Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvers konar prímatar eru rhesusapar?

Jón Már Halldórsson

Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit.

Rhesusapar búa gjarnan í skógum en stundum búa þeir í kjarrlendi. Þeir geta búið hátt yfir sjávarmáli eða allt upp í 3000 metra hæð. Helsta fæða apanna er fræ, rætur, ávextir og skordýr. Ef hart er í ári éta þeir einnig trjábörk og lauf.

Rhesusapar lifa í hópum en stærð hópanna er breytileg og fer eftir umhverfinu sem þeir lifa í. Ef lítið vatn er til dæmis á svæðinu sem þeir búa á eru ekki fleiri en 200 dýr í hópnum.

Rhesusapar Macaca mulatta finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru mikið notaðir í læknis- og lífeðlisfræðirannsóknum.

Kvendýrin ráða lögum og lofum í hópnum og karlarnir hafi sig lítið í frammi nema um fengitímann. Kvendýrin ganga með afkvæmi sín í 135 til 194 daga. Yfirleitt fæðist eitt afkvæmi sem vegur um 450 grömm.

Víða á Indlandi telst rhesusapinn til heilagra dýra og fær því að lifa óáreittur í fjölmörgum hofum Hindúa og búddhatrúarmanna. Rhesusapar eru mjög fjörmiklir og uppátækjasöm dýr enda ákaflega greind. Margir af þeim sem hafa haft slíka apa sem gæludýr vara þó við þeim því þegar þeir verða kynþroska verða þeir skapvondir með eindæmum og miklir skemmdarvargar.

Rhesusapar hafa tekið virkan þátt í sögu mannskyns. Þannig var það rhesusapi nokkur sem var fyrsta fremdar-dýrið sem fór út í geim. Auk þess eru rhesusapar mikið notaðir í læknis- og lífeðlisfræðirannsóknum. Þess má geta að með því að nota blóð úr rhesusapa greindu menn á rannsóknastofum tilvist rh-mótefnavakans í blóði manna en það er prótein sem staðsett er utan á frumuhimnu rauðu blóðkornanna. Slík próf voru fyrst þróuð árið 1940.

Skoðið einnig svarið Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin í blóðflokkakerfinu?

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.6.2002

Spyrjandi

Finnur Torfason, fæddur 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar prímatar eru rhesusapar? “ Vísindavefurinn, 21. júní 2002. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2517.

Jón Már Halldórsson. (2002, 21. júní). Hvers konar prímatar eru rhesusapar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2517

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar prímatar eru rhesusapar? “ Vísindavefurinn. 21. jún. 2002. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2517>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar prímatar eru rhesusapar?
Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit.

Rhesusapar búa gjarnan í skógum en stundum búa þeir í kjarrlendi. Þeir geta búið hátt yfir sjávarmáli eða allt upp í 3000 metra hæð. Helsta fæða apanna er fræ, rætur, ávextir og skordýr. Ef hart er í ári éta þeir einnig trjábörk og lauf.

Rhesusapar lifa í hópum en stærð hópanna er breytileg og fer eftir umhverfinu sem þeir lifa í. Ef lítið vatn er til dæmis á svæðinu sem þeir búa á eru ekki fleiri en 200 dýr í hópnum.

Rhesusapar Macaca mulatta finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru mikið notaðir í læknis- og lífeðlisfræðirannsóknum.

Kvendýrin ráða lögum og lofum í hópnum og karlarnir hafi sig lítið í frammi nema um fengitímann. Kvendýrin ganga með afkvæmi sín í 135 til 194 daga. Yfirleitt fæðist eitt afkvæmi sem vegur um 450 grömm.

Víða á Indlandi telst rhesusapinn til heilagra dýra og fær því að lifa óáreittur í fjölmörgum hofum Hindúa og búddhatrúarmanna. Rhesusapar eru mjög fjörmiklir og uppátækjasöm dýr enda ákaflega greind. Margir af þeim sem hafa haft slíka apa sem gæludýr vara þó við þeim því þegar þeir verða kynþroska verða þeir skapvondir með eindæmum og miklir skemmdarvargar.

Rhesusapar hafa tekið virkan þátt í sögu mannskyns. Þannig var það rhesusapi nokkur sem var fyrsta fremdar-dýrið sem fór út í geim. Auk þess eru rhesusapar mikið notaðir í læknis- og lífeðlisfræðirannsóknum. Þess má geta að með því að nota blóð úr rhesusapa greindu menn á rannsóknastofum tilvist rh-mótefnavakans í blóði manna en það er prótein sem staðsett er utan á frumuhimnu rauðu blóðkornanna. Slík próf voru fyrst þróuð árið 1940.

Skoðið einnig svarið Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin í blóðflokkakerfinu?

Mynd:...