Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hver er meginorsök sjálfsvíga? Eru þau tíðari á landsbyggðinni eða í Reykjavík?

Helgi Gunnlaugsson

Sjálfsvíg eiga sér margar og flóknar skýringar og því er ekki hægt að fullyrða að um eina meginskýringu sé að ræða. Orsakir sjálfsvígs eru flókið samspil geðrænna, sálrænna, félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Ekki er því unnt að rekja beinar orsakir sjálfsvígs en þó er unnt að greina áhættuþætti og atferli sem stuðlað getur að því að einstaklingur fremur sjálfsvíg.

Þættir sem eru taldir hafa afgerandi tengsl við sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru tilfinningaleg vandamál, þunglyndi, vonleysi, bjargarleysi, misnotkun áfengis og annarra fíkniefna, félagsleg sefjun og slæm eða lítil tengsl ungs fólks við foreldra sína og jafnaldra svo að nokkur dæmi séu tekin. Þjóðfélagsbreytingar, breytingar á stöðu kynjanna og breytingar á atvinnu tengjast einnig sjálfsvígum.

Að jafnaði eru sjálfsvíg algengari í þéttbýli en í dreifbýli og á það einnig við hér á landi. Þó ber að hafa í huga að karlar og eldra fólk fremja sjálfsvíg í ríkari mæli en konur og yngra fólk en tíðni sjálfsvíga meðal yngra fólks hefur þó vaxið á síðustu árum hér á landi sem annars staðar.

Breytilegt hlutfall þessara hópa í samfélaginu getur því haft áhrif á þessa almennu mynd um tengsl þéttbýlis og dreifbýlis. Til dæmis mætti búast við því að tíðni sjálfsvíga í dreifbýli geti einstök ár slagað upp í tíðni sjálfsvíga í þéttbýli ef stórt hlutfall eldri karla er í fámennum sveitum. Þar fyrir utan er mögulegt að vanskráning sjálfsvíga sé meiri í fámennari byggðarlögum.

Sveiflur milli einstakra ára á fámennari svæðum eru einnig þekktar og sjálfsvígsbylgjur geta að minnsta kosti tímabundið breytt þessari almennu mynd um hærri tíðni sjálfsvíga í þéttbýli en í dreifbýli.

Frekari upplýsingar um sjálfsvíg á Íslandi má nálgast í skýrslu frá 1996 sem Alþingi lét gera til að kanna tíðni og orsakir sjálfsvíga á Íslandi. Skýrslan heitir: Könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á Íslandi og tillögur til úrbóta. Hún var unnin samkvæmt þingsályktun um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga (1992). Alþingi 115. löggjafarþing, 67. mál, þskj. 885. Október 1996.

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.6.2002

Spyrjandi

Jón Hjörtur Brjánsson,
Hafdís Inga Hinriksdóttir

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hver er meginorsök sjálfsvíga? Eru þau tíðari á landsbyggðinni eða í Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2002. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2522.

Helgi Gunnlaugsson. (2002, 24. júní). Hver er meginorsök sjálfsvíga? Eru þau tíðari á landsbyggðinni eða í Reykjavík? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2522

Helgi Gunnlaugsson. „Hver er meginorsök sjálfsvíga? Eru þau tíðari á landsbyggðinni eða í Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2002. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2522>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er meginorsök sjálfsvíga? Eru þau tíðari á landsbyggðinni eða í Reykjavík?
Sjálfsvíg eiga sér margar og flóknar skýringar og því er ekki hægt að fullyrða að um eina meginskýringu sé að ræða. Orsakir sjálfsvígs eru flókið samspil geðrænna, sálrænna, félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Ekki er því unnt að rekja beinar orsakir sjálfsvígs en þó er unnt að greina áhættuþætti og atferli sem stuðlað getur að því að einstaklingur fremur sjálfsvíg.

Þættir sem eru taldir hafa afgerandi tengsl við sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru tilfinningaleg vandamál, þunglyndi, vonleysi, bjargarleysi, misnotkun áfengis og annarra fíkniefna, félagsleg sefjun og slæm eða lítil tengsl ungs fólks við foreldra sína og jafnaldra svo að nokkur dæmi séu tekin. Þjóðfélagsbreytingar, breytingar á stöðu kynjanna og breytingar á atvinnu tengjast einnig sjálfsvígum.

Að jafnaði eru sjálfsvíg algengari í þéttbýli en í dreifbýli og á það einnig við hér á landi. Þó ber að hafa í huga að karlar og eldra fólk fremja sjálfsvíg í ríkari mæli en konur og yngra fólk en tíðni sjálfsvíga meðal yngra fólks hefur þó vaxið á síðustu árum hér á landi sem annars staðar.

Breytilegt hlutfall þessara hópa í samfélaginu getur því haft áhrif á þessa almennu mynd um tengsl þéttbýlis og dreifbýlis. Til dæmis mætti búast við því að tíðni sjálfsvíga í dreifbýli geti einstök ár slagað upp í tíðni sjálfsvíga í þéttbýli ef stórt hlutfall eldri karla er í fámennum sveitum. Þar fyrir utan er mögulegt að vanskráning sjálfsvíga sé meiri í fámennari byggðarlögum.

Sveiflur milli einstakra ára á fámennari svæðum eru einnig þekktar og sjálfsvígsbylgjur geta að minnsta kosti tímabundið breytt þessari almennu mynd um hærri tíðni sjálfsvíga í þéttbýli en í dreifbýli.

Frekari upplýsingar um sjálfsvíg á Íslandi má nálgast í skýrslu frá 1996 sem Alþingi lét gera til að kanna tíðni og orsakir sjálfsvíga á Íslandi. Skýrslan heitir: Könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á Íslandi og tillögur til úrbóta. Hún var unnin samkvæmt þingsályktun um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga (1992). Alþingi 115. löggjafarþing, 67. mál, þskj. 885. Október 1996.

...