Stafirnir nýtast köttum í myrkri við það að greina snöggar hreyfingar í umhverfinu en keilurnar nýtast í birtu sérstaklega við greiningu á litum. Kettir geta greint liti en litaskynjun þeirra er ekki jafn þróuð og hjá prímötum. Rannsóknir benda til þess að kettir sjái liti eins og fjólubláan, bláan, grænan og gulan frekar en liti á hinum enda litrófsins eins og rauðan og appelsínugulan eins og sjá má á myndunum. Hjá köttum virðist rauður vera svartur eða mjög dökkur en grænn virðist fölgrænn enda liggur grænn við jaðar sjónskynjunar kattarins. Litaskyn hunda er svipað.

