Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?

Helgi Gunnlaugsson

Afbrotafræði er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Afbrotafræðin felur í sér vísindalega rannsókn á afbrotum, afbrotahegðun og viðurlögum. Mikil áhersla er lögð á aðferðafræði, refsilögin og fræðilegar kenningar um afbrot og samfélag.

Afbrotafræðin er í grundvallaratriðum þverfagleg grein. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum viðurkenndum fræðigreinum svo sem félagsfræði, lögfræði, sálfræði, hagfræði og jafnvel úr náttúruvísindum. Greinin er víða kennd innan þessara greina og sums staðar sem sjálfstætt viðfangsefni, ekki síst í Bandaríkjunum og í Bretlandi.



Hægt er að sækja nokkur námskeið í afbrotafræði á Íslandi en til þess að ljúka námi sem afbrotafræðingur þurfa menn að læra við erlendan háskóla.

Ekki er boðið upp á sjálfstætt nám í afbrotafræði á Íslandi. Félagsfræðin við Háskóla Íslands býður þó upp á nokkur afbrotafræðinámskeið í grunnnámi á B.A.-stigi og hægt er að ljúka diplómanámi í afbrotafræði á meistarastigi innan félagsfræðinnar. Tekin eru þrjú námskeið á einu ári sem eru ígildi hálfs árs náms.

Víða eru starfrækt fagfélög afbrotafræðinga. Netslóð félagsins á Norðurlöndum er www.nsfk.org, í Evrópu www.esc-eurocrim.org/ og í Bandaríkjunum www.asc41.com. Þar er hægt að finna upplýsingar um námsleiðir í afbrotafræði.

Mynd: Parkers Tales. Sótt 29. 4. 2009.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað þarf maður að læra til að verða afbrotafræðingur? Er boðið upp á nám í afbrotafræði á Íslandi?

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.5.2009

Spyrjandi

Erna Haraldsdóttir

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25195.

Helgi Gunnlaugsson. (2009, 7. maí). Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25195

Helgi Gunnlaugsson. „Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25195>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?
Afbrotafræði er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Afbrotafræðin felur í sér vísindalega rannsókn á afbrotum, afbrotahegðun og viðurlögum. Mikil áhersla er lögð á aðferðafræði, refsilögin og fræðilegar kenningar um afbrot og samfélag.

Afbrotafræðin er í grundvallaratriðum þverfagleg grein. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum viðurkenndum fræðigreinum svo sem félagsfræði, lögfræði, sálfræði, hagfræði og jafnvel úr náttúruvísindum. Greinin er víða kennd innan þessara greina og sums staðar sem sjálfstætt viðfangsefni, ekki síst í Bandaríkjunum og í Bretlandi.



Hægt er að sækja nokkur námskeið í afbrotafræði á Íslandi en til þess að ljúka námi sem afbrotafræðingur þurfa menn að læra við erlendan háskóla.

Ekki er boðið upp á sjálfstætt nám í afbrotafræði á Íslandi. Félagsfræðin við Háskóla Íslands býður þó upp á nokkur afbrotafræðinámskeið í grunnnámi á B.A.-stigi og hægt er að ljúka diplómanámi í afbrotafræði á meistarastigi innan félagsfræðinnar. Tekin eru þrjú námskeið á einu ári sem eru ígildi hálfs árs náms.

Víða eru starfrækt fagfélög afbrotafræðinga. Netslóð félagsins á Norðurlöndum er www.nsfk.org, í Evrópu www.esc-eurocrim.org/ og í Bandaríkjunum www.asc41.com. Þar er hægt að finna upplýsingar um námsleiðir í afbrotafræði.

Mynd: Parkers Tales. Sótt 29. 4. 2009.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað þarf maður að læra til að verða afbrotafræðingur? Er boðið upp á nám í afbrotafræði á Íslandi?
...