru allir kettir næmir fyrir mintunni. Sumum stendur alveg á sama um mintuna og sýna enginn gleðiviðbrögð þó þeir komist í tæri við hana. Kattarmintan virðist þó vera mjög vinsæl á meðal kynþroska katta, kettlingum finnst hún til dæmis yfirleitt ógeðsleg enda þurfa þeir svo sem yfirleitt ekki á neinum örvandi efnum að halda til þess að kætast. Þá dugar mintan yfirleitt ekki til þess að kveikja í mjög gömlum og þreyttum köttum.

Jurtin er fjölær, á uppruna sinn að rekja til Evrópu en finnst víða í Norður-Ameríku þar sem hún vex villt.

Heimildir

How stuff works

Purdue-háskóli

Mynd af kisu og kattarmintu var á vefsetri bóndabæjar sem hýsir heimilislausa ketti...